PSG íhugar að reyna við Rashford - Dewsbury-Hall orðaður við Chelsea - Archie Gray eftirsóttur
   mið 26. júní 2024 09:32
Elvar Geir Magnússon
Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal
Powerade
Tottenham vill Eberechi Eze.
Tottenham vill Eberechi Eze.
Mynd: EPA
Johan Bakayoko er orðaður við Arsenal.
Johan Bakayoko er orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Rabiot er orðaður við Manchester United. Ekki í fyrsta sinn.
Rabiot er orðaður við Manchester United. Ekki í fyrsta sinn.
Mynd: Getty Images
Góðan og gleðilegan daginn og velkomin í slúðurheima. BBC tók saman allt það helsta úr ensku götublöðunum og víðar.

Tottenham hefur áhuga á Eberechi Eze (25), enska sóknarleikmanninum hjá Crystal Palace, og gæti horft til þess að virkja riftunarákvæði í samningi hans. (Talksport)

Brighton hefur áhuga á Kiernan Dewsbury-Hall (25), enska miðjumanninum hjá Leicester. (Telegraph)

Arsenal hefur sent fyrirspurn vegna belgíska framherjans Johan Bakayoko (21) hjá PSV Eindhoven, 21 árs. (DHNet)

Bayern München hefur enn áhuga á portúgalska miðjumanninum Joao Palhinha (28) en vantar töluvert upp á 60 milljóna punda verðmiða Fulham. (Telegraph)

Aston Villa er að íhuga að reyna við Pedro Goncalves (25) kantmann Sporting Lissabon. (A Bola)

Ipswich er í langt komið í viðræðum við enska varnarmanninn Ben Johnson (24) um að koma á frjálsri sölu þegar samningur hans við West Ham rennur út í næstu viku. (East Anglian Daily Times)

Manchester United hefur átt í viðræðum við Juventus um möguleg kaup á Adrien Rabiot (29) en mætir samkeppni frá Arsenal og Aston Villa um þennan franska miðjumann. (Teamtalk)

Nottingham Forest og Brighton hafa áhuga á Edmund Baidoo (18), kantmanni Sogndal í Noregi. (Sky Sports)

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, ætlar að skrifa undir nýjan samning við félagið. (Fabrizio Romano)

Barcelona gæti haft áhuga á að fá enska kantmanninn Jadon Sancho (24) á lánssamningi eftir að hafa átt í viðræðum við Manchester United. (Sport)

Spænski miðjumaðurinn Marc Roca (27) hjá Leeds er í viðræðum við Real Betis um varanlegan samning eftir að hafa verið á láni hjá félaginu á síðustu leiktíð. (Football Insider)

Chelsea heldur áfram að reyna að fá spænskan framherja Barcelona, ??Marc Guiu (18), og ætlar að virkja sex milljóna evra riftunarákvæði í samningi hans. (Fabrizio Romano)

West Ham er tilbúið að leyfa enska framherjanum Danny Ings (31) að yfirgefa félagið í sumar og Southampton hefur lýst yfir áhuga sínum. (Football Insider)

Tottenham hefur skákað nokkrum úrvalsdeildarfélögum með því að fá táninginn George Feene (16) frá Glentoran. Hann hefur spilað fyrir yngri landslið Norður-Írlands og Wales. (Football.London)

Barcelona hefur boðist að fá enska kantmanninn Jaden Philogene (22) lánaðan frá Hull, með möguleika á kaupum eftir tímabilið. (Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner