Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fylkir
0
3
FH
0-1 Snædís María Jörundsdóttir '6
0-2 Snædís María Jörundsdóttir '63
0-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '74
08.06.2024  -  14:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Áhorfendur: 512
Maður leiksins: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('58)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('70)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('58)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('83)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir
8. Marija Radojicic ('58)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('70)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('83)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('58)
24. Katrín Sara Harðardóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Michael John Kingdon
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson
Kristófer Númi Hlynsson
Ómar Atli Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH tekur stigin þrjú hérna í dag.

Skýrsla og viðtöl væntanleg.
90. mín
+3 í uppbótartíma
90. mín
Andrea tekur spyrnuna og boltinn berst á endanum til Breukelen sem reynir síðan skot sem Tinna ver
90. mín
FH fær hornspyrnu
89. mín
Frekar tíðindalausar mínútur hérna undir lok leiks.
83. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
83. mín
Inn:Selma Sól Sigurjónsdóttir (FH) Út:Snædís María Jörundsdóttir (FH)
83. mín
Inn:Birna Kristín Björnsdóttir (FH) Út:Halla Helgadóttir (FH)
78. mín
Ída fær boltann hérna í vítateig Fylkis og gefur hann til hliðar á Helenu sem reynir skot en það fer framhjá markinu.
76. mín
Fylkir fær aukaspyrnu Fylkir fékk hérna aukaspyrnu á vinstri kantinum í góðri fyrirgjafarstöðu. Eva tekur spyrnuna og lætur vaða á markið en boltinn fer yfir markið.
75. mín
Inn:Berglind Þrastardóttir (FH) Út:Erla Sól Vigfúsdóttir (FH)
Erla fékk eitthvað hnjask á hnéð fyrir nokkrum mínútum síðan, geri ráð fyrir því að skiptingin tengist því.
74. mín MARK!
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir (FH)
Boltinn berst hérna til Hildigunnar í teignum af hægri kantinum og hún setur hann framhjá Tinnu í markinu.
71. mín
Fylkir átti hér aukaspyrnu miðsvæðis sem Abigail sendir hátt inn í teig. Þar lúrir Marija sem er í góðri stöðu og reynir skot en Aldís var vel á verði í markinu. Kom svo í ljós að Marija var rangstæð.
70. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Viktoría Diljá Halldórsdóttir (Fylkir)
68. mín
Marija á hér fínt skot utan af teig sem Aldís nær að handsama.
67. mín
Andrea tekur spyrnuna sem fer beint á markið og Tinna á ekki í miklum vandræðum með það að handsama boltann.
67. mín
Inn:Helena Ósk Hálfdánardóttir (FH) Út:Thelma Karen Pálmadóttir (FH)
66. mín
FH fær aukaspyrnu á hættulegum stað Erna Sólveig brýtur á Breukelen rétt fyrir utan vítateig Fylkis.
63. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
FH tvöfaldar forystuna Boltinn berst til Ídu miðsvæðis ca. 30 metrum frá marki. Hún sendir háan bananabolta inn í teiginn sem dettur fyrir Snædísi sem skorar framhjá Tinnu í markinu.

Geggjuð sending hjá Ídu.

Mynd: Fótbolti.net - J.L.

63. mín
Boltinn berst til Hildigunnar á vinstri kantinum þar sem hún er með stórt autt svæði fyrir framan sig. Hún keyrir inn á völlinn og reynir skot fyrir utan teig sem Tinna á ekki í miklum vandræðum með.
61. mín
Andrea tekur spyrnuna sem Tinna nær að kýla út úr teignum beint á Thelmu sem reynir skot en það fer framhjá.
60. mín
FH fær hornspyrnu
59. mín
Guðrún Karítas gerir strax vel, snýr á Jónínu sem heldur síðan í treyjuna hennar og fær aukaspyrnu í ágætis fyrirgjafarstöðu. Aldís grípur hins vegar boltann í aukaspyrnunni.
58. mín
Inn:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir) Út:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir)
Gunnar gerir tvöfalda skiptingu
58. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
56. mín
Boltinn berst til Ídu inn fyrir vörn FH þar sem hún er ein á móti markmanni. Tinna sér hins vegar við henni og ver glæsilega til að koma í veg fyrir að FH auki forystu sína.
55. mín
Boltinn berst hérna til Kolfinnu í teignum sem ætlar að reyna skalla boltann en boltinn er frekar neðarlega svo það heppnast ekki vel hjá henni. Upplagt marktækifæri hér á ferð en hún var hins vegar rangstæð.
51. mín
Eva á hér sendingu inn fyrir vörn FH á Guðrúni en skot hennar fer framhjá marki.
47. mín
Kolfinna á hér fínasta skot utan teigs sem Aldís nær að grípa.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Snædís á upphafssparkið hér í seinni hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
FH byrjaði leikinn miklu betur en Fylkir en síðan skánaði leikur Árbæinga aðeins. FH heilt yfir samt betri aðilinn í fyrri hálfleik.
45. mín
Andrea tekur spyrnuna sem fer á fjærstöngina beint á Breukelen sem skallar boltann framhjá marki. Hér hefði verið auðvelt að koma boltanum í það minnsta á rammann.
45. mín
FH fær hornspyrnu Höfum fengið margar hornspyrnur í þessum fyrri hálfleik.
43. mín
Andrea tekur spyrnuna sem Fylkir nær að hreinsa úr teignum.
43. mín
Andrea tekur spyrnuna og eftir nokkrar tæklingar og skot endar boltann í annarri hornspyrnu.
42. mín
FH fær hornspyrnu
38. mín
Fylkir fær hornspynu Boltinn berst til Þórhildar á hægri kantinum. Hún keyrir inn á völlinn við vítateiginn og reynir skot sem Aldís ver glæsilega í hornspyrnu. Ekkert kemur svo úr hornspyrnunni.
37. mín
Fylkir fær hornspyrnu Aldís er að taka markspyrnu og ætlar að gefa hann út á Jónínu en neglir boltanum í Örnu sem stendur við markteiginn og boltinn endar í hornspyrnu.
35. mín
Eva á hér geggjaða háa sendingu inn fyrir vörn FH beint á Guðrúni sem fer framhjá Örnu en Aldís er rétt á undan Guðrúni í boltann.
31. mín
Ída er hér í góðri skotstöðu og reynir að skjóta en Kayla er vel á verði og nær að komast í veg fyrir skotið.
30. mín
Andrea reynir bara að skjóta á markið en Tinna á ekki í miklum vandræðum með þennan bolta.
30. mín
FH fær aukaspyrnu Hildigunnur sækir aukaspyrnu í ágætis fyrirgjafarstöðu vinstra megin á vellinum.
28. mín
Þórhildur tekur spyrnuna sem endar beint í höndunum á Aldísi.
27. mín
Fylkir fær hornspyrnu Abigail sendir boltann inn í teig sem FH nær að hreinsa en Þórhildur á síðan skot sem Aldís ver í slána og Fylkir fær hornspyrnu.
26. mín
Abigail sækir aukaspyrnu í ágætis fyrirgjafastöðu vinstra megin á vellinum.
25. mín
Abigail tekur hornspyrnuna og mikill darraðadans á sér stað í teignum en eftir nokkrar tæklingar og nokkur skot nær FH að hreinsa boltann.
25. mín
Fylkir fær hornspyrnu
23. mín
Andrea tekur hornspyrnuna sem Fylkir nær að hreinsa í burtu. Fylkir reynir að fara í skyndihlaup upp völlinn en Kolfinna á slæma sendingu.
22. mín
FH fær hornspyrnu
20. mín
Fylkir reynir hér hornspyrnu beint af æfingasvæðinu en skotið fer yfir markið.
19. mín
Aldís á hér slappa hreinsun sem fer beint í lappirnar á Evu sem reynir skot sem fer hins vegar í varnarmann FH og í hornspyrnu.
18. mín
Þórhildur tekur spyrnuna sem Snædís hreinsar í burtu og uppsker síðan aukaspyrnu eftir að hún var felld við hreinsunina.
18. mín
Þórhildur tekur hornspyrnuna sem Andrea skallar út af velli í aðra hornspyrnu.
17. mín
Fylkir fær hornspyrnu
13. mín
Arna brýtur á Evu miðsvæðis. Hún var með löppina frekar ofarlega þegar hún var að reyna pota í boltann og ég hélt í fyrstu að hún myndi fá gult spjald. Brynjar lyfti þó engu spjaldi.
10. mín
Andrea tekur hornspyrnuna sem Tinna kýlir í burtu. Halla reynir síðan fyrirgjöf af hægri kantinum sem endar í höndunum á Tinnu
9. mín
FH fær hornspyrnu
8. mín
Liðsuppstillingar Fylkir (4-3-2-1)
Kolfinna - Guðrún - Þórhildur
Eva
Signý - Abigail
Mist - Kayla - Erna - Viktoría
Tinna

FH (3-2-4-1)
Snædís - Ída
Hildigunnur - Ída - Breukelen - Thelma
Erla - Andrea
Halla - Arna - Jónína
Aldís
6. mín MARK!
Snædís María Jörundsdóttir (FH)
Stoðsending: Ída Marín Hermannsdóttir
FH tekur forystu Ída Marín á sendingu í gegn á Snædísi. Tinna kemur út á móti henni en Snædís fer framhjá henni og setur boltann í autt net.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.

3. mín
FH nálægt því að komast yfir Ída Marín á hér skot sem er að fara leka inn í netið áður en boltanum er hreinsað í burtu. Boltinn berst síðan aftur til hennar og hún reynir skot sem fer framhjá marki.
1. mín
Leikur hafinn
Fylkir byrjar með boltann og sækir í átt að Esjunni.
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völl Fylkir í appelsínugulum treyjum og FH í svörtu varatreyjunni sinni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár Gunnar Magnús Jónsson gerir tvær breytingar á liði sínu frá tapinu gegn Stjörnunni í síðasta leik. Elísa Björk Hjaltadóttir og Klara Mist Karlsdóttir taka sér sæti á tréverkinu. Í þeirra stað í byrjunarliðinu koma þær Viktoría Diljá Halldórsdóttir og Kolfinna Baldursdóttir.

Guðni Eiríksson gerir sömuleiðis tvær breytingar á liði sínu. Erla Sól Vigfúsdóttir og Halla Helgadóttir koma inn í byrjunarliðið á kostnað Elísu Lönu Sigurjónsdóttur og Valgerðar Óskar Valsdóttur.
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Hetjan úr sigri landsliðsins gegn Austurríki, Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið, er spámaður umferðarinnar.

Fylkir 0 - 1 FH
Það hefur gengið upp og niður hjá báðum liðum í sumar og líta bæði lið á þennan leik til að koma sér aftur á strik. Þetta verður stál í stál þar sem FH vinnur 0-1. Elísa Lana skorar eina mark leiksins alveg í endann.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Dómarateymi dagsins KSÍ teflir fram öflugu fimm manna liði. Brynjar Þór Elvarsson fer með flautuvöldin hér í dag. Honum til halds og trausts á hliðarlínunni eru þeir Guðmundur Ingi Bjarnason og Ricardas Kanisauskas. Óli Njáll Ingólfsson, sögukennari og meistari með meiru, er varadómari og Halldór Breiðfjörð Jóhannsson er eftirlitsmaður.


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skemmtilegri kennari en Óli Njáll er vandfundinn í þessu lífi.
Fyrir leik
Staða liðanna í deildinni 1. Breiðablik - 18 stig
2. Þór/KA - 15 stig
3. Valur - 15 stig
4. Stjarnan - 9 stig
5. Víkingur R. - 8 stig
6. FH - 7 stig
7. Tindastóll - 6 stig
8. Fylkir - 5 stig
9. Keflavík - 3 stig
10. Þróttur R. - 1 stig
Fyrir leik
Velkomin! Komið sæl kæru lesendur og verið velkomin í beina textalýsingu frá 7. umferð í Bestu deild kvenna. Í dag fær Fylkir í heimsókn til sín FH.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('75)
4. Halla Helgadóttir ('83)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('83)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('67)
37. Jónína Linnet

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('83)
7. Berglind Þrastardóttir ('75)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('67)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: