Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
HK
0
2
Breiðablik
0-1 Jason Daði Svanþórsson '45
0-2 Ísak Snær Þorvaldsson '51
02.06.2024  -  19:15
Kórinn
Besta-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1361
Maður leiksins: Ísak Snær Þorvaldsson
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson ('80)
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson ('5)
10. Atli Hrafn Andrason
14. Brynjar Snær Pálsson ('57)
24. Magnús Arnar Pétursson ('80)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('57)
19. Birnir Breki Burknason ('46)
20. Ísak Aron Ómarsson
26. Viktor Helgi Benediktsson ('80)
29. Karl Ágúst Karlsson ('80)
33. Hákon Ingi Jónsson ('5) ('46)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@kjartanleifursi Kjartan Leifur Sigurðsson
Skýrslan: Ísak og Jason tvíeykið komið á ról á ný
Hvað réði úrslitum?
Breiðablik voru bara betri á flestum sviðum leiksins. Mér fannst þeir mæta út í leikinn með það hugarfar að það kæmi ekkert annað til greina en sigur. Fannst þetta þroskaðari frammistaða en þeir hafa oft á tíðum sýnt gegn HK. Þeir voru baráttuglaðir og sýndu mikil gæði. HK voru ekki tilbúnir í baráttuna.
Bestu leikmenn
1. Ísak Snær Þorvaldsson
Besti leikur Ísaks í sumar. Var síógnandi og maður tók eftir því að hann er einfaldlega bara sterkari og kraftmeiri en aðrir leikmenn á vellinum. Ef hann ætlar að spila svona restina af sumrinum þá fara önnur lið að þurfa að signa sig áður en gengið er inn á völlinn. Arnar Freyr varði vel frá honum í fyrri hálfleik.
2. Jason Daði Svanþórsson
Hefði alveg getað verið númer eitt líka þannig séð. Var mjög kraftmikill og lunkinn með boltann í dag og skoraði gott mark. Hefði getað skorað annað með seinustu spyrnu fyrri hálfleiks en þá varði Arnar Freyr frábærlega með einni af betri vörslum sumarsins til þessa.
Atvikið
Fyrsta mark Breiðabliks gerði það að verkum að þeir gátu mætt með annað hugarfar inn í seinni hálfleik. Gott mark hjá Jasoni en auðvitað er ákveðinn skuggi yfir markinu vegna þess að það átti ekki að standa. Höskuldur tók aukaspyrnu í aðdragandanum þar sem boltinn var ekki stöðvaður. Ætla einnig að nýta þetta til að minnast á atvikið þar sem Eiður Gauti meiðist að því er virðist nokkuð alvarlega eftir örfáar sekúndur í leiknum. Sendum kærar batakveðjur á Eið Gauta Sæbjörnsson.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar eru áfram í 2. sæti þremur stigum á eftir Víkingum. HK eru með sjö stig í 10. sæti.
Vondur dagur
Mér fannst HK ekki eiga skilið neitt út úr leiknum vegna þess að þeir sýndu ekki baráttuna sem þurfti að sýna til að vinna leikinn. Fengu til að mynda ekki gult spjald í dag sem segir sitt.
Dómarinn - 5
Ívar gerir sig sekan um afdrifarík mistök þegar hann leyfir fyrsta markinu að standa. Boltinn var á hreyfingu þegar aukaspyrnan var tekin og það er enginn spurning um það.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('46)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson ('67)
11. Aron Bjarnason ('84)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('33)
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('84)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær ('33)
3. Oliver Sigurjónsson ('46)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('84)
20. Benjamin Stokke ('84)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('67)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Jason Daði Svanþórsson ('39)
Andri Rafn Yeoman ('75)

Rauð spjöld: