Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Stjarnan
1
4
Þór/KA
Hrefna Jónsdóttir '6 1-0
1-1 Sandra María Jessen '30
1-2 Hildur Anna Birgisdóttir '47
1-3 Margrét Árnadóttir '49
1-4 Sandra María Jessen '69
15.06.2024  -  16:00
Samsungvöllurinn
Besta-deild kvenna
Dómari: Stefán Ragnar Guðlaugsson
Áhorfendur: 105
Maður leiksins: Hildur Anna Birgisdóttir
Byrjunarlið:
83. Erin Katrina Mcleod (m)
2. Sóley Edda Ingadóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir ('67)
10. Anna María Baldursdóttir (f)
15. Hulda Hrund Arnarsdóttir
16. Caitlin Meghani Cosme
19. Hrefna Jónsdóttir ('67)
21. Hannah Sharts ('76)
23. Gyða Kristín Gunnarsdóttir ('67)
26. Andrea Mist Pálsdóttir ('76)

Varamenn:
1. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving (m)
7. Henríetta Ágústsdóttir ('76)
17. Fanney Lísa Jóhannesdóttir ('67)
22. Esther Rós Arnarsdóttir ('67)
30. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir ('67)
39. Katrín Erla Clausen ('76)

Liðsstjórn:
Kristján Guðmundsson (Þ)
Rajko Stanisic
Hilmar Þór Hilmarsson
Benjamín Orri Hulduson
Hulda Björk Brynjarsdóttir
Vignir Snær Stefánsson

Gul spjöld:
Hulda Hrund Arnarsdóttir ('82)

Rauð spjöld:
@saevarthor02 Sævar Þór Sveinsson
Skýrslan: Akureyrarsigur í bongóblíðu
Hvað réði úrslitum?
Þór/KA kom einfaldlega miklu betur út í seinni hálfleikinn og uppskar sigurinn þar. Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik, Þór/KA þó aðeins betri. Hildur Anna kom einfaldlega Þór/KA á bragðið með marki sínu beint úr hornspyrnu og þá fannst mér Þór/KA tvíeflast töluvert á meðan Stjarnan missti dampinn.
Bestu leikmenn
1. Hildur Anna Birgisdóttir
Hildi er skipt inn á völlinn í byrjun seinni hálfleiks og setur strax sitt mark á leikinn með því að skora beint úr hornspyrnu og leggja síðan upp þriðja markið stuttu seinna eftir aðra hornspyrnu. Var virkilega öflug á miðjunni í seinni hálfleiknum.
2. Sandra María Jessen
Hundrað marka konan var mjög góð í dag. Eins og flestallir vita þá er hún einn besti leikmaður deildarinnar og hún sýndi það svo sannarlega í dag.
Atvikið
Hér fær maður smá valkvíða. Hvort er atvikið hundraðasta mark Söndru í efstu deild eða hornspyrnumark Hildar? Ég ætla að vera mjög dipló og segja að bæði atvikin hafi verið atvik leiksins.
Hvað þýða úrslitin?
Bæði lið eru ennþá í sama sæti og fyrir leik, Þór/KA í 3. sæti og Stjarnan í 5. sæti, en það eru hins vegar þrír leikir á dagskrá í deildinni á morgun. Sigurinn er hins vegar mikilvægur fyrir Þór/KA ef þær ætla sér að vera í toppbaráttunni við Val og Breiðablik þar sem þú mátt ekki stíga feilspor.
Vondur dagur
Allt Stjörnuliðið kemur gríðarlega illa inn í seinni hálfleikinn og tapar leiknum á fyrstu mínútum hans. Í báðum hornspyrnunum sem var skorað mark úr voru leikmenn hálfsofandi og það getur ekki verið auðvelt að gíra sig upp fyrir restina af leiknum eftir þetta.
Dómarinn - 7
Ágætur leikur hjá Stefáni og hans teymi. Þurfti ekki að taka neinar stórar ákvarðanir en ég var ósammála í nokkrum atvikum. Það breytti hins vegar ekki miklu.
Byrjunarlið:
12. Shelby Money (m)
10. Sandra María Jessen (f)
14. Margrét Árnadóttir
15. Lara Ivanusa ('77)
16. Lidija Kulis
17. Emelía Ósk Kruger ('46)
18. Bríet Jóhannsdóttir
19. Agnes Birta Stefánsdóttir ('83)
20. Bryndís Eiríksdóttir
22. Hulda Ósk Jónsdóttir ('66)
24. Hulda Björg Hannesdóttir

Varamenn:
1. Harpa Jóhannsdóttir (m)
2. Angela Mary Helgadóttir ('83)
3. Kolfinna Eik Elínardóttir
6. Hildur Anna Birgisdóttir ('46)
7. Amalía Árnadóttir ('66)
13. Sonja Björg Sigurðardóttir ('77)

Liðsstjórn:
Jóhann Kristinn Gunnarsson (Þ)
Lára Einarsdóttir
Haraldur Ingólfsson
Sandra Sigurðardóttir
Unnar Þór Garðarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: