Zirkzee, Yoro og Branthwaite orðaðir við Man Utd - Arsenal mun framkvæma læknisfræðilegt mat á Neto
Fylkir
1
4
Valur
0-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir '11
0-2 Amanda Jacobsen Andradóttir '53
0-3 Jasmín Erla Ingadóttir '62
Abigail Patricia Boyan '82 , víti 1-3
1-4 Berglind Rós Ágústsdóttir '88
16.06.2024  -  16:00
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Meiriháttar1
Dómari: Jens Elvar Sævarsson
Áhorfendur: 207
Maður leiksins: Jasmín Erla Ingadóttir
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('72)
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f) ('72)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir ('62)
25. Kayla Bruster
27. Þórhildur Þórhallsdóttir ('88)

Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic ('62)
10. Klara Mist Karlsdóttir ('72)
13. Kolfinna Baldursdóttir ('72)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir ('88)
24. Katrín Sara Harðardóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir

Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þá er þetta búið!

Valskonur fara með stigin þrjú heim að Hlíðarenda.

Skýrsla og viðtöl birtast inn á síðunni innan skamms.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
91. mín
+3 í uppbót
90. mín
207 áhorfendur
88. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir) Út:Þórhildur Þórhallsdóttir (Fylkir)
88. mín MARK!
Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Berglind að klára þetta fyrir Val! Litla afgreiðslan!

Fær boltan fyrir utan D-boga Fylkis og tekur skiptið í fyrsta. Bíllinn virðist svífa bara yfir Tinnu í markinu og í hornið fjær!
83. mín
Inn: () Út: ()
83. mín
Inn:Anna Rakel Pétursdóttir (Valur) Út:Camryn Paige Hartman (Valur)
82. mín Mark úr víti!
Abigail Patricia Boyan (Fylkir)
Skorar með herkju! Fanney fer í rétt horn og er í boltanum en skiptið var bísna fast!
81. mín
Fylkir að fá víti!
80. mín
Leikurinn hefur aðeins róast. Þetta snýst núna bara um að sigla þessu örugglega heim hjá Val og að halda andliti hjá Fylki.
72. mín
Inn:Kolfinna Baldursdóttir (Fylkir) Út:Eva Rut Ásþórsdóttir (Fylkir)
72. mín
Inn:Klara Mist Karlsdóttir (Fylkir) Út:Guðrún Karítas Sigurðardóttir (Fylkir)
69. mín
Amanda tekur spyrnuna á fjærstöngina sem Fylkiskonur verjast vel.
69. mín
Valskonur að fá hornspyrnu Klaufagangur í uppspili Fylkis
66. mín
Amanda tekur spyrnuna sem fer rétt yfir markið.
65. mín
Valskonur að fá aukaspyrnu á hættulegum stað
62. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
62. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
62. mín
Inn:Marija Radojicic (Fylkir) Út:Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
62. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Stoðsending: Amanda Jacobsen Andradóttir
Þá ætti þetta að vera game over! Frábær sending inna teit Fylkis frá Amöndu á Jasmín. Jasmín gerir eiginlega enn betur að klára færið og kemur gestunum yfir í 3-0!
58. mín
Amanda tekur spyrnuna inn á teiginn sem Tinna kemst út í.
58. mín
Valur að fá hornspyrnu!
53. mín MARK!
Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
Það lá í loftinu! Þær voru búnar að hóta þessu og þarna kom annað markið!

Fanndís með fyrirgjöf inn á teiginn sem Fylkiskonur hreinsa beint á Amöndu sem var fyrir utan teig Fylkis. Hún tekur hann niður fyrir sig og klárar glæsilega í fjærhornið.

Risamark fyrir Val!
48. mín
Fylkiskonur verjast horninu vel og bægja hættunni frá
48. mín
Valur að fá horn!
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Það eru gestirnir sem byrja þetta fyrir okkur á ný!
45. mín
Hálfleikur
Þá hefur Jens, sem hefur dæmt þetta vel í dag, flautað til hálfleiks.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori.
45. mín
+1 í uppbót
45. mín
Fanndís að gera enn eina ferðina góða hluti úti vinstra meginn. Skot á markið sem Tinna ver þægilega í marki Fylkis.
41. mín
Abigail með sendingu inn á teiginn úr aukaspyrnu. Eftir þaö myndast mikið klafs inni á teignum. Valskonur gera vel og Fanney handsalar boltann að lokum.
37. mín
Jasmín í færi! Fanndís með gullfallega sendingu í gegn á Jasmín. Hún er komin þá ein í gegn en Tinna ver glæsilega í marki Fylkis.
28. mín
Amanda sleppur ein í gegn en Tinna ver glæsilega frá henni. En flaggið fór á loft að lokum.
27. mín
Gestirnir sækja! Fanndís með alvöru sprett inn á völlinn og tekur skiptið rétt framhjá
24. mín
Jasmín með skot fyrir utan teig Fylkis sem fer rétt framhjá eftir slaka sendingu frá Þórhildi í vörn Fylkis.
20. mín
Leikurinn hefur núna aðeins róast. Fylkiskonur eru hægt og bítandi að vinna sig aftur inn í leikinn.
14. mín
Kate Cousins með skot í fyrsta fyrir utan teig Fylkis sem fer beint á Tinnu í markinu.
13. mín
Gestirnir sækja Fanndís gerir vel uti vinstra meginn og keyrir inn á teiginn með boltann. Hún kemur blóta um fyrir en Tinna gerir vel og kemst í boltann.
11. mín MARK!
Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
Stoðsending: Jasmín Erla Ingadóttir
Þvílíkt harðfylgi! Gestirnir eru linnir yfir eftir afar rólega byrjun á leiknum.

Jasmín og Ísabella spila vel á milli sín inni á teig Fylkis. Ísabella kemst þá ein í gegn en er með varnarmann hangandi í sér. Hún er við það að missa jafnvægið þegar hún nær að hrista hana af sér og potar bikarnum framhjá Tinnu í marki Fylkis.

Þvílíkt harðfylgi þarna hjá Ísabellu!
10. mín
Gestirnir sækja Ísabella Sara með hættulega fyrirgjöf inn á teig Fylkis sem heimakonur hreinsa frá.

Sóknarpressa Vals heldur áfram.
5. mín
Ekkert að frétta héðan úr Árbæ eftir þessar upphafsmínútur. Bæði lið skiptast á að hald í boltann.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta byrjað og það eru Fylkiskonur sem byrja með boltann en þær sækja í átt að Breiðholti á meðan gestirnir sækja í átt að Esjunni.

Fylkiskonur leika í appelsínugulum treyjum, svörtum stuttbuxum og appelsínugulum sokkum.

Gestirnir leika í svörtum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum í dag.
Fyrir leik
Styttist Liðin ganga þá til vallar og gera sig klár í slaginn.
Fyrir leik
Fylkismenn byrjaðir að hita upp fyrir leikinn í Hamburg
Fyrir leik
Guðrún spáir í spilin Guðrún Árnadóttir, landsliðskona og fleira, fékk það erfiða verkefni að spá fyrir komandi leiki í þeirri lang Bestu.

Fylkir 1 - 4 Valur (16:00 í dag)
Þetta verður erfiður leikur fyrir Fylkiskonur. Valskonur vilja halda áfram að anda í hálsmálið á blix og mæta í fimmta gír strax frá upphafi. Ef Amanda spilar þá setur hún líklega tvö mörk og kemur með tvær stoðsendingar, eina fyrir Fanndísi og eina hornspyrnu beint á hausinn á Önnu Björk. Fylkir skorar svo sárabótamark á lokamínútunum.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Þriðja liðið Það er hann Jens Elvar Sævarsson sem fær það skemmtilega verkefni að dæma þennan leik. Honum til halds og traust verða þeir Guðni Freyr Ingvason og Eydís Ragna Einarsdóttir. Breiðhyltingurinn Óli Njáll Ingólfsson er varadómari þessa leiks en Hjalti Þór Halldórsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Íslandsmeistararnir Valskonur byrja mótið mjög sterkt. Eftir 5 sigra í fyrstu 5 leikjunum töpuðu þær þó gegn Blikum á útivelli en unnu leikinn þar á eftir gegn Stjörnunni 4-0. Eftir tapið gegn Blikum eru Valskonur núna í 2. sætinu en Breiðablik á toppnum. Miðað við stöðuna á Val og Fylki í dag er þetta skyldusigur fyrir Valskonur ef þær vilja vera í toppbaráttunni við Blika í sumar.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fjórir tapleikir í röð Eftir að hafa byrjað mótið vel og taplausar í fyrstu þremur leikjum sumarsins hafa Fylkiskonur núna tapað fjórum leikjum í röð. Liðið er komið í fallsæti og er að fá eitt besta lið landsins til sín í heimsókn í dag. Staðan er svo sannarlega slæm fyrir Fylki í dag en maður skal þá aldrei vita ef þær koma okkur á óvart í dag.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Sú lang Besta! Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Fylkis og Vals í Bestu deildinni.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
3. Camryn Paige Hartman ('83)
8. Kate Cousins
9. Amanda Jacobsen Andradóttir
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('62)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('62)
29. Jasmín Erla Ingadóttir

Varamenn:
12. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir (m)
7. Elísa Viðarsdóttir
11. Anna Rakel Pétursdóttir ('83)
13. Nadía Atladóttir ('62)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('62)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: