Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Fram
1
2
HK
Már Ægisson '41 1-0
Brynjar Gauti Guðjónsson '69 , sjálfsmark 1-1
1-2 Þorsteinn Aron Antonsson '74
18.06.2024  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: 10° og létt gola. Sólin lætur ekki sjá sig
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Áhorfendur: 593
Maður leiksins: Atli Þór Jónasson (HK)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson ('76)
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
25. Freyr Sigurðsson ('76)
71. Alex Freyr Elísson ('84)

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('76)
11. Magnús Þórðarson
14. Hlynur Atli Magnússon
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason ('76)
32. Aron Snær Ingason ('84)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Hinrik Valur Þorvaldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Brynjar Gauti Guðjónsson ('45)
Kyle McLagan ('58)
Alex Freyr Elísson ('77)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: HK sækir sinn þriðja sigur í baráttuleik
Hvað réði úrslitum?
Framarar voru miklu betra liðið í fyrri hálfleik en fóru bara með 1-0 stöðu inn í hálfleikinn. Þeir hefðu hæglega getað skorað meira en þeir áttu eftir að naga sig í handabökin að hafa ekki gert það. HK kom að krafti inn í seinni hálfleikinn. Þeir þurftu þó smá heppni til að skora fyrsta markið en fyrirgjöf Birnis Breka fór í Brynjar Gauta og inn, það var svo bakfallspyrna frá Þorsteini Aroni sem skilaði sigurmarkinu. Framarar lágu svo gríðarlega á HK í endan en þar fóru færin mikið í slá, stöng eða rétt framhjá.
Bestu leikmenn
1. Atli Þór Jónasson (HK)
Atli kom inn á af bekknum á 51. mínútu og mér fannst leikurinn gjörbreytast við það. Atli er alveg risastór og HK liðið nýtti sér það. Þeir voru að spila upp á hann vel og í sigurmarkinu sást það best. Hornspyrna kemur inn í teiginn og Atli nýtir sér hæð sína til að skalla boltan fyrir á Þorstein sem skorar.
2. Már Ægisson (Fram)
Már spilaði í sóknarlínu Framara sem þykir frekar óvenjulegt þar sem hann hefur mest spilað sem bakvörður og einstaka sinnum á miðjunni fyrir Fram. Hann leysti þetta hlutverk þó alveg rosaleg vel. Hann var lúsiðinn og nældi sér í eitt mark sem frammistaða hans verðskulaði.
Atvikið
Nokkur áhugaverð atvik í þessum leik sem tengjast dómgæslu. Áhugaverðast líkast til tæklingin hjá Kristjáni Snæ á 50. mínútu þegar staðan var ennþá 1-0. Kristján hoppar með báða fætur á undan sér í tæklingu en fær bara gult spjald. Þarna finnst mér augljóst að hann hefði átt að fá að líta rautt.
Hvað þýða úrslitin?
Framarar eru án sigurs í deildinni 5 leiki í röð og falla niður í 7. sæti. HK sækir sinn þriðja sigur á tímabilinu og eru í 9. sæti.
Vondur dagur
Gummi Magg var kannski frekar óheppinn heldur en lélegur. Hann átti nokkur mjög góð skallafæri sem skullu í slánni eða fóru bara rétt framhjá. Hann hefði viljað skora úr eitthvað af þessum færum.
Dómarinn - 4
Helgi Mikael og hans teymi voru í vandræðum í dag. Mér finnst það greinilegt að Kristján Snær á að fá rautt spjald, svo er það hægt að færa rök fyrir því að Atli Hrafn eigi líka að fá rautt spjald, og mögulega Brynjar Gauti seinna gula. Það voru einhver vítaköll en ég held að teymið hafi farið rétt með það. Svo var óþarflega mikið af litlum atvikum sem voru röng eins og að gefa ekki horn þegar markmaðurinn snerti augljóslega boltan, og alveg eins brot sem var stundum dæmt á en stundum ekki.
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
2. Kristján Snær Frostason
3. Ívar Orri Gissurarson ('68)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
33. Hákon Ingi Jónsson ('51)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
14. Brynjar Snær Pálsson ('68)
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson
26. Viktor Helgi Benediktsson
29. Karl Ágúst Karlsson
30. Atli Þór Jónasson ('51)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Orri Gissurarson ('46)
Kristján Snær Frostason ('50)
Atli Hrafn Andrason ('58)
Leifur Andri Leifsson ('66)

Rauð spjöld: