Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Dalvík/Reynir
0
0
Keflavík
Amin Guerrero Touiki '42
15.06.2024  -  14:00
Dalvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Maður leiksins: Þröstur Mikael Jónasson (Dalvík/Reynir)
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
4. Alejandro Zambrano Martin
5. Freyr Jónsson
6. Þröstur Mikael Jónasson
7. Björgvin Máni Bjarnason ('46)
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
19. Áki Sölvason
21. Abdeen Temitope Abdul
23. Amin Guerrero Touiki
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
2. Björn Ísfeld Jónasson
9. Jóhann Örn Sigurjónsson
11. Viktor Daði Sævaldsson
16. Tómas Þórðarson
25. Elvar Freyr Jónsson
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('46)

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Aron Máni Sverrisson
Guðmundur Heiðar Jónsson
Sinisa Pavlica
Nikola Kristinn Stojanovic

Gul spjöld:
Alejandro Zambrano Martin ('91)

Rauð spjöld:
Amin Guerrero Touiki ('42)
@Johannthor21 Jóhann Þór Hólmgrímsson
Skýrslan: Neðanbeltiskrókur á Dalvík
Hvað réði úrslitum?
Keflvíkingar voru alls ekki rétt stilltir í dag og Ásgeir Orri Magnússon markvörður liðsins bjargaði því að liðið fór með stig frá Dalvík þegar hann varði frá Abdeen Abdul þegar hann var sloppinn í gegn undir lok leiksins
Bestu leikmenn
1. Þröstur Mikael Jónasson (Dalvík/Reynir)
Var öryggið uppmálað í liði Dalvíkur/Reynis. Frábær frammistaða heilt yfir.
2. Ásgeir Orri Magnússon (Keflavík)
Dalvíkingar voru hættulegir í skyndisóknum sínum. Heimamenn komust í dauðafæri undir lok leiksins og Ásgeir bjargaði því að sínir menn komust heim með eitt stig.
Atvikið
Það er nokkuð ljóst að það er punghöggið. Gersamlega galið hjá Amin Guerrero Touiki að kýla Gunnlaug Fannar í punginn. Gunnlaugur augljóslega sárþjáður og þurfti að fara af velli vegna verkja snemma í síðari hálfleik.
Hvað þýða úrslitin?
Tvö stig skilja liðin að í 6. og 8. sæti. Keflvíkingar verið flottir undanfarið, stórsigur á Leikni og frábær frammistaða gegn Val í bikarnum svo þeir eru mjög svekktir með úrslitin í dag. Dalvík/Reynir enn ósigrað á heimavelli, einn sigur og þrjú jafntefli.
Vondur dagur
Það er Amin Guerrero Touiki. Eins og ég segi, galin hegðun og hann setur sína menn í erfiða stöðu þar sem Keflvíkingar höfðu verið með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum. Dalvíkingum virðist þó líða ágætlega manni færri.
Dómarinn - 6
Þetta var ekkert frábær frammistaða en ekkert sem hafði stór áhrif á leikinn. Stærsta atvikið er punghöggið fræga. Twana sá ekki atvikið en AD2 sá það og virtist bregðast seint við því. Þegar hann fer að ræða við Twana er Gunnlaugur búinn að fá gult þar sem hann brást eðlilega illa við að fá ekkert út úr þessu. Það var eitthvað sem hefði getað verið komið í veg fyrir.
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson
7. Mamadou Diaw ('80)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('80)
10. Dagur Ingi Valsson
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('50)
25. Frans Elvarsson (f) ('63)
26. Ásgeir Helgi Orrason
99. Valur Þór Hákonarson ('63)

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson ('50)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('80)
17. Óliver Andri Einarsson ('80)
19. Edon Osmani ('63)
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('63)

Liðsstjórn:
Hólmar Örn Rúnarsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('40)
Stefán Jón Friðriksson ('46)
Axel Ingi Jóhannesson ('57)
Edon Osmani ('65)
Nacho Heras ('85)
Óliver Andri Einarsson ('90)

Rauð spjöld: