Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Keflavík
5
0
Leiknir R.
Ari Steinn Guðmundsson '4 1-0
Stefán Jón Friðriksson '6 2-0
Dagur Ingi Valsson '20 , víti 3-0
Frans Elvarsson '28 4-0
Dagur Ingi Valsson '36 5-0
Haraldur Freyr Guðmundsson '45
05.06.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Sólin skín og vindurinn blæs. Hiti um 6 gráður
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Dagur Ingi Valsson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
4. Nacho Heras ('72)
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon ('45)
7. Mamadou Diaw
8. Ari Steinn Guðmundsson ('62)
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('72)
26. Ásgeir Helgi Orrason ('62)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('62)
17. Óliver Andri Einarsson ('45)
19. Edon Osmani
28. Kári Sigfússon ('72)
50. Oleksii Kovtun ('72)
99. Valur Þór Hákonarson ('62)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Hólmar Örn Rúnarsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Þórólfur Þorsteinsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Ásgeir Páll Magnússon ('17)

Rauð spjöld:
Haraldur Freyr Guðmundsson ('45)
Leik lokið!

Stórsigur Keflavíkur staðreynd.
Fínn seinni hálfleikur hjá Leikni eftir hörmungar fyrri hálfleik.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Omar Sowe kennir sér meins og þarf að yfirgefa völlinn. Leiknismenn búnir með sínar skiptingar og klára því leikinn manni færri.
91. mín
Leiknismenn koma boltanum í netið eftir lipra sókn en flaggið fer á loft.
89. mín
Skyndisókn Keflavík, Kári Sigfússon leikur inn völlinn og á skotið en Viktor blakar boltanum yfir slánna.
88. mín
Þorsteinn Emil í fínu skotfæri í teignum en setur boltann framhjá.
85. mín
Keflavík fær hornspyrnu.
83. mín
Omar Sowe með skot að marki úr aukaspyrnu af um 25 metra færi. Kemur boltanum framhjá veggnum og á markið en Ásgeir Orri ver.
82. mín
Inn:Gísli Alexander Ágústsson (Leiknir R.) Út:Patryk Hryniewicki (Leiknir R.)
81. mín
Röðin komin að Keflavík.
Valur Þór finnur Mamadou úti hægra megin sem kemst einn gegn Viktori. Viktor gerir vel og ver vel.
80. mín
Omar Sowe í færi
En Ásgeir Orri ver í horn.
77. mín
Ásgeir ver
Gísli Alexander í dauðafæri í markteignum en Ásgeir Orri ver.

Þegar maður hugsar út í það.

Staðan gæti vel verið 5-3 eða jafnvel 5-4 miðað við færin sem hann hefur varið.
73. mín
Þessi síðari hálfleikur verið heldur rólegri en sá fyrri.

Leiknismenn þó mætt til leiks.
72. mín
Inn:Oleksii Kovtun (Keflavík) Út:Nacho Heras (Keflavík)
72. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
70. mín
Inn:Sigurður Gunnar Jónsson (Leiknir R.) Út:Ósvald Jarl Traustason (Leiknir R.)
65. mín
Aukaspyrna tekin frá vinstri inn á teig Keflavíkur. Daði Bærings á fjær nær ekki til boltans sem farið hefur af varnarmanni og afturfyrir.

Ekkert kemur upp úr horninu,
63. mín
Jón Hrafn með hörkuskot fyrir Leikni. Ásgeir Orri ver en heldur ekki boltanum. Frákastið við það að falla fyrir fætur Leiknismanns þegar Ásgeir teygir út fótinn og kemur boltanum frá liggjandi.
62. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
62. mín
Inn:Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík) Út:Ásgeir Helgi Orrason (Keflavík)
59. mín
Omar Sowe með boltann í fætur í teig Keflavíkur en nær ekki að koma skoti á markið.

Keflavík brunar upp. Mamadou með boltann í teignum en setur boltann framhjá.
54. mín
Oliver Andri með skot eftir skyndisókn Keflavíkur. Víðsfjarri markinu reyndar.
49. mín
Leiknismenn tæta vörn Keflavikur í sig.
Frábært samspil Omar Sowe og Shkeizen við teig Keflavíkur leiðir af sér færi fyrir Þorstein Emil. Hann er einn gegn Ásgeir Orra sem mætir honum vel og lokar á skotið.

Átti eflaust að gera betur strákurinn.
48. mín
Keflavík í færi eftir horn
Boltinn dettur fyrir Óliver Andra sem á skot. Viktor ver en heldur ekki boltanum. Gestirnir hreinsa þó að lokum.
46. mín
Inn:Aron Einarsson (Leiknir R.) Út:Róbert Quental Árnason (Leiknir R.)
46. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.) Út:Sindri Björnsson (Leiknir R.)
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir sparka okkur af stað á ný
45. mín
Hálfleikur

Flautað til hálfleiks hér í Keflavík,

Leiknisliðið átt algjörar martraðar mínútur hér og Keflavík að sama skapi að eiga sinn besta leik til þessa.

Við komum aftur með síðari háflleik að vörmu spori.
45. mín Rautt spjald: Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík)
Mamadou fer í grasið og ekkert dæmt.

Haraldur ekki sáttur og neglir brúsa í grasið sem skoppar inn á völlinn.

Arnar rífur upp rauða spjaldið þegar leikur stöðvast.

Ástríða er eitt en Keflavík er 5-0 yfir.
45. mín
Inn:Óliver Andri Einarsson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
44. mín
Sindri Snær fer í grasið og kennir sér meins.

Fer af velli og fær aðhlynningu.
43. mín
Inn:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.) Út:Róbert Hauksson (Leiknir R.)
40. mín
Róbert Hauksson situr í grasinu og þarf aðhlynningu. Gefið merki um skiptingu og hann því væntanlega lokið leik hér.
39. mín
Gunnlaugur Fannar með skalla að marki eftir fyrirgjöf Ara Steins en boltinn yfir markið.
38. mín
Keflvíkingar halda bara áfram.
Mamadou keyrir upp völlinn að D-boganum þar sem hann lætur vaða en boltinn af varnarmanni og rétt framhjá markinu.
36. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
Stoðsending: Frans Elvarsson
Ég á ekki orð
Frans fær boltann á miðjum vallarhelmingi Leiknis og setur hann beint í gegn á Dag sem er einn gegn Viktori. Dagur gerir vel, setur boltann undir Viktor og í netið.
34. mín
Gestirnir vinna horn.
Hafa verið að skapa sér sóknarstöður en ekki tekist að gera sér mat úr þeim.

Skalli yfir markið eftir hornið.
31. mín Gult spjald: Sindri Björnsson (Leiknir R.)
Brýtur af sér á eigin vallarhelmingi og uppsker gult.
28. mín MARK!
Frans Elvarsson (Keflavík)
Stoðsending: Dagur Ingi Valsson
Heimamenn eru að ganga frá þessu Leiknismenn með þversendingu út úr vörninni sem Dagur Ingi kemst inn í. Hann leikur að teignum og leggur boltann inn á teiginn þar sem Frans mætir og skilar boltanum í markið.

Stendur ekki steinn yfir steini í leik Leiknis.
26. mín
Omar Sowe
Kemst inn á teiginn hægra megin. Velur að taka boltann með sér frekar en að skjóta í fyrsta sem verður til þess að Ásgeir kemst á milli og ver í horn.

Darraðardans eftir hornið en heimamenn hreinsa.
22. mín
Ótrúleg varsla
Eftir hornspyrnu féll boltinn fyrir Patryk í markteig Keflavíkur. Hann lætur vaða á nærstöngina en Ásgeir Orri ver á ótrúlegan hátt. Skellir sér klofvega á stöngina og finnur vel fyrir því en ver boltann í leiðinni.
21. mín
Gott samspil Leiknis
Omar Sowe og Róbert Hauksson leika vel sín á milli. Róbert kemst inn á teiginn og reynir að leggja boltann fyrir markið en varnarmenn komast fyrir og gefa horn.
20. mín Mark úr víti!
Dagur Ingi Valsson (Keflavík)

Viktor í rétt horn en spyrna Dags öruggt og í erfiðri hæð fyrir Viktor og endar í netinu.

Þessi fyrri hálfleikur fljótur að breytast í martröð fyrir Leiknismenn.
19. mín Gult spjald: Viktor Freyr Sigurðsson (Leiknir R.)
19. mín
Vont versnar
Keflavík er að fá vítaspyrnu!

Viktor Freyr of seinn út úr marki sínu og brýtur á Mamadou
17. mín Gult spjald: Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Fékk gult fyrir brotið.
17. mín
Leiknismenn fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Róbert Quental með spyrnuna en setur boltann talsvert fjarri markinu.
16. mín
Daði Bærings sendingu inn á teiginn. Ásgeir missir boltann fyrir fætur Omar Sowe en Keflvíkingar hreinsa á síðustu stundu.
13. mín
Keflavík fær horn eftir að skot Stefáns fer af varnarmanni og afturfyrir.

Spyrnan tekin innarlega en svífur yfir allt og alla og í markspyrnu.
11. mín
Gestirnir að vakna. Vinna hér horn eftir ágætis upphlaup.

Patryk með skalla að marki eftir hornið en hittir ekki rammann.
9. mín
Sendi hugheilar kveðjur á eitthvað steikhús Lundúna þar sem Elvar Geir Magnússon og Valur Gunnarsson njóta eflaust dýrindismáltíðar þessa stundina.

Ekki jafn viss um þeir njóti þessarar textalýsingar jafnmikið.
6. mín MARK!
Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
Stoðsending: Nacho Heras
Strax annað mark
Upp hægra megin í þetta sinn. Ari Steinn finnur Nacho í overlappinu sem kemst inn á teig og setur hann fyrir markið. Á fjærstöng mætir Stefán og tvöfaldar forystu Keflavíkur.

Verulega vond byrjun Leiknis
4. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Mamadou Diaw
Alltof einfalt Mamadou í einn á einn stöðu með boltann vinstra megin keyrir af stað. Er nálægt því að missa boltann allavega í tvígang undir pressu frá varnarmanni. Nær þó að halda honum og setja hann fyrir markið þar sem boltinn rennur óáreittur fyrir fætur Ara sem getur ekki annað en skorað af stuttu færi
2. mín
Keflavík sækir
Mamadou ber boltann upp í skyndisókn, leggur boltann út til hægri á Ara Stein sem á skot í varnarmann og afturfyrir.

Gestirnir skalla hornspyrnuna frá.
1. mín
Leikur hafinn
Allt orðið klárt hér og Arnar flautar leikinn á,. Heimamenn sparka okkur af stað og leika með vindi í átt að Sýslumannshúsinu.
Fyrir leik
Lengjudeildin er á Youtube
Fyrir leik
Spámaðurinn Jakob Gunnar Sigurðsson, markahæsti leikmaður 2. deildar, er spámaður umferðarinnar. Jakob hefur skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum Völsungs.

Keflavík 2 - 2 Leiknir R
Þetta verður fjörugur leikur og maður gæti séð nokkur spjöld og mögulegt rautt. Valur Þór skorar og Omar Sowe skorar einnig.

Mynd: 640.is - Hafþór Hreiðarsson

Fyrir leik
Dómari Arnar Þór Stefánsson er dómari leikisns í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Egill Guðvarður Guðlaugsson og Andri Vigfússon. Frosti Viðar Gunnarsson sinnir svo eftirliti fyrir KSÍ.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Stutt á milli Það er nokkuð stutt enda á milli í töflunni að toppliðum Njarðvíkur og Fjölnis undanskildum. Vinni Keflavík fara þeir í átta stig og lyfta sér upp í fjórða sæti deildarinnar úr því sjöunda. Leiknir getur svo tekið enn stærra stökk en þeir gætu hoppað úr tólfta sætinu upp í það fjórða vinni þeir þriggja marka sigur.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Keflavík Eftir töp í fyrstu tveimur umferðunum er lið Keflavíkur ósigrað í síðustu þremur leikjum. Sigri á Aftureldingu á heimavelli í þriðju umferð var fylgt eftir með jafnteflum á útivelli gegn Þór og Grindavík.

Ætli Keflvíkingar sér að taka þátt í baráttunni um sæti í efstu deild að ári þarf HS Orkuvöllurinn að vera drjúgur. Liðið er nokkuð skemmtilega samsett og takist því að finna takt í leik sínum gæti sumarið orðið gott fyrir Keflvíkinga.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

Fyrir leik
Leiknir Botnlið Leiknis freistar þess í kvöld að lyfta sér upp úr neðsta sæti deildarinnar þar sem liðið situr nú með aðeins þrjú stig. Það má alveg fullyrða að við meiru var búist af liði Leiknis í fyrstu umferðunum en þeim var spáð sjöunda sæti deildarinnar fyrir móti. Spilamennskan hefur verið með ágætum í einhverjum leikjum en úrslitin ekki verið að falla með Breiðhyltingum og staðan því eins og hún er.

Það ber þó að hafa í huga að Leiknir var í svipaðri stöðu á sama tíma í fyrra þar sem liðið sat í fallsæti með fjögur stig eftir sex umferðir. Liðið reif sig þó upp er líða fór á mótið og tryggði sig að endingu í umspil um sæti í Bestu deildinni. Nokkuð sem Leiknismenn binda eflaust vonir við að endurtaki sig.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Lengjudeildin rúllar áfram Heil og sæl kæru lesendur og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá Keflvík þar sem fram fer leikur Keflavíkur og Leiknis í sjöttu umferð Lengjudeildar karla.

Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
Ósvald Jarl Traustason ('70)
4. Patryk Hryniewicki ('82)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason ('46)
8. Sindri Björnsson ('46)
9. Róbert Hauksson ('43)
10. Shkelzen Veseli
23. Arnór Ingi Kristinsson
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
18. Marko Zivkovic
19. Jón Hrafn Barkarson ('43)
20. Hjalti Sigurðsson
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('46)
44. Aron Einarsson ('46)
45. Gísli Alexander Ágústsson ('82)
92. Sigurður Gunnar Jónsson ('70)

Liðsstjórn:
Vigfús Arnar Jósefsson (Þ)
Halldór Geir Heiðarsson
Atli Jónasson
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Margeir Ingólfsson

Gul spjöld:
Viktor Freyr Sigurðsson ('19)
Sindri Björnsson ('31)

Rauð spjöld: