West Ham í viðræðum um Kante - Tottenham hefur áhuga á miðjumanni Man Utd - Fulham vill Andre
Í BEINNI
Lengjudeild kvenna
Afturelding
LL 1
1
Grótta
FH
3
1
Fylkir
Sigurður Bjartur Hallsson '11 1-0
1-1 Arnór Breki Ásþórsson '73
Arnór Borg Guðjohnsen '76 2-1
Kjartan Kári Halldórsson '85 3-1
23.06.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: 11° skýjað og smá gola. Grasið er auðvitað í toppstandi
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('89)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('74)
10. Björn Daníel Sverrisson (f)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('68)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('74)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('68)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason ('89)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Númi Már Atlason

Gul spjöld:
Logi Hrafn Róbertsson ('38)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Loksins vinna FH-ingar
Hvað réði úrslitum?
Í hreinskilni sagt þá var þetta bara algjörlega gæðalaus leikur í svona 70 mínútur. FH-ingar skora fínt mark í fyrri hálfleik en annars gerist bara voðalega lítið báðumegin. Það kemur svo smá móment með Fylki þegar þeir jafna með frábæru skoti en FH-ingar virtust vakna við það og keyrðu svo á þá og gerðu út um leikinn.
Bestu leikmenn
1. Sindri Kristinn Ólafsson (FH)
Ef ekki hefði verið fyrir Sindra þá er mjög líklegt að úrslitin hefðu verið öðruvísi. Hann á nokkrar mjög góðar vörslur í leiknum og sérstaklega þegar hann vera tvívegis frá stuttu færi á 65. mínútu. Ég skrifa markið sem Fylkir skorar ekki á hann heldur var það bara frábært skot.
2. Kjartan Kári Halldórsson (FH)
Þegar FH-ingar voru algjörlega líflausir í sóknarleik sínum þá var Kjartan svona eini með lífsmark. Þegar þeir vakna svo loksins þá skorar Kjartan gott mark og svona heilt yfir var hann besti sóknarmaður liðsins í dag.
Atvikið
Mark Fylkismanna var rosalega flott. Arnór Breki Ásþórsson fær boltan alveg vel fyrir utan teig FH-inga og svo þrumar hann boltanum svakalega fast í fjærhornið, vel gert.
Hvað þýða úrslitin?
FH-ingar sækja sinn fyrsta sigur síðan 4. maí. Þeir fara þá upp í 5. sæti deildarinnar með 17 stig. Fylkismenn fara á botninn með þessu tapi þar sem KA vann í dag og fer upp fyrir þá.
Vondur dagur
Næstum hver og einn einasti maður inn á vellinum u.þ.b. fyrstu 70 mínúturnar í leiknum. Gæðaleysið var svakalegt, það var næstum bara erfitt að halda sér vakandi. Sem betur fer fengum við frekar skemmtilegar loka 20 mínútur.
Dómarinn - 9
Erlendur Eiríksson og hans teymi eiga bara frekar auðveldan leik. Það var ekki mikið af stórum atvikum sem þurfti að taka á nema kannski mark sem FH skorar á 19. mínútu en fá ekki því Vuk rekur hendina í boltan. Það er held ég rétt dæmt.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f) ('92)
9. Matthias Præst Nielsen
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('58)
16. Emil Ásmundsson ('62)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('62)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
27. Arnór Breki Ásþórsson
72. Orri Hrafn Kjartansson ('58)

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('92)
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('58)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
22. Ómar Björn Stefánsson ('58)
25. Þóroddur Víkingsson ('62)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('62)

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Ragnar Bragi Sveinsson ('80)

Rauð spjöld: