Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
HK
0
2
Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson '45
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson '51
02.06.2024  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1361
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson ('80)
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('5)
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson ('57)
24. Magnús Arnar Pétursson ('80)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('57)
19. Birnir Breki Burknason ('46)
20. Ísak Aron Ómarsson
26. Viktor Helgi Benediktsson ('80)
29. Karl Ágúst Karlsson ('80)
33. Hákon Ingi Jónsson ('5) ('46)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Mjög sanngjarn sigur Breiðabliks staðreynd. Þetta var í raun aldrei í neinni stórhættu.

Viðtöl og skýrsla koma inn á vefinn von bráðar
93. mín
Stöngin Höskuldur fer með boltann upp hægra meginn og leggur hann út á Jason sem setur hann í stöngina,
90. mín
Fjórum mínútum bætt við.
89. mín
Hættulegt! Arnþór fær boltann á lofti við vítateigslínuna og á hörkuskot sem Anton ver vel í horn.
84. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
84. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
82. mín
Dauðafæri! Jason setur boltann á Ísak sem á skot sem er tiltölulega beint á Arnar. Arnar missir boltann fyrir fætur Viktor Karls sem fer framhjá Arnari og er með opið mark en er þó með bakið í markið og hælspyrna hans rétt framhjá.
81. mín
Aron Bjarna keyrir í átt að marki og á skot sem fer himinhátt yfir, fín tilraun samt sem áður.
80. mín
Inn:Karl Ágúst Karlsson (HK) Út:Birkir Valur Jónsson (HK)
80. mín
Inn:Viktor Helgi Benediktsson (HK) Út:Magnús Arnar Pétursson (HK)
75. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
Fyrir brot á Arnari Frey markmanni.
75. mín
1361 áhorfandi í Kórnum í kvöld, nokkuð gott.
74. mín
Þú verður að skora hérna! Aron Bjarnason sleppur aleinn í gegn og er aleinn á auðum sjó gegn Arnari en setur boltann nokkuð langt framhjá!
72. mín
Ívar Orri hér með skalla sem er laflaus og fer framhjá.
71. mín
Nokkuð rólegt yfir þessu eins og er. HK ekki líklegir til að koma sér inn í þetta.
67. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
67. mín
Ísak Snær gerir hér einstaklega vel og sýnir styrk sinn. Vinnur boltann og sækir aukaspyrnu þegar Ívar Orri brýtur á honum.
65. mín
Birnir hér með skot sem er með jörðinni og beint á Anton sem handsamar þetta.
59. mín
Jason Daði í Dauðafæri hérna eftir flottan undirbúning hjá Ísaki en boltinn fer himinhátt hátt yfir!
57. mín
Inn:Ívar Orri Gissurarson (HK) Út:Brynjar Snær Pálsson (HK)
51. mín MARK!
Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Ísak Snær!! Langur bolti fram frá Oliver sem Aron Bjarnason flikkar á Ísak sem gerir allt rétt og leggur hann í hornið.

Fagnar svo með látbragði sem ýjar að því að menn eigi að hætta að tala.
49. mín
Jason keyrir upp tempóið hér og leggur boltann svo á Aron sem á slakt skot í lúkurnar á Arnari.
46. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
46. mín
Inn:Birnir Breki Burknason (HK) Út:Hákon Ingi Jónsson (HK)
Hákon sem kom inná í upphafi fer hér útaf í hálfleiknum.
46. mín
Höskuldur hér með innkast inni í teiginn á Jason sem er bara í hörkufæri en Arnar enn og aftur ver vel.
46. mín
Seinni hálfieikur hafinn Blikar byrja með boltann hér í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Big Glacier ánægður með sinn mann! Samningur Jasons rennur út í lok tímabils.

45. mín
Hálfleikur
Mark Blika átti ekki að standa. Höskuldur tekur aukaspyrnuna þegar boltinn er á ferð.
45. mín
Hálfleikur
Blikar sanngjarnt yfir, forskotið væri meira en Arnar varið tvisvar vel hér undir lok hálfleiks.
45. mín
Stórkostleg varsla! Arnar Freyr er að eiga stórleik!

Jason í frábærri stöðu, köttar inn á hægri og leggur hann í fjær en Arnar ver á einhvern ótrúlegan hátt.

45. mín MARK!
Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Stoðsending: Ísak Snær Þorvaldsson
Blikar skora rétt fyrir hálfleik!!!! Höskuldur klókur og tekur aukaspyrnu við miðjuna snöggt langt fram á Ísak sem flikkar honum á Jason. Jason snýr af sér Leif og skorar af miklu öryggi!
45. mín
7 mínútum bætt við
45. mín
Frábær varsla! Kiddi Jóns tekur hornið, Ísak kemur fæti í boltann af stuttu færi. Frábær viðbrögð hjá Arnari sem ver meistaralega!
45. mín
Aukaspyrnuna tekur Höggi sjálfur. Fer af veggnum og yfir í horn.
45. mín
Brotið á Höskuldi rétt fyrir utan teig, afbragðs skotfæri.
44. mín
Þetta er farið af stað að nýju.
43. mín
Brunakerfið er í gangi hér í Kórnum. Töf á leiknum af þeim sökum. Orsakast af reyk vegna hamborgaragrills fyrir utan.
39. mín Gult spjald: Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Peysutog á Magnús sem var á fleygiferð, hárréttur dómur.
37. mín
Kiddi Jóns með fyrirgjöf sem er stórhættuleg í átt að Ísaki, boltinn endar aftur fyrir og Blikar heimta horn en fá ekki.
35. mín
Skemmtilega gert hjá Aroni Bjarnasyni. Hleypur með boltann og á svo skot sem Arnar á þó ekki í erfiðleikum með.
33. mín
Inn:Daniel Obbekjær (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Viktor var eitthvað að kveinka sér áðan og er nú tekinn af velli.
28. mín
Flott sókn hjá Blikum sem endar með hörmulegri fyrirgjöf frá Viktori Karli. Markspyrna.
28. mín
Hákon Ingi með skot af löngu færi en það er beint á Anton sem á ekki í erfiðleikum með þetta.
23. mín
Alexander Helgi hér með lúmska fyrirgjöf, Ísak Snær ekki langt frá þessu en endar hjá Arnari.
21. mín
George Nunn hér með skemmtilega tilraun, reynir að taka hann viðstöðulaust á lofti í fjærhornið en boltinn framhjá.
19. mín
HK með fínan spilkafla eins og er, halda fínt í boltann.
12. mín
Höskuldur tekur hornið sem er ansi gott, Ísak nær fínum skalla en rétt yfir.
11. mín
Kiddi Jóns sækir hér fyrsta horn leiksins.
8. mín
Viktor Karl hérna með stórfína fyrirgjöf sem að Ísak Snær er hársbreidd frá að koma höfðinu í. Hefði ekki þurft mikið til að þetta yrði mark.
5. mín
Jason Daði kemst hér í fína stöðu en Arnar handsamar boltann að lokum.
5. mín
Inn:Hákon Ingi Jónsson (HK) Út:Eiður Gauti Sæbjörnsson (HK)
Batakveðjur á Eið Gauta.
1. mín
Eiður Gauti steinliggur hérna eftir skallaeinvígi og virðist vera að fara af velli hér strax.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað.
Fyrir leik
Stemning í Kórnum Liðin eru að ganga til vallar og hér er alvöru ljósashow í gangi og mikil stemning.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Ómar Ingi Guðmundsson, þjálfari HK, gerir eina breytingu frá tapinu gegn Fylki, Atli Arnarsson fer úr liðinu vegna leikbanns og Eiður Gauti Sæbjörnsson kemur inn í hans stað.

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir einnig eina breytingu frá jafnteflinu gegn Víking. Andri Rafn Yeoman fer á bekkinn og Ísak Snær Þorvaldsson kemur í hans stað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Mestu ólíkindatól deildarinnar? HK-ingar hafa ekki safnað alltof mörgums stigum í upphafi móts, mögulega hefur stigasöfnunin þó verið framar vonum enda var liðinu ekki spáð góðu gengi. Liðið nái að tengja saman tvo ótrúlega sigra gegn Víking og KR en hafa síðan tapað tveimur leikjum í röð. HK-ingar eru þó algjör ólíkindatól og það væri glapræði að útiloka þá hér í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Komast Blikar aftur á sigurbraut? Blikar spiluðu eins og alþjóð veit við erkifjendur sína í Víking í vikunni. Leikurnn var ansi dramatískur og endaði að lokum með 1-1 jafntefli liðanna. Jason Daði Svanþórsson skoraði mark Blika. Anton Ari Einarsson gerði sig sekan um dýrkeypt mistök undir lok leiks sem kostaði liðið sigrinum. Blikar mega ekki við því að missa óþarfa stig í titilbaráttunni og þurfa því lífsnauðsynlega á sigri að halda í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Sjáum við aftur óvænt úrslit? Viðureignir þessar liða hafa oft á tíðum verið afar áhugaverðar og boðið upp á óvænt úrslit. Það var heldur betur sagan á síðasta tímabili en HK vann þá báða leikina, 4-3 á Kópavogsvelli og 5-2 í Kórnum. Þessi sex stig skiptu sköpum fyrir HK-inga þegar talið var upp úr pokanum í lok móts en liðið var ekki langt frá fallinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Velkominn í Kórinn Hér fer fram Kópavogsslagur af bestu gerð þegar HK og Breiðablik eigast við hér í Kórnum klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('67)
11. Aron Bjarnason ('84)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('33)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('84)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('33)
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('84)
20. Benjamin Stokke ('84)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('67)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Jason Daði Svanþórsson ('39)
Andri Rafn Yeoman ('75)

Rauð spjöld: