Enskur landsliðsmaður vill fara til Liverpool, Liverpool hefur ekki áhuga á galopna veskið til að fá þýskan landsliðsmann og viðræður Newcastle við eina sína helstu stjörnu ganga illa.
Marc Guehi (24), varnarmaður Crystal Palace og enska landsliðsins, myndi stökkva á það að semja við Liverpool en hefur ekki eins mikinn áhuga á að fara til Newcastle. (Football Insider)
Liverpool hefur ekki áhuga á að bjóða 100 milljónir punda í þýska miðjumanninn Florian Wirtz (21) hjá Bayer Leverkusen. (Echo)
Viðræður Newcastle við Anthony Gordon (23) um nýjan samning ganga erfiðlega. Liverpool vildi fá Gordon í sumar. (Telegraph)
Liverpool hefði hjálpað til við að fjármagna kaup á Gordon með því að selja enska varnarmanninn Joe Gomez (27) til Newcastle. (Mirror)
Newcastle vill fá Gordon til að gera nýjan samning en Arsenal er meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á þessum fyrrum leikmanni Everton. (Sun)
Efst á blaði hjá Trent Alexander-Arnold (25) er að skrifa undir nýjan samning við Liverpool en samningur hans rennur út næsta sumar. (Football Insider)
Chelsea reyndi að fá Mike Maignan (29) markvörð AC Milan í sumar en 80 milljóna evra verðmiðinn fældi félagið frá. (Corriere dello Sport)
Manchester United er að skoða mögulega kosti sem gætu tekið við liðinu í staðinn fyrir Erik ten Hag. (Teamtalk)
Fyrrum stjóri Manchester United, Ole Gunnar Solskjær, myndi segja „já alla daga vikunnar“ ef hann væri beðinn um að snúa aftur til Old Trafford sem stjóri. (ESPN)
Sean Dyche hefur gert það ljóst að hann vilji vera áfram sem stjóri Everton eftir eigendabreytingar. Hann vill leiða félagið inn á nýjan leikvang. (Telegraph)
Real Madrid fylgist með framgangi argentínska unglingalandsliðsmannsins Nico Paz (20) hjá Como. Spænska félagið gæti virkjað ákvæði um að kaupa hann til baka. (AS)
Athugasemdir