Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
   fim 20. júní 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði
Powerade
Jonathan David í leik með Kanada.
Jonathan David í leik með Kanada.
Mynd: EPA
Amrabat vill ekki snúa aftur til Fiorentina.
Amrabat vill ekki snúa aftur til Fiorentina.
Mynd: EPA
Liverpool er sagt vilja Michael Olise.
Liverpool er sagt vilja Michael Olise.
Mynd: Getty Images
Bayern vill Simons.
Bayern vill Simons.
Mynd: EPA
Það er heldur betur gómsætur dagur á EM í dag. Slóvenía - Serbía, Danmörk - England og Spánn - Ítalía. En meðan við bíðum er upplagt að skoða slúðrið!

Manchester United er að efla leit sína að liðsstyrk en Jonathan David (24) framherji Lille er ofarlega á listanum. (inews)

Viðræður voru komnar af stað hjá Manchester United um að fá franska varnarmanninn Jean-Clair Todibo (24) frá Nice en ekki er útlit fyrir kaupin vegna reglna UEFA um eignarhald á félögum. (Fabrizio Romano)

Manchester United lítur ekki á það sem forgangsatriði að framlengja samninginn við Bruno Fernandes (29) þrátt fyrir að portúgalski miðjumaðurinn hafi verið orðaður við Bayern München og Inter. (Manchester Evening News)

Sofyan Amrabat (27) miðjumaður Marokkó hefur tilkynnt Fiorentina að hann vilji ekki snúa aftur til félagsins eftir að hafa verið á láni hjá Manchester United á síðasta tímabili. (Athletic)

Ítalska félagið Lazio hefur rætt við Manchester United um mögulegt 30 milljóna punda tilboð í sóknarleikmanninn Mason Greenwood (22) sem var á láni hjá Getafe á liðnu tímabili. (Mail)

Juventus og Napoli vilja einnig fá Greenwood. (Independent)

Arsenal gæti hugsað sér að bjóða Newcastle að fá leikmann auk greiðslu fyrir brasilíska miðjumanninn Bruno Guimaraes (26). (Football Transfers)

Liverpool stefnir á að skáka Chelsea og Manchester United í baráttu um franska kantmanninn Michael Olise (22) hjá Crystal Palace. (Football Transfers)

Tottenham er að vinna Aston Villa í baráttunni um bandaríska miðjumanninn Weston McKennie (25) hjá Juventus. (Football Insider)

Juventus er nálægt því að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (26) frá Aston Villa í samkomulagi sem mun sjá til þess að enski kantmaðurinn Samuel Iling-Junior (20) fer öfuga leið. (Gazzetta dello Sport)

Spánverjinn Nico Williams (21) hjá Athletic Bilbao heldur áfram að dreyma um Barcelona þrátt fyrir að hafa rætt við Aston Villa, Arsenal, Liverpool og Newcastle United. (HITC)

Matty Cash (26) hjá Aston Villa er undir smásjá AC Milan en nú eru keppinautar þeirra í Inter að skoða pólska hægri bakvörðinn sem hugsanlegan staðgengil fyrir hollenska varnarmanninn Denzel Dumfries (28). (Sky Sport Ítalíu)

Chelsea hefur áhuga á bæði Samu Omorodion (20), spænskum framherja Atletico Madrid, og Jhon Duran (20), kólumbískum framherja Aston Villa, en mun aðeins geta fengið annan þeirra (Fabrizio Romano)

Bayern Munchen hefur sett Xavi Simons (21) miðjumann Paris St-Germain efstan á sinn óskalista en þarf að borga um 100 milljónir evra fyrir hollenska landsliðsmanninn. (Bild)

West Ham stendur frammi fyrir baráttu um að halda Mohammed Kudus (23) en Sádi-arabíska félagið Al-Ittihad hefur áhuga á ganverska kantmanninum. (ESPN)

Leicester City og Fulham hafa mikinn áhuga á Edoardo Bove (22) leikmanni Roma en Everton og Bournemouth eru komin lengra í vinnu sinni í að fá ítalska miðjumanninn. (HITC)

Brighton gæti komið í veg fyrir tilraunir Stuttgart til að fá þýska framherjann Deniz Undav (27) til frambúðar vegna endurkaupaákvæðis í samningi leikmannsins. (90 mín)

Southampton er líklegast til að fá Flynn Downes (25) frá West Ham eftir að hafa fengið enska miðjumanninn lánaðan á síðustu leiktíð. (GiveMeSport)

Fulham ætlar að bjóða brasilíska miðjumanninum Willian (35) nýjan eins árs samning eftir góða frammistöðu fyrir félagið á síðasta tímabili. (Sun)
Athugasemdir
banner
banner
banner