Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Þróttur R.
4
2
Tindastóll
0-1 Jordyn Rhodes '10
Freyja Karín Þorvarðardóttir '36 1-1
Kristrún Rut Antonsdóttir '40 2-1
Kristrún Rut Antonsdóttir '47 3-1
3-2 Birgitta Rún Finnbogadóttir '74
Kristrún Rut Antonsdóttir '76 4-2
08.06.2024  -  16:15
AVIS völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Maður leiksins: Kristrún Rut Antonsdóttir
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('90)
10. Leah Maryann Pais
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('76)
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('90)
16. María Eva Eyjólfsdóttir ('76)
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
27. Íris Una Þórðardóttir
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Sierra Marie Lelii
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:
Brynja Rán Knudsen ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þróttur vinnur í Laugardalnum! Fjörugur leikur að baki! Þróttarar með verðskuldaðan sigur.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld!
92. mín
Þróttur fær aukaspyrnu úr við hornfána.
90. mín
Það eru 5 mínútur í uppbótartíma.
90. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
86. mín
Inn:Elísabet Nótt Guðmundsdóttir (Tindastóll ) Út:Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
83. mín
Rétt framhjá! María með skot fyrir utan teig í átt að marki Tindastóls. Fast skot en boltinn fer rétt framhjá.
81. mín
Svakalegar mínútur Frábær leikur hér í Laugardalnum. Tvö mörk með stuttu millibili!
76. mín
Inn:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.) Út:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
76. mín
Inn:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll ) Út:Aldís María Jóhannsdóttir (Tindastóll )
76. mín Gult spjald: Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.)
76. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
KRISTRÚN MEÐ ÞRENNU! Þróttur skorar! Aukaspyrna inn á teiginn og Kristrún skallar hann í markið

Hvílíkur leikur!

4-2!
74. mín MARK!
Birgitta Rún Finnbogadóttir (Tindastóll )
Þær minnka munin! Þetta er orðinn leikur!

FLott mark hjá Birgittu Rún er hún vippar boltanum yfir Monicu í markinu

3-2!!
71. mín
Frábær varsla! Leah kominn í gegn eftir frábæra sendingu frá Kristrúnu. Leah skýtur á markið en Monica ver glæsilega!
67. mín
Gott úthlaup hjá Mollee er Tindastóll var við það að komast í góða stöðu.
60. mín
Tindastóll fær horn.

Gott horn og gestirnir ná skalla. Skallinn góður en boltinn fer famhjá markinu.
59. mín
Inn:Hugrún Pálsdóttir (Tindastóll ) Út:Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
59. mín
Þróttur R. fær horn.

Tindastóll hreinsar.
55. mín
Mini myndaveisla Tryggvi Már Gunnarsson, ljósmyndari, er á leiknum.

Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson


Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson



Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

54. mín
Þróttur fær horn.

TIndastóll hreinsar.
51. mín
Hætta! Þarna skall hurð nærri hælum! Mollee fær boltann í fætur enn rennur beint fyrir framan nefið á Jordyn Rhodes. Jordyn nær til boltanns en nær ekki að nýta sér mistökin.
47. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
MAAAAARK Þær eru komnar í 3-1!

Seinni hálfleikur nýbyrjaður og Þróttarar strax búnar að auka forystuna. Annað mark Þróttara sem kemur eftir hornspyrnu. Gott horn sem endar á kollinum á Kristrúnu. Hún skallar hann fast í netið!

3-1!
47. mín
Þróttur R. fær horn.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Tindastóll byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Laugardalnum! Fjörugur fyrri hálfleikur að baki! Tindastóll komst yfir snemma leiks eftir mark frá Jordyn Rhodes. Þróttarar náðu hins vegar að koma til baka og leiða 2-1 er gengið er til búningsklefa. Fáum vonandi skemmtilegann seinni hálfleik!
45. mín
+1 Það eru tvær mínútur í uppbótartíma.
43. mín
Skalli á mark. Þróttarar halda áfram að ógna! Góður bolti inn á teiginn og boltinn skallaður í átt að marki. Tiltölulega auðvelt fyrir Monicu í markinu.
40. mín MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Þær eru komnar yfir! MAAAARK!

Þróttarar ekki lengi að snúa leiknum við! Kristrún fær boltann úti vinstra megin og á gott skot sem hafnar í netinu. Vel skotið og gott mark hjá Þrótturum!

2-1!
36. mín MARK!
Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Þróttarar jafna!! MAAAARK!

Allt orðið jafnt í Laugardalnum. Vel útfært horn hjá Þrótti er Freyja stígur út úr þvögunni og stangar boltann í netið! Þróttarar verið betri síðastliðnar mínútur og er óhætt að segja að þetta sé verðskuldað mark.

1-1!
36. mín
Þróttur R. fær horn.
32. mín
Þróttur að ógna Þróttarar hafa svo sannarlega unnið sig inn í þennan leik. Leita enn að jöfnunarmarki.
30. mín
Vel spilað! Góð sókn hjá Þrótti. Freyja fær hann inn í teig og skýtur. Monica ver í horn.

Gott horn og ná Þróttarar skalla á mark en Monica grípur boltann.
27. mín Gult spjald: Lara Margrét Jónsdóttir (Tindastóll )
25. mín
Freyja Karín liggur eftir samstuð og þarf aðhlynningu. Vonum að hún geti haldið leik áfram.

Leikurinn byrjaður aftur og Freyja getur haldið áfram
22. mín
Hætta! Gott horn beint inn á miðjan teig gestanna. Þar stekkur Freyja hæst og skallar boltann. Skallinn fínn en boltinn framhjá.
17. mín
Gott skot! Vel spilað hjá Þrótti. Caroline Murray fær boltann úti vinstra megin og lætur vaða fyrir utan teig. Hittir boltann vel en Monica grípur boltann.
16. mín
Sláin! Önnur skyndisókn hjá gestunum. Jordyn Rhodes er allt í öllu það sem af er leiks. Nú fær hún boltann úti hægra meginn og á fast skot í átt að marki. boltinn hafnar í slánni.
15. mín
Þróttur R. fær horn.

Monica grípur boltann.
10. mín MARK!
Jordyn Rhodes (Tindastóll )
Stoðsending: Aldís María Jóhannsdóttir
Gestirnir taka forystuna! MAAAARK!

Tindastóll komið yfir í Laugardalnum. Hröð sókn hjá gestunum og fær Aldís María frábæran bolta inn fyrir varnarlínu Þróttar. Hún sendir hann beint fyrir markið og klárar Jordyn færið vel. Vel unnin sókn hjá Gestunum

0-1!
8. mín
Tindastóll fær horn.

Hættuleg hornspyrna. Lara nær til boltann og stangar hann í átt að marki. Boltinn hafnar í varnarmanni og Þróttarar hreinsa.
5. mín
Frábært hlaup Jordyn Rhodes með svakalegan sprett upp allan völlinn. Prjónar sig framhjá varnarmönnum gestanna og uppsker horn.

Ekkert verður úr horninu.
4. mín
Þróttur R. fær horn.

Tindastóll hreinsar.
1. mín
Snemmbúið færi! Jordyn Rhodes komin í góða stöðu inni á teig Þróttara. Sendir fyrir en enginn nær til boltans. Markspyrna frá marki Þróttar.
1. mín
Leikur hafinn
Komið í gang! Þróttur byrjar með boltann.
Fyrir leik
Þetta fer að byrja! Liðin ganga inn á völlinn. Styttist óðfluga í upphafsflautið!
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin í hús Þjálfarar liðanna hafa birt byrjunarliðin! Þau má sjá hér til hliðar.
Fyrir leik
Frábærar aðstæður í Laugardalnum! 8°C, sólskin og lítill sem enginn vindur! Fáum vonandi skemmtilegan leik hér í dag!
Fyrir leik
Hildur Antons spáir í spilin Hildur Antonsdóttir er spámaður umferðarinnar!
Hún spáir jöfnum leik í Laugardalnum í dag!

Þróttur 1 - 1 Tindastóll
„Þetta verður jafn leikur milli tveggja liða sem eiga nóg inni. Þróttarar hafa ekki verið að ná í úrslitin en eru að spila leikina vel. Tindastóll hafa verið að taka stig af liðunum í kringum sig en ég held að liðin munu skipta stigunum á milli sín. Leikurinn fer 1–1. Freyja Katrín skorar fyrir Þrótt og Hugrún Páls fyrir Tindastól.“

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Dómarateymið Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson dæmir leikinn hér í kvöld og verða það þeir Nour Natan Ninir og Kjartan Már Másson sem verða honum til aðstoðar. Eftirlitsmaður er Ólafur Ingi Guðmundsson og varadómari er Stefán Ragnar Guðlaugsson

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tindastóll Tindastól var spáð 8. sæti í deildinni af spekingum fótbolta.net fyrir mót. Tindastóll er með sex stig fyrir leikinn í kvöld og er komið með þrjá sigra hingað til. Tindastóll mætti sterku liði Þór/KA í síðustu umferð. Þór/KA sigraði leikinn 5-0. Tindastóll er núna sínu öðru tímabili í röð í efstu deild og það verður áhugavert að sjá hvort liðið haldi sér aftur uppi.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur R. Þróttur R. er í síðasta sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. Þróttarar hafa ekki verið að ná í úrslitin í sumar og eru enn án sigur í deildinni. Þróttarar gengu í gegnum mikið af breytingum síðastliðinn vetur, bæði á leikmannahóp og þjálfarateymi. Þeim var spáð 6. sætinu fyrir mót en augljóst er að eitthvað vantar upp á í Laugardalnum. Stigasöfnunin hefur ekki verið góð hjá Þrótturum í sumar. Þróttur mætti liði Keflavíkur í síðustu umferð þar sem Keflvíkingar höfðu betur og sigruðu 1-0. Það verður gaman að sjá hvort Þróttur nái að rétta úr kútnum í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Góðan dag og verið hjartanlega velkomin í beina textalýsingu á viðureign Þróttar R. og Tindastóls í Bestu deild kvenna! Leikurinn fer fram á Avis-vellinum og hefst kl. 16:15
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Monica Elisabeth Wilhelm (m)
Aldís María Jóhannsdóttir ('76)
3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
7. Gabrielle Kristine Johnson
9. María Dögg Jóhannesdóttir
10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir ('86)
14. Lara Margrét Jónsdóttir ('59)
27. Gwendolyn Mummert
28. Annika Haanpaa
30. Jordyn Rhodes

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir ('76)
4. Birna María Sigurðardóttir
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
17. Hugrún Pálsdóttir ('59)
20. Kristrún María Magnúsdóttir
21. Elísabet Nótt Guðmundsdóttir ('86)
23. Katla Guðný Magnúsdóttir

Liðsstjórn:
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Murielle Tiernan
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:
Lara Margrét Jónsdóttir ('27)

Rauð spjöld: