Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Lengjudeild karla
Leiknir R.
7' 1
0
Þróttur R.
Lengjudeild karla
Afturelding
10' 0
1
Fjölnir
Lengjudeild karla
Grótta
6' 0
0
ÍR
Lengjudeild karla
Dalvík/Reynir
12' 0
1
Þór
Lengjudeild karla
Grindavík
63' 1
0
ÍBV
Lengjudeild karla
Keflavík
66' 1
1
Njarðvík
Besta-deild kvenna
Víkingur R.
67' 3
2
Stjarnan
Besta-deild kvenna
FH
71' 2
1
Tindastóll
Fram
1
2
HK
Már Ægisson '41 1-0
Brynjar Gauti Guðjónsson '69 , sjálfsmark 1-1
1-2 Þorsteinn Aron Antonsson '74
18.06.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 10° og létt gola. Sólin lætur ekki sjá sig
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 593
Maður leiksins: Atli Þór Jónasson (HK)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('76)
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson ('76)
71. Alex Freyr Elísson ('84)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('76)
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason ('76)
32. Aron Snær Ingason ('84)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('45)
Kyle McLagan ('58)
Alex Freyr Elísson ('77)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
HK vinnur í svakalegum hörku leik! Þeir voru varla með í fyrri en komu sterkir út í seinni hálfleikinn og taka 3 stig með sér í Kópavoginn.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
93. mín
Dauðafæri!!! en rangur Haraldur Einar með svakalega sendingu inn á teiginn þar sem Gummi Magg er í dauðafæri. Hann þarf að teygja sig í boltan þannig skotið fer framhjá en Gummi var hvort sem er rangur.
91. mín
Már með háan bolta inn í teig og Gummi reynir skallan en nær engum krafti í hann og Arnar tekur þennan bolta nokkuð auðveldlega.

5 mínútur í uppbót.
84. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Alex Freyr Elísson (Fram)
83. mín
Tvö horn í röð núna hjá Fram, fyrra var skallað frá og seinna var hættulegt. Boltinn barst óvænt á fjær þar sem Alex fær boltan eiginlega bara í sig og svo fer hann rétt framhjá.
80. mín
Þrjú horn frá Fram í röð og fyrstu tvær eru skallaðar frá. Sú þriðja fer beint á Gumma Magg sem skallar í slánna. Sóknin heldur svo áfram og Fram fær aukaspyrnu. Haraldur setur boltan inn í teiginn þar sem Gummi er aftur líklegur en hann rétt missir af boltanum og Arnar nær að hrifsa hann til sín.
77. mín Gult spjald: Alex Freyr Elísson (Fram)
76. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Freyr Sigurðsson (Fram)
76. mín
Inn:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram) Út:Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
74. mín MARK!
Þorsteinn Aron Antonsson (HK)
Stoðsending: Atli Þór Jónasson
HK-ingar komnir yfir!!!! Nunn með hornspyrnu fyrir fram sem kemur á fjærstöngina þar sem risinn Atli Þór skallar boltan niður. Þorsteinn tekur svo bakfallspyrnu svona meter frá markinu og nær að koma boltanum í netið!
73. mín
Flott fyrirgjöf hjá Nunn inn í teig og Arnþór nær góðum skalla þar sem Ólafur þarf að hafa sig allan við til að verja boltan!
69. mín SJÁLFSMARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
HK jafnar!!! Birnir gerir rosalega vel út á vinstri kant þar sem hann fer framhjá einum og keyrir inn á teig. Hann reynir fyrirgjöfina sem fer í Brynjar og lekur í fjærhornið.
68. mín
Inn:Brynjar Snær Pálsson (HK) Út:Ívar Orri Gissurarson (HK)
66. mín Gult spjald: Leifur Andri Leifsson (HK)
Stoppar skyndisókn.
62. mín
HK með sína fyrstu hornspyrnu í leiknum. Það er góður bolti inn á teig sem Ívar nær til. Hann tekur skallan en yfir markið.
61. mín
Þvílíkt skot! HK með innkast en missa boltan strax til Framara. Fred tekur þá skotið fyrir utan teig, alveg þrumuskot sem Arnar rétt nær að blaka yfir.

Helgi Mikael dæmir hinsvega markspyrnu og það pirrar heldur betur Framara.
58. mín Gult spjald: Kyle McLagan (Fram)
58. mín Gult spjald: Atli Hrafn Andrason (HK)
Atli missir þarna af boltanum og bombar bara í Brynjar Gauta. Framarar verða svo alveg brjálaðir og Kyle fær sitt gula út af sínum viðbrögðum.
55. mín
Góður bolti fyrir hjá Birni beint á kollinn á Atla Þór. Skallinn hans fer hinsvegar yfir markið.
52. mín
Hættuleg hornspyrna hjá Fram. Fred setur boltan inn í teig og Þorsteinn Aron nær að skalla frá en boltinn flýgur bara rétt framhjá markinu og það er annað horn. Boltinn kemur aftur inn í þvöguna en það kemur ekkert úr þessu horni.
51. mín
Inn:Atli Þór Jónasson (HK) Út:Hákon Ingi Jónsson (HK)
50. mín Gult spjald: Kristján Snær Frostason (HK)
Svakalega ljót tækling, hoppar upp með báða fætur á undan sér í skærihreyfingu. Ég held að þetta hefði léttilega getað verið með öðrum lit.
46. mín Gult spjald: Ívar Orri Gissurarson (HK)
Leikurinn stöðvaður þar sem bæði Hákon og Adam liggja meiddir í grasinu út af mismunandi árekstrum. Hákon stendur fljótt upp en Adam liggur enn eftir og þarf aðhlynningu.

Ívar fær gult fyrir annað sem ég sá ekki.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Framarar leiða verðskuldað í hálfleik. Það var frekar dauft yfir þessu fyrstu 40 mínúturnar, Fram mikið með boltan en ekki að skapa mikið hættulegt. Svo lifnaði heldur betur yfir þessu Fram skorar og HK fær líka færi. Vonandi verður seinni hálfleikurinn meira eins og þessar síðustu 5 mínútur.

Sjáumst eftir korter.
45. mín Gult spjald: Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
Á fyrst alveg stórkostlega tæklingu, HK vinnur boltan aftur og þá kippir hann niður manninn.
45. mín
Fred sveiflar boltanum inn í teig úr horninu en HK skallar frá.

Uppbótartíminn er 2 mínútur.
45. mín
Tryggvi með fínt skot fyrir utan teig, fer í varnarmann og Fram á horn.
43. mín
Dauðafæri fyrir HK! Arnþór Ari sprettist upp hægri kantinn og setur góðan bolta fyrir þar sem Birnir og Hákon eru báðir dauða fríir inn í teig. Þeir hinsvegar flækjast bara fyrir hvort öðrum og Birnir tekur skotið í Hákon og yfir.
41. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Stoðsending: Adam Örn Arnarson
Þetta var einfalt! Adam með boltan á eigin vallarhelmingi lyftir boltanum bara fram og yfir vörn HK. Már vinnur kapphlaupið um boltan og er þá kominn einn gegn markmanni. Hann rennur svo boltanum snyrtilega framhjá Arnari.
36. mín
Fín fyrirgjöf frá HK inn á teig þar sem Atli Hrafn nær skallanum en þessi bolti fer nokkuð vel yfir markið.
33. mín
Góður bolti upp vinstri kantinn á Harald sem kemur sér inn í teig. Varnarmenn HK gera hinsvegar vel í að trufla hann og koma boltanum útaf í horn.

Fred tekur hornið, setur boltan á fjær og enginn nær til boltans. Gummi Magg var ekki langt frá því en í staðinn fer boltinn aftur fyrir í markspyrnu.
30. mín
Framarar fá hornspyrnu sem Fred tekur, setur boltan stutt á Harald sem kemur boltanum á Brynjar Gauta. Hann nær einhverju hálf skoti sem endar beint á Arnari Frey.
25. mín
HK með sitt fyrsta skot á markið. Þeir fá aukaspyrnu mjög nálægt hliðarlínunni og Fred fer einn í vegg hjá Fram. Hann er fljótur að forða sér þannig Nunn reynir lúmskt skot í nær hornið en Ólafur er fljótur að hugsa og tekur þennan bolta.
23. mín
Þorsteinn Aron heppinn þarna. Missir boltan í öftustu línu og Már er nálægt því að vera bara sloppinn í gegn. Arnar gerir hinsvegar vel í markinu, kemur út og tekur boltan.
16. mín
Hröð sókn hjá Frömurum. Boltinn kemur langur fram og Fred nær skoti inn í teig sem fer í varnarmann og útaf, Fram á horn. Hornið kemur fyrir en fer bara beint afturfyrir.

Þá er leikurinn stoppaður til að taka flautu af einhverjum í stúkunni.
15. mín
Framarar töluvert betri aðilinn þessar fyrstu mínútur. Pressa hátt og HK kemst lítið einn á vallarhelming Framara.
9. mín
Gott skallafæri! Fred keyrir upp vinstri kantinn með mann í sér allan tíman en hann gerir svakalega vel í að halda honum frá sér. Hann kemur sér upp að endalínu og setur boltan fyrir markið þar sem Gummi Magg stekkur upp og tekur skallan en beint á Arnar í markinu sem er ekki í vandræðum með að verja.
6. mín
Haraldur með frábæra sendingu milli manna inn á teig þar sem Már er í fínu færi. Hann tekur skotið en í varnarmann og Fram fær hornspyrnu. Þeir setja boltan í teiginn úr horninu en HK skallar frá.
4. mín
Uppstilling HK 3-4-3
Arnar
Birkir - Leifur - Þorsteinn
Kristján - Arnþór - Ívar - Nunn
Atli - Hákon - Birnir
2. mín
Uppstilling Fram 3-5-2
Ólafur
Adam - Kyle - Brynjar
Alex - Freyr - Tryggvi - Fred - Haraldur
Már - Guðmundur

Áhugavert að Már sé upp á topp, hann hefur mest spilað bakvörð á þessu tímabili.
1. mín
Leikur hafinn
Helgi Mikael flautar leikinn af stað og það eru Framar sem byrja með boltan.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn Rúnar Kristinsson þjálfari Fram gerir 3 breytingar á sínu liði frá því þeir mættu KA í bikarnum. Þorri Stefán Þorbjörnsson og Viktor Bjarki Daðason setjast á bekkinn en Tiago Fernandes er ekki í hóp í dag. Inn fyrir þá koma Brynjar Gauti Guðjónsson, Freyr Sigurðsson og Már Ægisson.

Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK gerir einnig 3 breytingar á sínu liði. Brynjar Snær Pálsson og Magnús Arnar Pétursson setjast á bekkinn en Eiður Gauti Sæbjörnsson meiddist í síðasta leik. Fyrir þá koma Ívar Orri Gissurarson Birnir Breki Burknason og Hákon Ingi Jónsson.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 keppnisleikjum sem þessi lið hafa spilað hafa Framarar unnið 4 leiki, HK unnið 4 leiki og liðin skilið jöfn tvisvar. Markatalan í leikjunum er þannig að Framarar eru með 13 mörk og HK 16 mörk.

18.09.23 HK - Fram 1-1
28.06.23 Fram - HK 3-2
16.04.23 HK - Fram 1-1
07.09.18 Fram - HK 1-4
27.06.18 HK - Fram 1-0
15.07.17 Fram - HK 2-3
05.05.17 HK - Fram 1-2
28.04.17 HK - Fram 0-1 (bikar)
01.09.16 Fram - HK 2-1
30.06.16 HK - Fram 2-0
Fyrir leik
Spámaðurinn Atvinnumaðurinn, landsliðsmaðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson er sérlegur spámaður okkar í þessari umferð en hann hafði þetta að segja um þennan leik.

Fram 1 - 1 HK
Kyle setur eitt með skalla og Leibbsi með langskot.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson mun dæma þennan leik en honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Eðvarð Eðvarðsson.

Eftirlitmaður er Ólafur Ingvar Guðfinnsson og varadómari er Twana Khalid Ahmed
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
HK búnir að tapa 3 í röð Kópavogs liðið fagnaði tveimur gríðarlega sterkum sigrum í Maí eftir að þeir höfðu farið brösulega af stað. Síðan þá hafa þeir hinsvegar farið aftur á gamla sporið og tapað þremur leikjum í röð.

21.05.24 HK - Valur 1-2
27.05.24 Fylkir - HK 3-1
02.06.24 HK - Breiðablik 0-2
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Framarar miða ekki alveg áfram Gengi Framara upp á síðkastið hefur ekki verið jafn gott og í byrjun móts. Í síðasta leik tapaði liðið sannfærandi gegn KA í bikarnum, og þá hefur liðið ekki unnið leik í deildinni síðan 5. maí gegn Fylki. Leikirnir í deildinni síðan þá hafa verið 3 jafntefli og eitt tap.

10.05.24 Stjarnan - Fram 1-1
21.05.24 Fram - ÍA 1-1
26.05.24 Fram - Breiðablik 1-4
31.05.24 FH - Fram 3-3
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikið á saladinu Gott kvöld, gott fólk, og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og HK í 10. umferð Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
3. Ívar Orri Gissurarson ('68)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
33. Hákon Ingi Jónsson ('51)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
14. Brynjar Snær Pálsson ('68)
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson
26. Viktor Helgi Benediktsson
29. Karl Ágúst Karlsson
30. Atli Þór Jónasson ('51)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Orri Gissurarson ('46)
Kristján Snær Frostason ('50)
Atli Hrafn Andrason ('58)
Leifur Andri Leifsson ('66)

Rauð spjöld: