Newcastle hefur áhuga á Jóni Degi - Brighton reynir við Summerville - Tilboði Tottenha í Toney hafnað
Víkingur R.
0
1
Keflavík
0-1 Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir '52
08.06.2024  -  14:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Arnar Ingi Ingvarsson
Maður leiksins: Caroline Mc Cue Van Slambrouck
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
8. Birta Birgisdóttir ('79)
9. Freyja Stefánsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
18. Kristín Erla Ó Johnson
21. Shaina Faiena Ashouri ('79)
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('79)
26. Bergdís Sveinsdóttir ('64)

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('64)
13. Linda Líf Boama ('79)
16. Rachel Diodati ('79)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir
19. Tara Jónsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir ('79)

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Lisbeth Borg
Númi Már Atlason
Ingólfur Orri Gústafsson
Lára Hafliðadóttir

Gul spjöld:
Linda Líf Boama ('81)
Kristín Erla Ó Johnson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Ótrúlega dýrmætur sigur Keflavíkur staðreynd sem að lyfta sér upp úr fallsæti fyrir vikið.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
96. mín
Inn:Anita Bergrán Eyjólfsdóttir (Keflavík) Út:Alma Rós Magnúsdóttir (Keflavík)
95. mín
Keflavík fær hornspyrnu. Ætla að gefa mér að þetta sé komið hjá þeim. Síðustu sekúndurnar að tikka hér.
94. mín Gult spjald: Kristín Erla Ó Johnson (Víkingur R.)
Of sein í Saorlu eftir að hafa misst boltann og langt frá sér.
93. mín
Keflavík virðist ætla að sigla sínum öðrum sigri í hús hér. Víkingsliðið reynt en orðið lítt ágengt gegn þéttri og sterkri vörn Keflavíkur.
90. mín
Uppbótartími er að lágmarki fimm mínútur.
89. mín
Inn:Eva Lind Daníelsdóttir (Keflavík) Út:Elianna Esther Anna Beard (Keflavík)
88. mín
Elianna með hörkuskot að marki sem svífur rétt framhjá stönginni fjær.
86. mín
Linda Líf fær boltann í fætur í markteignum en nær ekki að snúa og skjóta.

Vörn Keflavíkur verið hreint út sagt frábær í dag.
83. mín
Víkingar sækja
Uppskera horn.
81. mín Gult spjald: Linda Líf Boama (Víkingur R.)
Brýtur á Anítu Lind sem liggur eftir
80. mín
Inn:Marín Rún Guðmundsdóttir (Keflavík) Út:Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
Markaskorarinn víkur
79. mín
Inn:Hulda Ösp Ágústsdóttir (Víkingur R.) Út:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Rachel Diodati (Víkingur R.) Út:Birta Birgisdóttir (Víkingur R.)
79. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Shaina Faiena Ashouri (Víkingur R.)
77. mín
Birta með frábæra vörslu
Susanne Joy með hörkuskot úr teignum eftir góðan undirbúning Ölmu en Birta ver.
75. mín
Víkingar svara
Boltinn fyrir markið frá hægri, Shaina rennir sér í boltann sem rennur rétt framhjá stönginni.

Talsvert opnari síðari hálfleikur hér.
74. mín
Keflavík sækir hratt
Saorla í breiddinni úti hægra megin keyrir inn að marki og nær skotinu en Birta með allt á hreinu og ver.
73. mín
Vandræðagangur í öftustu línu Víkinga
Tapa boltanum við eigin vítateig en sleppa með það. Melanie með lélegt skot úr teignum sem rúllar í fang Birtu.
71. mín
Freyja í hörkufæri Nær skotinu úr teignum en Vera ver vel.
70. mín
Darraðardans í teig Keflavíkur Shaina og Selma báðar með skot úr teignum sem varnarmenn henda sér fyrir.
67. mín
Alma Rós með skot eftir góða sókn Keflavíkur en Birta ver.
66. mín
Talsverð pressa frá Keflavík sem heldur liði Víkings við eigin vítateig drjúga stund. Sóknin endar með fyrirgjöf frá Susanne frá hægri sem Birta hirðir í teignum.
64. mín
Inn:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
63. mín
Mikill barningur á vellinum. Gestirnir heilt yfir betri
56. mín
Selma með lúmskt skot úr þröngri stöðu úti vinstra megin. Vera vel á verði og ver vel.
52. mín MARK!
Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir (Keflavík)
Stoðsending: Melanie Claire Rendeiro
Keflavík tekur forystu
Saorla ber boltann upp og setur hann inn á teiginn, Melanie tekur við honum á nærstönginni og framlengir yfir á fjær. Birta missir af boltanum í markinu sem berst á Sigurbjörgu sem gerir heiðarlega tilraun tol að týna boltanum og snýr sér í heilan hring til að leita að honum áður en hún ýtir boltanum yfir marklínuna.
49. mín
Bergdís með skot úr D-boganum sem Vera ver. Sigdís nær frákastinu en nær ekki að koma boltanum á markið.
48. mín
Gestirnir í dauðafæri Saorla þræðir Melanie í gegn, hún ein gegn Birtu en markvörðurinn mætir henni vel og ver. Frákastið berst á Susanne Joy sem á skotið en setur boltann yfir markið úr úrvalsfæri.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestinir koma okkur af stað á ný
45. mín
Hálfleikur
Þessum fyrri hálfleik er það með lokið.

Lítið meira um hann að segja satt að segja. Vonumst eftir meira fjöri í þeim síðari.
45. mín
Uppbótartími er að lágmarki tvær mínútur.
44. mín
Aníta Lind fer niður i eigin vítateig og heldur um hnéð. Virðist vera nokkuð kvalin. Vonum að þetta sé ekkert alvarlegt.

Stendur á fætur og virðst í lagi sem er vel.
40. mín Gult spjald: Jonathan Glenn (Keflavík)
Glenn er verulega ósáttur við eitthvað og lætur dómarteymið heyra það. Skilaboðin frá Arnari eru skýr, One more and you are out
38. mín
Melanie í kjörstöðu að sleppa í gegn. Getur skotið á markið þar sem Birta er ekki í markinu en kýs að fara nær. Erna Guðrún vinnur vel til baka og hirðir af henni boltann.
37. mín
Víkingar með ágæta útfærslu á hornspyrnu. Fyrirgjöfin kemur frá Sigdísi en Vera slær boltann f?á
36. mín Gult spjald: Elianna Esther Anna Beard (Keflavík)
Stöðvar skyndisókn og uppsker gult
31. mín
Það er lítið sem ekkert að gerast á vellinum, boltinn gengur liða á milli á miðjunni en liðin ekki að skapa sér neitt.
24. mín
Sigdís Eva reynir
Fær boltann upp vinstra megin. Leikur inn á völlinn og reynir að snúa boltann í fjærhornið frá vítateigshorni. Ekki galin tilraun en framhjá fer boltinn.
22. mín
Mjög rólegt yfir þessu.
Algjört jafnræði með liðunum og hart barist á vellinum. Lítið um færi heilt yfir þó.
16. mín
Krístín Erla stálheppin. Tapar boltanum á hættulegum stað fyrir fætur Saorla. Erna Guðrún hreinsar upp eftir hana.
14. mín
Sigdís Eva með bolta fyrir markið, skapast smá hætta en gestirnir hreinsa á endanum.
11. mín
Færi! Alma Rós í dauðafæri eftir hornspyrnu.

Boltinn dettur fyrir hana í teignum en skot hennar rétt yfir markið. Heimakonur mjög heppnar þarna.
7. mín
Keflavík að ógna
Kristrún Ýr með alvöru tæklingu víð vítateig Víkings. Boltinn berst út á hægri væng og er settur fyrir markið.
Sigurbjörg Diljá mætir í hlaupið á fjær en fyrirgjöfin aðeins of há fyrir hana.
5. mín
Þetta fer rólega af stað hérna. Barningur á miðjunni það sem fyrir augu ber.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Vikinni. Það eru heimakonur sem sparka okkur af stað hér
Fyrir leik
Dómari og fylgifiskar
Arnar Ingi Ingvarsson er með flautuna í leik dagsins. Honum til aðstoðar eru Smári Stefánsson og Ragnar Arelíus Sveinsson.
Fjórði dómari er Hallgrímur Viðar Arnarson og eftirlitsmaður KSÍ er Þorsteinn Ólafs.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spáð í spilin Hetjan úr sigri landsliðsins gegn Austurríki, Hildur Antonsdóttir skoraði sigurmarkið, er spámaður umferðarinnar.

Víkingur 2 - 0 Keflavík

Ef fólk er í leita af sumrinu á Íslandi ættu þau að skella sér á leikinn í Víkinni, það er alltaf gott veður þar. Víkingur nýtir sér heimavöllinn vel og munu taka 3 stig úr þessum leik. Það verður of mikið logn í Fossvoginum fyrir Keflavík svo það mun taka þær tíma til að komast inní leikinn. Á þeim tíma verður Sigdís og Selma Dögg Fyrirliði búnar að setja sitthvort markið. Leikurinn endar 2-0.

Mynd:Hildur lék með HK/Víking hluta úr tímabilinu 2018 Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Liðin hafa aðeins mæst þrisvar sinnum í opinberum leikjum á vegum KSÍ og hefur Keflavík unnið alla leiki liðanna til þessa. Markatalan úr þeim viðureignum er 12-4 Keflavík í vil. Það á þó aðeins við þegar Víkingur hefur leikið undir eigin merki.

Ef viðureignir sameiginlegs liðs HK/Víkings og Keflavíkur eru svo skoðaðar jafnast tölfræðin aðeins. Þau lið mættust alls 37 sinnum í mótum á vegum KSÍ. HK/Víkingur hafði sigur tólf sinnum, átta sinnum skildu liðin jöfn og sautján viðureignir vann Keflavík. Markatalan þar 62-72 Keflavík í vil.

Mynd:Úr leik Keflavíkur og HK/Víkings 2008 - Sölvi Logason
Fyrir leik
Víkingur
Lið Víkings hefur farið ágætlega af stað í mótinu til þessa en nýliðarnir sitja í fimmta sæti deildarinnar með átta stig fyrir leiki dagins. Víkingur á þó enn eftir að vinna heimaleik í deildinni en báðir sigrar liðsins gegn Stjörnunni og Þrótti hafa komið á útivelli. Staðreynd sem þær vilja eflaust breyta.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Gestirnir úr Keflavík komu sér á blað í deildinni í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Þá hafði liðið 1-0 sigur á liði Þróttar í Keflavík og sótti sín fyrstu stig eftir að hafa tapað fyrstu fimm leikjum sínum í mótinu og skildi þar með Þrótt eftir í botnsæti deildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Fyrir leik
Hamingjan heilsar á laugardegi.
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Víkings og Keflavíkur í Bestu deild kvenna. Flautað verður til leiks á Heimavelli hamingjunnar klukkan 14.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Vera Varis (m)
Caroline Mc Cue Van Slambrouck
5. Susanna Joy Friedrichs
10. Saorla Lorraine Miller
11. Kristrún Ýr Holm (f)
14. Alma Rós Magnúsdóttir ('96)
15. Sigurbjörg Diljá Gunnarsdóttir ('80)
17. Elianna Esther Anna Beard ('89)
21. Melanie Claire Rendeiro
22. Salóme Kristín Róbertsdóttir
24. Anita Lind Daníelsdóttir

Varamenn:
3. Júlía Björk Jóhannesdóttir
4. Eva Lind Daníelsdóttir ('89)
6. Kamilla Huld Jónsdóttir
8. Anita Bergrán Eyjólfsdóttir ('96)
20. Brynja Arnarsdóttir
25. Gunnhildur Hjörleifsdóttir
99. Regina Solhaug Fiabema

Liðsstjórn:
Jonathan Glenn (Þ)
Þorgerður Jóhannsdóttir
Marín Rún Guðmundsdóttir
Elfa Karen Magnúsdóttir
Örn Sævar Júlíusson
Guðrún Jóna Kristjánsdóttir
Anna Arnarsdóttir

Gul spjöld:
Elianna Esther Anna Beard ('36)
Jonathan Glenn ('40)

Rauð spjöld: