Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Besta-deild karla
Stjarnan
LL 0
4
Víkingur R.
Besta-deild karla
KR
LL 2
2
Fylkir
Besta-deild karla
Vestri
LL 1
3
Fram
Lengjudeild kvenna
Selfoss
LL 0
0
Grótta
Víkingur R.
1
1
KR
Matthías Vilhjálmsson '7 1-0
1-1 Theodór Elmar Bjarnason '39
22.06.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rigning 10° alvöru sumarveður
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Axel Óskar Andrésson (KR)
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson
9. Helgi Guðjónsson
10. Pablo Punyed (f) ('65)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('65)
17. Ari Sigurpálsson ('65)
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('81)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson ('65)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('81)
5. Jón Guðni Fjóluson ('65)
8. Viktor Örlygur Andrason ('65)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson
21. Aron Elís Þrándarson ('65)
23. Nikolaj Hansen ('65)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Markús Árni Vernharðsson
Óskar Örn Hauksson
Lúðvík Már Matthíasson

Gul spjöld:
Erlingur Agnarsson ('22)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Pálmi setur KR í skotgrafirnar sem skilar stigi
Hvað réði úrslitum?
Víkingar voru með öll völd á leiknum í fyrri hálfleik fram að því að Halldór Smári fær höfuðhögg. Þá er leikurinn stöðvaður í 6 mínútur á meðan það er verið að búa um skurðinn sem hann fékk. Eftir þessa pásu koma KR-ingar endurnærðir inn í leikinn og eru fljótir að skora jöfnunarmarkið. Seinni hálfleikurinn var svo mikið þannig að Víkingar voru með boltan, að reyna að búa til færi en það gekk erfiðlega gegn lágvörn KR, og KR-ingar áttu nokkur fín færi með skyndisóknum. Ekki komu þó fleiri mörk og jafntefli niðurstaðan.
Bestu leikmenn
1. Axel Óskar Andrésson (KR)
Axel var frábær í dag þar sem hans hlutverk var mest megnis bara að koma boltanum frá eigin marki. Ég er ekki með tölu á hvað hann skallaði marga bolta úr eigin teig eða stöðvaði margar sóknir. Þetta er hafsentinn sem KR-ingar voru svo spenntir yfir þegar hann skrifaði undir hjá þeim í vor.
2. Guy Smit (KR)
Guy hefur fengið alveg haug af gagnrýni á þessu tímabili og bara frekar verðskuldað. Hann var hinsvegar frábær í þessum leik og þá sérstaklega fyrri hálfleik. Víkingar hefðu getað verið búnir að gera út um leikinn eftir 30 mínútur en Guy hélt þeim inn í þessu sem skilaði þessu stigi.
Atvikið
Höfuðhöggið sem Halldór Smári fær er einfaldlega bara vendipunkturinn í þessum leik. Kristján Flóki fer hátt með fótinn og fær gult fyrir hættuspark en fóturinn á honum fer í ennið á Halldóri í leiðinni. Það verður 6 mínútna pása og eftir það jafna KR og Víkingar virka bara vankaðir allir saman restina af fyrri hálfleiknum.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru enn í efsta sætinu en Breiðablik er aðeins tveimur stigum á eftir þeim og spila sinn leik í þessari umferð á morgun. Þeir gætu því með sigri farið upp fyrir þá. KR er enn í 9. sæti en gæti sterkt stig gegn Íslandsmeisturunum þýtt það að Pálmi Rafn sé líklegri að taka við til frambúðar hjá KR?
Vondur dagur
Færanýting Víkinga. Það er yfirleitt ekki vandamál fyrir Íslandsmeistarana en í dag þá náðu þeir ekki að klára færin sín í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik gekk ill að búa til dauðafærin.
Dómarinn - 6
Helgi Mikael og hans teymi áttu ágætan dag fyrir utan eitt. Það sem dregur þá niður er atvik í fyrri hálfleik þar sem Axel Óskar setur báðar hendur á Erling Agnarsson inn í teig sem er að gera sig tilbúinn að skjóta. Erlingur fellur við en Helgi dæmir ekkert. Að mínu mati hefði þetta átt að vera víti og rautt spjald sem hefði náttúrulega breytt leiknum töluvert.
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('81)
10. Kristján Flóki Finnbogason ('70)
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('60)
18. Aron Kristófer Lárusson
29. Aron Þórður Albertsson ('70)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
14. Ægir Jarl Jónasson ('70)
17. Luke Rae ('70)
19. Eyþór Aron Wöhler ('81)
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson ('60)
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Jóhannes Kristinn Bjarnason
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Kristján Flóki Finnbogason ('32)
Aron Kristófer Lárusson ('76)

Rauð spjöld: