Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
Breiðablik
2
1
KA
1-0 Kári Gautason '43 , sjálfsmark
1-1 Hallgrímur Mar Steingrímsson '50
Viktor Karl Einarsson '74 2-1
Michael Charpentier Kjeldsen '92
19.06.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 9° og smá gola. Sólin ætlar ekki að láta sjá sig
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Bjarnason (Breiðablik)
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('70)
10. Kristinn Steindórsson ('70)
11. Aron Bjarnason
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson ('46)

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('70)
16. Dagur Örn Fjeldsted
20. Benjamin Stokke ('70)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('46)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Ísak Snær Þorvaldsson ('45)
Kristinn Jónsson ('58)
Oliver Sigurjónsson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar taka sigurinn hérna á heimavelli. Það var smá dramatík hérna í lokin en það nægði ekki fyrir gestina.

Skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
93. mín
Dauðafæri fyrir Viðar!!!! Langur bolti fram og Viðar er í kapphlaupi við Damir. Hann vinnur það og er kominn einn gegn markmanni en hann skýtur bara beint á Anton.
92. mín Rautt spjald: Michael Charpentier Kjeldsen (KA)
92. mín
KA fær aukaspyrnu nálægt miðlínu. Hallgrímur setur boltan inn í teig og boltinn skoppar um teiginn. ÞAð virðist enginn ætla geta náð til hans en Blikar hreinsa á endanum.
91. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Kári Gautason (KA)
91. mín
3 mínútur í uppbót.
87. mín
Sveinn Margeir með skrýtið skot sem fer víst af varnarmanni og aftur fyrir KA meinn eiga horn. Hallgrímur tekur spyrnuna og Blikar hreinsa. Elli dæmir svo sóknarbrot.

Lítið að ganga hjá KA til að reyna að jafna.
85. mín
Stokke með skot af löngu færi sem fer vel framhjá.
81. mín
Inn:Ingimar Torbjörnsson Stöle (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
79. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Stöðvar skyndisókn.
74. mín MARK!
Viktor Karl Einarsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
Virkilega vel gert hjá Viktori! Blikarnir spila sig rosalega vel í gegnum vörn KA. Aron Bjarna fær þá boltan á vinstri kantinum, hann kemur svo með lúmskan bolta inn í teig á Viktor. KA mennirnir henda sér allir fyrir boltan en Viktor tekur bara eina gabbhreyfingu til hliðar og rennir svo boltanum í netið.
72. mín
Þrettánda horn Blika í þessum leik. Það verður smá darraðardans úr þessari spyrnu en endar bara í fjórtándu hornspyrnu þeirra.

Þessi var sko hættuleg. Þeir setja boltan fyrir utan teiginn og þaðan setja þeir boltan inn í teig. Viktor Karl er þá í dauðafæri og nær skoti en enn og aftur fer það í varnarmann KA.
70. mín
Inn:Benjamin Stokke (Breiðablik) Út:Kristinn Steindórsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Patrik Johannesen (Breiðablik)
70. mín
Virkilega flottur snúningur hjá Aroni Bjarna á hægri kantinum. Hann snýr Birgi gjörsamlega af sér og nær svo skoti. Ívar gerir hinsvegar mjög vel í að fórna sér í þennan bolta og kemst fyrir.
68. mín
Sama sagan og í fyrri hálfleik, Blikar sækja stíft en sóknir þeirra enda oftast í hornspyrnum sem lítið kemur upp úr.
65. mín
Inn:Viðar Örn Kjartansson (KA) Út:Harley Willard (KA)
Ekki í hóp síðast en kemur núna inn á.
65. mín
Fín sókn frá Blikum sem endar í skoti frá Andra Rafni. Skotið í varnarmann og Blikar fá hornspyrnu.

Ekkert kemur úr henni.
63. mín
Leikurinn stöðvaður því Ásgeir liggur í grasinu og þarf aðhlynningu.
60. mín
KA menn missa boltan á hættulegum stað og Jason tekur af stað með boltan. Hann fer framhjá einum áður en hann tekur skotið en það fer frekar beint á Steinþór.
58. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
56. mín
Dauðafæri fyrir Ásgeir!!! KA menn sækja hratt og Hallgrímur fær boltan úti á vinstri kantinum. Hann setur boltan fyrir og boltinn fer einhverneginn framhjá öllum og endar á Ásgeiri sem er með galopið markið fyrir framan sig en hann skóflar boltanum yfir.
54. mín
Blikar fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig. Þeir taka skemmtilega útfærslu þar sem Kiddi Jóns rúllar boltanum aftur fyrir sig og Damir tekur þrumuskot að marki. Steinþór gerir hinsvegar vel og ver frá honum.
50. mín MARK!
Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Stoðsending: Harley Willard
KA jafnar!!!!! Sveinn Margeir þræði boltan út á hægri kant þar sem Harley er kominn í góða stöðu. Hann gefur boltan fyrir á Hallgrím sem er ódekkaður inn í teig og afgreiðslan hans snyrtileg. Hann sendir boltan bara í fjærhornið.
48. mín
Hættuleg sókn hjá Blikum. Jason tekur skot sem fer í varnarmann og boltinn skoppar svo rétt framhjá markinu. Þarna voru KA menn nálægt því að skora annað sjálfsmark.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
46. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Blikar leiða í hálfleik nokkuð verðskuldað en markið var algjör óþarfi fyrir KA menn. Það var lítið um opin færi í þessum hálfleik. Blikarnir voru búnir að sækja töluvert meira en KA búnir að standa vörnina vel. KA ógnaði inn á milli úr skyndisóknum. Þannig í heildina hefði ekki verið ósanngjarnt ef það væri markalaust í hálfleik. Vonandi bara fyrir Kára sem er að spila sitt fyrsta tímabil í efstu deild að hann komi bara með kassan út í seinni.

Sjáumst eftir korter.
45. mín Gult spjald: Ísak Snær Þorvaldsson (Breiðablik)
Rífur niður Ásgeir sem var á leiðinni í skyndisókn.
45. mín
Uppbótartími er 2 mínútur.
43. mín SJÁLFSMARK!
Kári Gautason (KA)
Þetta var svakalega pínlegt!!! Vikto Karl með flottan bolta inn fyrir vörnina og Aron Bjarna sloppinn upp hægri kantinn. Hann setur svo boltan fyrir og Kári er í mjög góðri stöðu til að hreinsa. Hann hinsvegar bara þrumar boltanum í eigið net eins og hann hafi verið að reyna að skora.

Vont fyrir þennan unga leikmann.
41. mín
Þrumuskot frá Bjarna sem fer frekar beint á Anton en það er svo fast að hann verður að kýla boltan frá. Damir kemur svo og hreinsar í hornspyrnu.

KA menn setja boltan inn í teiginn úr hornspyrnunni en enginn kemst til boltans og hann skoppar bara aftur fyrir í markspyrnu.
38. mín
Flott samspil milli Jasons og Kidda Jóns upp vinstri kantinn en KA menn er að setja allar þessar fyrirgjafir aftur fyrir og Blikar að fá fullt af hornum.

Þeir eru búnir að taka þrjú stutt horn á stuttum kafla en það kemur ekkert úr þeim.
35. mín
Flottur sprettur frá Jasoni upp hægri kantinn, hann er kominn í góða stöðu og reynir að gefa fyrir en það fer í varnarmann og aftur fyrir.

Blikar eru svo flótir að taka hornið Jason setur hann stutt á Kidda Jón sem keyrir inn á teig en hann reynir fyrirgjöf sem fer aftur í varnarmann og aftur fyrir.

Það kemur svo ekkert úr því horni.
32. mín
KA menn fá hornspyrnu sem þeir setja inn í teiginn en Blikar hreinsa. Birgir nær svo til boltans og han setur boltan aftur fyrir. Þar skallar Rodri boltan aftur fyrir markið þar sem Hans Viktor skallar að marki en rétt yfir.
29. mín
Blikar setja góðan bolta inn í teig þar sem Ísak Snær er í baráttunni. KA menn ná að hreinsa en svo liggur Ísak eftir og heldur um andlitið.

Sé ekki alveg hvað gerðist en það er allavega ekkert brot í þessu.
27. mín Gult spjald: Birgir Baldvinsson (KA)
Stoppar skyndisókn.
26. mín
KA fær hornspyrnu sem Hallgrímur Mar tekur. Hann setur boltan inn í teig en Blikar hreinsa.
25. mín Gult spjald: Bjarni Aðalsteinsson (KA)
Glæfraleg tækling
20. mín
Blikar fá hornspyrnu og Kiddi Jóns setur þennan bolta inn í teig. Hans Viktor gerir hinsvegar vel og skallar þennan frá.
19. mín
Hallgrímur tekur spyrnuna og setur boltan inn í teig á fjær. Ívar nær skallanum en það er ekki nægur kraftur í honum þannig Anton nær að grípa hann nokkuð auðveldlega.
19. mín
KA fær aukaspyrnu á fínum stað bæði fyrir fyrirgjöf eða mögulega skot frá ágætu færi.
15. mín
KA menn fljótir að vinna boltan aftur og í þetta sinn tekur Rodri skot fyrir utan teig en það fer rétt framhjá.
15. mín
KA menn ógna í fyrsta skipti. Ásgeir gerir vel í að koma boltanum upp völlinn, hann snýr sér svo við og skiptir boltanum yfir á Birgi sem tekur skotið en Anton ver vel frá honum.
11. mín
Blikar halda áfram að ógna fyrir utan teig. Þeir setja fyrst boltan fyrir og KA menn hreinsa, boltinn dettur fyrir Hallgrím Mar en Höskuldur tekur bara af honum boltan. Hann tekur svo skotið en yfir markið.
8. mín
Blikarnir stórhættulegir þessa stundina. Í þetta sinn fær Patrik gott skotfæri en skotið hans fer í varnarmann og Blikar fá aftur horn.

Höskuldur tekur það stutt, fær boltan aftur og reynir skemmtilega sendingu inn á teig en aftur er Steinþór vel vakandi og tekur þennan bolta.
7. mín
Bjargað á línu!! Stórhættuleg sókn Blika hérna. Kiddi Jóns setur boltan fyrir teiginn og boltinn dettur fyrir Kidda Steindórs sem tekur fast skot, það fer framhjá Steinþóri en Ívar rennir sér fyrir og ver boltan glæsilega!
5. mín
Blikar hóta með nokkrum skotum fyrir utan teig, þau fara öll í varnarmenn og það síðasta sem Kiddi Steindórs tók fór í varnarmann og aftur fyrir. Horn fyrir Blika.

Höskuldur tekur hornið og setur boltan inn í teig en Stubbur kemur út úr markinu og handsamar boltan.
1. mín
Leikur hafinn
Elli Eiríks flautar leikinn af stað og það eru KA menn sem taka upphafssparkið
Fyrir leik
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks gerir eina breytingu á liði sínu. Patrik Johannesen kemur inn í liðið en Alexander Helgi Sigurðarson er ekki í hóp.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir enga breytingu á sínu liði. Hinsvegar er Viðar Örn Kjartansson mættur aftur á bekkinn.
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Í síðustu 10 viðureignum þessara liða í efstu deild hafa Blikar unnið 6 leiki, liðin hafa skilið jöfn þrisvar og KA hefur unnið 1 leik. Markatalan í þessum leikjum er þannig að Breiðablik hefur skorað 21 mark á meðan KA hefur skorað 8 mörk.

13.08.23 KA - Breiðablik 1-1
21.05.23 Breiðablik - KA 2-0
08.10.22 KA - Breiðablik 1-2
11.09.22 KA - Breiðablik 2-1
20.06.22 Breiðablik - KA 4-1
25.08.21 KA - Breiðablik 0-2
21.08.21 Breiðablik - KA 2-0
01.10.20 Breiðablik - KA 1-1
05.07.20 KA - Breiðablik 2-2
07.08.19 Breiðablik - KA 4-0
Fyrir leik
Spámaðurinn Atvinnumaðurinn, landsliðsmaðurinn og tónlistarmaðurinn Logi Tómasson er sérlegur spámaður okkar fyrir þessa umferð. Þetta hafið hann að segja um þennan leik.

Breiðablik 3 - 0 KA
3-0 Blix, Jason Daði, Viktor Karl og Ísak Snær skora allir, það er gefið.
Fyrir leik
Dómarateymið Erlendur Eiríksson verður dómari þessa leiks en honum til aðstoðar verða Þórður Arnar Árnason og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.

Eftirlitsmaður er Ingi Jónsson og varadómari er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA menn komnir í botn sætið Eftir sigur Fylkis í gær eru KA menn komnir í neðsta sæti deildarinnar. Þeir geta þó með sigri í dag komist aftur upp fyrir Fylki. Gengi KA manna í deildinni hefur verið langt fyrir neðan væntingar en síðasti leikur þeirra var gegn Fram í bikarnum þar sem þeir unnu 3-0. Það var allt annað að sjá til norðanmanna í þeim leik og eflaust vona stuðningsmenn þeirra að það sé eitthvað sem koma skal í framhaldinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Blikar geta nálgast topp sætið Eftir jafntefli í leik Vals og Víkings í gær þá geta Blikar með sigri í dag komist aðeins einu stigi frá topp sætinu. Þeir eru taplausir í deildinni síðan í byrjun Maí þegar þeir töpuðu fyrir Val. Það er þó langt síðan Blikarnir spiluðu leik þar sem það hefur verið landsliðspása. Síðasti leikur þeirra var 2. júní. Það er því spurning hvort þeir koma úthvíldir til leiks eða eitthvað riðgaðir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lokaleikur umferðarinnar Komiði sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og KA. Leikið verður á Kópavogsvelli og leikurinn hefst klukkan 19:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason ('91)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Harley Willard ('65)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('81)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('91)
14. Andri Fannar Stefánsson
18. Hákon Atli Aðalsteinsson
23. Viðar Örn Kjartansson ('65)
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('81)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Halldór Hermann Jónsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen
Thomas Danielsen

Gul spjöld:
Bjarni Aðalsteinsson ('25)
Birgir Baldvinsson ('27)

Rauð spjöld:
Michael Charpentier Kjeldsen ('92)