Guehi vill fara til Liverpool - Viðræður við Gordon ganga illa - Man Utd skoðar stjóra
Keflavík
1
1
Þróttur R.
Ari Steinn Guðmundsson '55 1-0
1-1 Kostiantyn Iaroshenko '85
20.06.2024  -  19:15
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Sveinn Arnarsson
Áhorfendur: 205
Maður leiksins: Kostiantyn Iaroshenko
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
10. Valur Þór Hákonarson ('88)
19. Edon Osmani ('68)
22. Ásgeir Páll Magnússon
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
2. Gabríel Máni Sævarsson
9. Gabríel Aron Sævarsson ('88)
21. Aron Örn Hákonarson
23. Sami Kamel
25. Frans Elvarsson ('68)
50. Oleksii Kovtun

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Falur Helgi Daðason
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson

Gul spjöld:
Edon Osmani ('65)
Nacho Heras ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Allt jafnt að leikslokum hér í Keflavík.

Sanngjörn úrslit held ég að verði að segjast heilt yfir.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Kostiantyn í hörkufæri í teignum en boltinn af varnarmanni í horn.

Ekkert verður úr horninu.
93. mín
Inn:Njörður Þórhallsson (Þróttur R.) Út:Emil Skúli Einarsson (Þróttur R.)
92. mín
Keflvíkingar rembast eins og rjúpan við staurinn að finna leið í gegnum vörn Þróttar en verður lítt ágengt.
89. mín
Keflavík tætir í sig vörn Þróttar með einföldu spili yfir völlinn frá hægri til vinstri. Nacho í afbragðsfæri í teignum en snýr boltann sem strýkur ofanverða slánna á leið sinni yfir.
88. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
85. mín MARK!
Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
Stórglæsilegt mark beint úr aukaspyrnu.
Lyftir boltanum yfir vegginn í stöngina og inn. Ásgeir Orri gerir sitt besta í að reyna ná til boltans en má sín lítils.

Stórglæsilegt mark og allt jafnt hér.
85. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)
Gult fyrir brot í ágætri stöðu fyrir Þróttara
82. mín
Inn:Guðmundur Axel Hilmarsson (Þróttur R.) Út:Cristofer Rolin (Þróttur R.)
80. mín
Keflavík sækir
Ari finnur Nacho af öllum mönnum í teig Þróttar. Sá spænski reynir að setja boltann fyrir markið en Þróttarar verjast og boltanum í horn.

Nacho aftur í boltanum eftir hornið en nær ekki að stýra skallanum á markið.
76. mín
Emil Skúli með skot af löngu færi, þvingar Ásgeir í vörslu og Þróttur á horn.

Og annað strax í kjölfarið.

Mikill pakki á markteignum eftir hornið. Rolin í boltanum en Ásgeir Orri kastar sér á boltann og handsamar hann.
74. mín
Axel Ingi með tilraun fyrir Keflavík. Úr þröngu færi í hliðarnetið.
69. mín
Viktor Andri í dauðafæri
Boltinn hrekkur til hans í teignum eftir sendingu frá hægri. Aleinn og með tíma setur hann boltann yfir markið. Grefur andlitið í lófum sér svekktur með sig.
68. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
Frans mætir til vallar eftir allt saman.
66. mín
Jorgen í hörkufæri í teignum eftir fyrirgjöf frá vinstri en setur boltann framhjá.

Hittir boltann illa en á klárlega að gera betur í þessari stöðu.
65. mín Gult spjald: Edon Osmani (Keflavík)
64. mín
Nacho Heras liggur hér á vellinum eftir viðskipti við Rolin. Tveir skrokkar að takast á en hann er í lagi og er staðinn upp áður en að sjúkraþjálfari Keflavíkur klárar sinn sprett til hans.
62. mín
Ásgeir Páll með tvöfalda vörslu.

Fyrst skot af vítateig eftir hornið sem hann heldur ekki. Boltinn fellur fyrir fætur Emils Skúla sem nær ekki að koma boltanum framhjá Ásgeiri af stuttu færi.

Leikurinn að lifna við eftir markið.
61. mín
Gestirnir vinna horn.
60. mín
Inn:Viktor Andri Hafþórsson (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
60. mín
Inn:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.) Út:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.)
56. mín
Ásgeir Páll með lúmskt skot að marki Þróttar en boltinn framhjá.
55. mín MARK!
Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
Stoðsending: Edon Osmani
Þeir verja hann ekki þarna!
Keflvíkingar sækja upp hægra megin. Þróttarar fjölmennir í eigin teig en gleyma Ara sem stendur við vítateigslínu er hann fær boltann frá Edon. Ari snýr boltann listilega í vinkilinn hægra megin algjörlega óverjandi fyrir Þórhall í marki Þróttar
53. mín
Ari Steinn með skot eftir undirbúning Ásgeirs Páls, boltinn á leið framhjá þegar Þróttari teygir út fótinn og setur boltann rétt yfir eigið mark.
52. mín
Sami Kamel að hita upp í rólegheitum. Gæti hann komið inná? Myndi mögulega lífga aðeins upp á þetta.
52. mín
Heldur rólegt í færasköpun
Boltinn mikið á miðjum vellinum og gengur bara á milli liða.

46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Gestirnir sparka okkur í gang á ný.
46. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks hér í bragðdaufum leik til þessa. Lið Þróttar ef eitthvað er átt skárri hálfleik hér.

Komum aftur með síðari hálfleikinn að vörmu spori eftir kaffibolla eða tvo.
45. mín
Ein mínúta í uppbótartíma
44. mín
Þróttarar að pressa. Vinna horn og svo annað til en Keflvíkingar koma boltanum frá að lokum.
41. mín
Kári Kristjánsson keyrir inn á teiginn hægra megin og lætur vaða. Skotið með jörðinni en beint á Ásgeir sem á ekki í vandræðum með að handsama boltann.
40. mín
Rolin stingur sér til sunds
Tekur væna dýfu í teignum. Ætlar líklega í Vatnaveröld eftir leik og viljað æfa sig.
38. mín
Þróttarar koma boltanum í netið.
Sigurður Steinar þræddur í gegn og klára listavel framhjá Ásgeiri.

Flaggið á lofti. Tæpt var það en líklega rétt.
33. mín
Gunnlaugur Fannar brýtur af sér á miðjum vellinum og Þróttarar kalla eftir spjaldi. Gunnlaugur sleppur með ákveðið tiltal.
26. mín
Sigurður Steinar ógnar
Fær boltann í fætur hægra megin í teignum. Nær að snúa og kemur skotinu á markið en boltinn framhjá.
23. mín
Boltinn inn á teiginn í annari tilraun, Keflvíkingar skalla frá en boltinn dettur fyrir Vilhjálm Kaldal sem reynir skotið. Hittir boltann illa og árangurinn eftir því.
22. mín
Sigurður Steinar með skot af löngu færi. Nær fínum krafti og boltinn af varnarmanni í horn.
19. mín
Dagur Ingi að vinna sig í virkilega gott skotfæri í d-boganum en dvelur of lengi á boltanum og Þróttarar komast fyrir.
14. mín
Emil Skúli Einarsson með skalla að marki eftir fyrirgjöf frá vinstri en boltinn í hliðarnetið.
13. mín
Sigurður Steinar Björnsson keyrir inn á teiginn frá vinstri og kemur boltanum fyrir en Ásgeir Orri með hlutina á hreinu og hirðir boltann.
11. mín
Axel Ingi með fyrirgjöf frá hægri eftir lipran sprett en Þróttarar bægja hættunni frá.
6. mín
Skalli að marki eftir hornið en finnur ekki rammann.
5. mín
Fyrsta færi leiksins
Dagur Ingi fær boltann inn fyrir vörn Þróttar. Leikur inn á teiginn og reynir að snúa boltann í fjærhornið en Þórhallur vel á verði og ver í horn.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað hér í Keflavík. Það eru heimamenn sem hefja hér leik
Fyrir leik
Kamel í hóp.
Sami Kamel er í leikmannahópi Keflavíkur í kvöld. Ég á þó síður von á að hann spili sem og Frans Elvarsson sem einnig er á bekknum. Þeir í það minnsta tóku mjög takmarkaðan þátt í upphitun fyrir leik.
Fyrir leik
Í beinni á Youtube Fyrir þau örfáu ykkar sem ætlið að sleppa Lengjudeildarkvöldi og fylgjast með leik Spánverja og Ítala á EM er vert að benda á að líkt og aðrir leikir Lengjudeildarinnar er þessi í beinni á Youtube.

Fyrir leik
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason er spámaður umferðarinnar. Fyrir mann sem á 52 leiki fyrir Keflavík í efstu deild kemur spá hans lítið á óvart þó frasinn sé mögulega korter í að verða þreyttur.

Keflavík 2 - 1 Þróttur R.
Keflavík er alltaf Keflavík í Keflavík. Jafn leikur en Keflvíkingar vinna.



Mynd: Arnór Ingvi í búningi Keflavíkur fyrir örfáum árum Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Tríóið
Sveinn Arnarsson er með flautuna á HS Orkuvellinum í kvöld. Honum til aðstoðar eru þeir Guðni Freyr Ingvason og Magnús Garðarsson.

Halldór Breiðfjörð Jóhannsson sinnir svo eftirliti á vegum KSÍ og tekur út dómara sem og framkvæmd leiks.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sami Kamel
Það verður áhugavert að sjá hvort að Sami Kamel snúi aftur í leikmannahóp Keflavíkur í kvöld en hann hefur verið frá vegna meiðsla í síðustu leikjum.

Meiðsli hafa plagað dvöl hans hjá Keflavík en hann missti af 10 leikjum liðsins í Bestu deildinni í fyrra vegna meiðsla og hefur nú misst af fjórum síðustu leikjum Keflavíkur í deild og bikar á þessu tímabili. Leikmaður sem Keflavík reiðir sig mikið á almennt í sínum sóknarleik og er þeim mikilvægur og dýrt fyrir liðið að hann sé frá.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Keflavík
Ólíkindatól deildarinnar það sem af er verður að segjast. Sitja í sjötta sæti deildarinnar með níu stig fyrir leik kvöldsins. Bót í máli er að liðið hefur ekki tapað í síðustu 5 deildarleikjum eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í mótinu.

Liðið situr í sjötta sætinu þessa stundina með níu stig og gæti með sigri í kvöld lyft sér svo hátt sem í þriðja sætið. Til þess þurfa önnur úrslit þó að vera Keflvíkingum hagstæð.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Þróttur Gestirnir úr Laugardal mæta til leiks í ellefta og næst neðsta sæti deildarinnar með 5 stig. Liðið hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum sínum til þessa og þarf nauðsynlega að fara að setja fleiri stig á töfluna.

Það er þó stutt á milli í deildinni og einn sigur getur gert mikið fyrir liðin í sætum 7-12 en aðeins fjögur stig eru frá botninum upp í sjöunda sætið.

Þróttur hefur þó sýnt að liðið er vel samkeppnishæft í deildinni og oft hefur aðeins herslumunin vantað í að liðið hafi sótt stig eða þrjú í fleiri leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lengjudeildin rúllar áfram
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og þróttar í áttundu umferð Lengjudeildar karla. Flautað verður til leiks á HS Orkuvellinum í Keflavík klukkan 19:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson ('93)
7. Sigurður Steinar Björnsson ('60)
14. Birkir Björnsson
22. Kári Kristjánsson ('60)
25. Hlynur Þórhallsson
26. Samúel Már Kristinsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('46)
77. Cristofer Rolin ('82)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
4. Njörður Þórhallsson ('93)
9. Viktor Andri Hafþórsson ('60)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson ('82)
19. Ísak Daði Ívarsson ('46)
20. Viktor Steinarsson
99. Kostiantyn Iaroshenko ('60)

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Baldur Hannes Stefánsson
Hans Sævar Sævarsson
Bjarki Reyr Jóhannesson
Eyjólfur Erik Ólafsson
Deyan Minev

Gul spjöld:

Rauð spjöld: