Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Víkingur R.
2
1
Breiðablik
Bergdís Sveinsdóttir '20 1-0
Selma Dögg Björgvinsdóttir '78 2-0
2-1 Katrín Ásbjörnsdóttir '90
20.06.2024  -  18:00
Víkingsvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Bergrós Lilja Unudóttir
Maður leiksins: Selma Dögg Björgvinsdóttir
Byrjunarlið:
12. Birta Guðlaugsdóttir (m)
Birta Birgisdóttir
2. Gígja Valgerður Harðardóttir
4. Erna Guðrún Magnúsdóttir
5. Emma Steinsen Jónsdóttir
10. Selma Dögg Björgvinsdóttir (f)
11. Hafdís Bára Höskuldsdóttir ('76)
16. Rachel Diodati
21. Shaina Faiena Ashouri
24. Sigdís Eva Bárðardóttir ('88)
26. Bergdís Sveinsdóttir (f) ('71)

Varamenn:
1. Sigurborg K. Sveinbjörnsdóttir (m)
7. Dagný Rún Pétursdóttir
9. Freyja Stefánsdóttir
13. Linda Líf Boama ('76)
17. Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir ('71)
18. Kristín Erla Ó Johnson ('88)
19. Tara Jónsdóttir
23. Hulda Ösp Ágústsdóttir

Liðsstjórn:
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
John Henry Andrews (Þ)
Dagbjört Ingvarsdóttir
Lisbeth Borg
Lára Hafliðadóttir
Ingólfur Orri Gústafsson

Gul spjöld:
Selma Dögg Björgvinsdóttir ('65)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Dauðafæri hér og dómarinn flautar af! Katrín með fyrirgjöf á Barbáru sem var með opið mark og skallar rétt yfir! Víkingur vinnur þennan leik eftir dramatískar lokamínútur!
95. mín
Blikar fá aukaspyrnu á góðum stað.
94. mín
Mínuta eftir!
90. mín MARK!
Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Birta Georgsdóttir
Við erum með leik Birta Georg og Karitas með skemmtilegt samspil hægra meginn áður en Birta leggur boltann fyrir á Katrínu sem skorar að mér sýnist með hælnum.
90. mín
Fimm mínutum bætt við!
88. mín
Katrín keyrir í átt að marki og nær skoti sem Birta ver.
88. mín
Inn:Kristín Erla Ó Johnson (Víkingur R.) Út:Sigdís Eva Bárðardóttir (Víkingur R.)
Varnarmaður fyrir sóknarmann.
87. mín
Þarna var færið! Katrín Ásbjörns með flotta fyrirgjöf á Karitas sem nær ekki að ná þessu á markið!
85. mín
Blikakonur eru ekki á neinn hátt líklegar til að skora hér.
78. mín MARK!
Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Linda Líf Boama
Þær tvöfalda forskotið! Glæsileg skyndisókn!

Linda Líf og Svanhildur leika boltanum sín á milli. Linda Líf lyftir svo boltanum yfir á Selmu sem er í dauðafæri eftir að hafa leikið á Heiðu Ragney og leggur boltann framhjá Telmu.
76. mín
Inn:Linda Líf Boama (Víkingur R.) Út:Hafdís Bára Höskuldsdóttir (Víkingur R.)
76. mín
Hafdís Bára liggur hér og gefur merki um skiptingu.
73. mín
Gott færi! Katrín gerir vel í að finna Birtu Georgs sem tekur nokkur skref til hliðar og lætur vaða í góðu færi en Birta nafna hennar sér við henni!
71. mín
Inn:Svanhildur Ylfa Dagbjartsdóttir (Víkingur R.) Út:Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Fyrsta skiping Víkinga.
70. mín
Emma sækir hér horn fyrir Víkinga.
69. mín
Inn:Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (Breiðablik) Út:Anna Nurmi (Breiðablik)
69. mín
Inn:Katrín Ásbjörnsdóttir (Breiðablik) Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Breiðablik)
65. mín Gult spjald: Selma Dögg Björgvinsdóttir (Víkingur R.)
Selma Dögg hér fyrst í bókina.
60. mín
Barbára Sól hér með hörkufyrirgjöf þar sem Birta og Hrafnhildur Ása voru hársbreidd frá því að ná til boltans.
57. mín
Blikar kannski aðeins öflugri hér í seinni en betur má ef duga skal.
53. mín
Inn:Birta Georgsdóttir (Breiðablik) Út:Ólöf Sigríður Kristinsdóttir (Breiðablik)
52. mín
Olla virðist ekki geta haldið áfram leik eftir baráttuna við Rachel hér áðan.
48. mín
Hættulegt! Hrafnhildur Ása með frábæra sendingu í gegn á Ollu sem er í dauðafæri en Rachel gerir frábærlega í að hindra hana þarna og boltann endar hjá Birtu markmanni. Veik köll eftir víti en Bergrós með allt á hreinu.
48. mín
Emma með fyrirgjöf á Sigdísi sem skallar yfir.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Blikar hefja leik.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar yfir í hálfleik og það nokkuð sanngjarnt. Komum til baka að vörmu spori.
45. mín
Víkingar koma boltanum í burtu.
45. mín
Vigdís sækir hér horn fyrir Blika
45. mín
Tveimur mínutum bætt við.
38. mín
EKkert kemur úr horninu í þetta sinn.
37. mín
Enn og aftur eru Víkingar að fá hornspyrnu.
34. mín
Hafdís Bára hér með hörku sprett þar sem hún kloppar tvo leikmenn Blika og nær svo fyrirgjöf sem Víkingar ná ekki að nýta sér.
33. mín
Víkingar mikið mikið betri hér í dag.
30. mín
Nokkur skot sem Víkingar ná eftir hornið en Blikar kasta sér fyrir þetta allt og að lokum fer boltinn í hendurnar á Telmu.
30. mín
SIgdís hér með fyrirgjöf sem fer af varnarmanni og í enn eitt hornið
25. mín
Dauðafæri! Telma lendir hér harkalega á Karitas eftir hornið og þær liggja báðar, Bergdís nær svo skoti á autt mark en skýtur í Karitas og yfir!
24. mín
Víkingar fá annað horn hér strax eftir hornið, endalaust af hornum í dag.
23. mín
Víkingar fá horn eftir að Telma ver skalla aftur fyrir frá Shainu.
20. mín MARK!
Bergdís Sveinsdóttir (Víkingur R.)
Stoðsending: Sigdís Eva Bárðardóttir
Fyrsta markið!! Víkingar leiða!

Selma Dögg kemur kemur með boltann uppa á vinstri kantinn á SIgdísi, sendingin frá Selmu er frábær. Sigdís tekur svo boltann í fyrsta fyrir markið á Bergdísi sem kemnur boltann í markið.

Stórglæsilegt mark!
18. mín
Írena tekur spyrnuna og fær svo boltann aftur og kemur með aðra fyrirgjöf, Birta missir boltann en fær dæmt brot.
17. mín
Blikar fá horn.
13. mín
Ekkert verður úr horninu og Blikar fá nú tíma til að anda í bili.
12. mín
Rachel núna með hörkuskot sem Telma ver í horn, Víkingar betri þessa stundina.
11. mín
Eftir hornið er Birta Birgis í hörku færi og á skot sem fer af varnarmanni og Víkingar fá annað horn.
10. mín
Víkingur fá hér sitt fyrsta horn.
10. mín
Inn:Írena Héðinsdóttir Gonzalez (Breiðablik) Út:Agla María Albertsdóttir (Breiðablik)
Agla hefur lokið leik, sendum henni batakveðjur.
8. mín
Birta Birgisdóttir hér með boltann yfir vörnina á Bergdísi sem á máttlausan skalla beint á Telmu.
7. mín
Sýnist Agla vera að ljúka leik. Högg fyrir Blika.
5. mín
Agla María situr nú á vellinum, vonandi heldur hún leik áfram.
2. mín
Karitas skallar boltann rétt yfir markið hér eftir hornið.
2. mín
Hornið fer inná teiginn og endar í innkasti fyrir blika og Blikar fá svo annað horn.
1. mín
Hrafnhildur Ása strax í fínni stöðu og reynir að koma boltanum fyrir en boltinn aftur fyrir í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Víkingarnir hefja leik
Fyrir leik
Liðin ganga nú til vallar og það styttist í upphafsflautið.
Fyrir leik
Víkingur Víkingsliðið er auðvitað nýliði í deildinni og ríkjandi bikarmeistarar þó að ljóst sé að liðið verji ekki þann titil þar sem liðið er úr leik í bikarnum. Liðið situr í fimmta sæti í deildinni sem er vel ásættanlegt. Í seinasta leik þurfti liðið að sætta sig við að skipta stigunum á milli sín ásamt Tindastóli á Sauðárkróksvelli.
Mynd: Tryggvi Már Gunnarsson

Fyrir leik
Breiðablik Breiðablik svífur um á bleiku skýji þessa dagana í draumalandi Nik Chamberlain. Liðið lítur út fyrir að vera nánast ósigrandi í deildinni og hefur unnið alla átta leiki sína í deildinni. Í seinasta leik kom Þróttur í heimsókn í Kópavoginn og vann Breiðablik þann leik 3-0 með þremur mörkum í upphafi seinni hálfleiks.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Velkominn í hamingjuna! Hér fer fram bein textalýsing frá leik Víkings og Breiðabliks á Víkingsvelli í Bestu deild kvenna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
4. Elín Helena Karlsdóttir
5. Anna Nurmi ('69)
7. Agla María Albertsdóttir ('10)
8. Heiða Ragney Viðarsdóttir
9. Ólöf Sigríður Kristinsdóttir ('53)
13. Ásta Eir Árnadóttir (f)
14. Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir
15. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir ('69)
17. Karitas Tómasdóttir
27. Barbára Sól Gísladóttir

Varamenn:
32. Aníta Dögg Guðmundsdóttir (m)
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
10. Katrín Ásbjörnsdóttir ('69)
16. Írena Héðinsdóttir Gonzalez ('10)
20. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir ('69)
33. Margrét Lea Gísladóttir

Liðsstjórn:
Nik Chamberlain (Þ)
Ólafur Pétursson
Birta Georgsdóttir
Hermann Óli Bjarkason
Ana Victoria Cate
Bjarki Sigmundsson
Edda Garðarsdóttir
Sævar Örn Ingólfsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: