Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Fylkir
0
3
FH
0-1 Snædís María Jörundsdóttir '6
0-2 Snædís María Jörundsdóttir '63
0-3 Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir '74
08.06.2024  -  14:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Brynjar Þór Elvarsson
Áhorfendur: 512
Maður leiksins: Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('58)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir ('70)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('58)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('83)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
7. Tinna Harðardóttir
8. Marija Radojicic ('58)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('70)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('83)
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('58)
24. Katrín Sara Harðardóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Michael John Kingdon
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson
Kristófer Númi Hlynsson
Ómar Atli Sigurðsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@saevarthor02 Sævar Þór Sveinsson
Skýrslan: FH tók öll stigin í Lautinni
Hvað réði úrslitum?
Fylkir kom einfaldlega hálfsofandi inn í leikinn á meðan FH byrjaði leikinn af krafti og tók strax forystu á 6. mínútu leiksins. Eftir það vöknuðu Fylkiskonur aðeins til lífsins en maður átti ekkert mikla von á því að þær myndu skora.
Bestu leikmenn
1. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Mjög öflug frammistaða hjá Andreu hér í dag. Hún var allt í öllu miðsvæðis og ég tók sérstaklega eftir því að hún átti margar góðar langar sendingar í leiknum sem nýttust FH ágætlega oft á tíðum.
2. Snædís María Jörundsdóttir
Skoraði tvö mörk hér í dag. Fannst hins vegar ekkert voðalega mikið fara fyrir henni í leiknum en hún var réttur maður á réttum stað þegar þess var þörf og uppskar tvö mörk hér í dag. Einnig vil ég hrósa Ídu og Örnu fyrir þeirra frammistöður hér í dag.
Atvikið
Fyrsta markið hjá FH er atvik leiksins. Markið setti algjörlega tóninn í leiknum eftir að Fylkir hafði varla komist yfir miðju á upphafsmínútum leiksins. Ég átti reyndar von á því að þetta ætti eftir að vera langur dagur fyrir Fylki eftir þetta mark en þær spiluðu svo betur eftir markið.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkir er nú komið í 9. sæti deildarinnar eftir sigur Keflavíkur gegn Víkingi fyrr í dag. FH er hins vegar komið upp í 4. sæti deildarinnar.
Vondur dagur
Mér fannst engin í liði Fylkis eiga góðan dag hér í dag. Liðið fékk sín tækifæri en það vantaði alltaf aðeins upp á að gera eitthvað gott úr þeim. Fátt sem gekk upp hjá liðinu í dag.
Dómarinn - 6
Var ósammála þónokkrum hlutum í dag hjá Brynjari. Mér fannst að Arna Eiríks hefði átt að fá gult spjald snemma í leiknum þegar hún fór með takkana í sköflunginn á Evu þegar hún reyndi að pota í lausan bolta. Mögulega náði hún ekki að hæfa almennilega í sköflunginn á Evu og þess vegna fékk hún ekki spjald. Mér fannst þetta hins vegar skrýtið. Einnig undir lok fyrri hálfleiks er Erna Sólveig að hreinsa boltann hátt úr vítateig Fylkis og boltinn á viðkomu í hendi hennar en ekkert dæmt.
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
3. Erla Sól Vigfúsdóttir ('75)
4. Halla Helgadóttir ('83)
5. Arna Eiríksdóttir (f)
9. Breukelen Lachelle Woodard
10. Ída Marín Hermannsdóttir
14. Snædís María Jörundsdóttir ('83)
29. Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
31. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir
35. Thelma Karen Pálmadóttir ('67)
37. Jónína Linnet

Varamenn:
12. Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir ('83)
7. Berglind Þrastardóttir ('75)
8. Valgerður Ósk Valsdóttir
11. Helena Ósk Hálfdánardóttir ('67)
36. Selma Sól Sigurjónsdóttir ('83)

Liðsstjórn:
Guðni Eiríksson (Þ)
Hlynur Svan Eiríksson (Þ)
Hjörtur Hinriksson
Dagur Óli Davíðsson
Guðmundur Jón Viggósson
Birta Hafþórsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: