Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
1
1
ÍA
0-1 Marko Vardic '58
Höskuldur Gunnlaugsson '82 , víti 1-1
23.06.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1170
Maður leiksins: Árni Marínó Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason ('80)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson ('24)
20. Benjamin Stokke ('69)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('69)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('80)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('69)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('24)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
DAUÐAFÆRI Í BLÁLOKIN Ármann með skot sem Anton Ari ver beint út á Viktor Jóns.

Hann er aleinn og óvaldaður inni á teig Blika og tekur skotið í fyrsta sem var ekki gott og Anton Ari varði frá honum.

Vilhjálmur flautar svo leikinn af fljótlega eftir færið.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni!

Þangað til næst, takk fyrir mig!
94. mín
Rétt framhjá! Dagur Örn fær boltann inni á teig Blika og tekur skot sem fer rétt framhjá!

Þarna munaði litlu!

Var þetta seinasta tækifæri Blika?
93. mín
Fáum við drama?!
92. mín
Damir valinn maður leiksins hjá Blikum
90. mín
+5 í uppbót Það er nægur tími eftir!
84. mín
Fáum við sigurmark í þetta?
82. mín Mark úr víti!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
MAAAAARRKKK!! Sendir Árna Marínó í rangt horn og jafnar leikinn!
82. mín
Blikar fá víti! Kristófer Ingi tekur hjólhestarspyrnu í hendina á varnarmanni ÍA og Villi bendi rá punktinn!
81. mín
Blikar fá horn! Þeir liggja á þeim!
80. mín
Færi! Það kemur bolti inn á teig Skagamanna sem fer á Kristófer Inga á fjærstönginni. Kristófer kemur boltanum fyrir markið á Damir sem tekur skotið í fyrsta. Skotið var gott en Árni gerir vel í að verja það.
80. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
79. mín
Inn:Ármann Ingi Finnbogason (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
79. mín
Arnór Smára tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint í lúkurnar á Antoni Ara
78. mín
Skagamenn sækja horn!
74. mín
Skagamenn hreinsa
74. mín
Ooooggg annað horn!
74. mín
Blikar sækja aðra hornspyrnu
74. mín
Skagamenn koma hættunni frá.
73. mín
Blikar að fá hornspyrnu!
72. mín
Orðum það bara þannig að ég hef séð skemmtilegri fótboltaleiki.
69. mín
Inn:Kristófer Ingi Kristinsson (Breiðablik) Út:Benjamin Stokke (Breiðablik)
69. mín
Inn:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
66. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Erik Tobias Sandberg (ÍA)
66. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
Fyrirliðinn mættur til leiks
64. mín
Höskuldur fær boltann í kjörstöðu rétt fyrir utan vítateig Skagamanna sem fer rétt framhjá.
62. mín
Skagamenn í færi! Jón Gísli fær boltann og keyrir inn á teig. Hann er með Hinrik og Viktor sér við hlið en ákveður að taka sjálfur skotið sem fór beint á Anton Ara í markinu.

Spurning hvort hann hefði átt að renna honum fyrir þarna.
58. mín MARK!
Marko Vardic (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
ÞAÐ ER BARA ÞANNIG!!! Hornspyrnan hjá Steinari var glæsileg. Fer á fjærstöngina, þar er Marko Vardic mættur og skilar boltanum heim.

Gulli Jóns var nýbúinn að segja að það myndi koma mark úr hornspyrnu hjá Skagamönnum innan skamms.
58. mín
Annað horn Skagamanna Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast mikill darraðardans sem endar með skoti MArko Vardic í varnarmann og aftur fyrir.
57. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu
54. mín
Skagamenn í færi Viktor Jóns fær boltann úti vinstra meginn og kemur honum út á Guðfinn sem er rétt fyrir utan vítateig Blika. Guðfinnur tekur gott skot á mark Blika sem Anton Ari ver vel.
50. mín
Þetta fer bísna rólega af stað.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn! Þá er þetta komið í gang á ný en það eru Blikar sem sparka þessu af stað.

Heimamenn sækja í átt að Fífunni en gestirnir sækja í átt að Breiðholti.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (af Stöð 2 Sport) Með boltann: 68% - 32%
Marktilraunir: 11-1
Á markið: 6-0
Hornspyrnur: 3-0
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
+3 Ekkert merkilegt gerðist í þessum fyrri hálfleik en vonandi fáum við meiri skemmtun í seinni hálfleiknum.

Tökum okkur korterspásu og mætum svo aftur að vörmu spori til baka.
45. mín
+3 í uppbót
45. mín
1170 áhorfendur á Kópavogsvellinum í kvöld
42. mín
Höskuldur tekur spyrnuna inn á teiginn sem Viktor Jóns skallar frá.
42. mín
Blikar að fá horn!
38. mín
VÁ LITLA VARSLAN! Benjamin Stokke kemur boltanum út á Oliver Sigurjóns sem á gott skot á markið. Árni ver það mjög vel en þá fær Benjamin Stokke boltann fyrir framan opið mark og rennir honum í átt að markinu.

Það leit allt út fyrir að boltinn væri að fara að enda í netinu áður en Árni Marínó mætti þá aftur í markið og náði á ótrúlegan hátt að verja aftur.

Maður leiksins til þessa!
37. mín
Dóri virðist hafa séð þetta aftur á bekknum og hleypur að Gunnari Oddi, fjórða dómara, og kvartar.
36. mín
Þetta var tæpt! Benjamin Stokke sendir Jason Daða einan í gegn en flaggið fór þá á loft. Dóri Árna er allt annað en sáttur og vildi meina að Hilmar hafi gert hann réttstæðan.

Ég skal ekki segja!
34. mín
Aron Bjarna núna með skot sem Árni ver léttilega.

Ekkert mikið að frétta úr Smáranum.
29. mín
Kristinn Steindórs núna með skot í fyrsta á mark Skagamanna sem Árni er í engum vandræðum með.
29. mín
Jason Daði á að gera betur þarna Aron Bjarna vinnur boltann og keyrir upp völlinn. Hann rennir boltanum til hliðar á Viktor Karl sem kemur honum þá fljótlega á Jason Daða. Jason er þá komin í ágætis skotstöðu en skotið hans fer hátt yfir markið.
27. mín
Viktor Karl með ágætis sprett upp völlinn og nær skoti á markið sem Árni Marínó ver léttilega, enda beint á hann.
24. mín
Inn:Andri Rafn Yeoman (Breiðablik) Út:Kristinn Jónsson (Breiðablik)
24. mín
Ekki gott fyrir Blika Núna leggst Kiddi aftur niður. Hlýtur að koma skipting núna.
22. mín
Kiddi mættur aftur inn á völlinn. Þurfti að fara af velli í smá stund og úr skónum.
19. mín
Kiddi Jóns leggst niður og þarf aðhlynningu.
18. mín
Frekar rólegt hérna í Kópavoginum Ekkert mikið um nein almennileg færi eða einhverjar opnanir. Blikar meira og minna bar ameð boltann og í ágætis stöðum en skapa sér lítið. Skagamenn að verjast þessu vel.
11. mín
Kiddi Jóns kemur með boltann inn á teig sem Árni Marínó kýlir frá.
10. mín
Blikar að fá horn! Frábær sókn hjá Blikum sem endar með skoti frá Aroni Bjarnasyni á markin sem Árni Maríno fer vel í horn.
8. mín
Eðlileg þróun á leiknum þessar fyrstu mínútur Blikar byrja leikinn ívið betur þessar fyrstu mínutur. Eru að ógna marki Skagamanna töluvert meira en Skagamenn eru að gera að marki Blika eins og var kannski vitað fyrir leik.
6. mín
Höskuldur tekur spyrnuna inn á teig en Skagamenn hreinsa frá
5. mín
Blikar að fá hornspyrnu! Höskuldur með skot fyrir utan teig sem á viðkomu í varnarmanni og fer aftur fyrir í horn
4. mín
Byrjunarliðin Breiðablik (4-3-3)
Anton
Höskuldur - Damir - Viktor - Kristinn
Viktor K - Oliver - Kristinn
Jason - Benjamin - Aron

ÍA (3-4-1-2)
Árni
Hilmar - Erik - Oliver
Jón - Guðfinnur - Marko - Johannes
Steinar
Viktor (F) - Hinrik
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið í gang! Þá er þetta byrjað og það eru gestirnir sem byrja þetta fyrir okkur en þeir sækja í átt að Grænlandi á meðan Blikar sækja í átt að Breiðholti.

Blikar spila í grænum treyjum, hvítum stuttbuxum og hvítum sokkum.

Gestirnir spila í gulum treyjum, svörtum stuttbuxum og svörtum sokkum.
Fyrir leik
Styttist Þá ganga liðin til vallar og gera sig klár í slaginn!

Hilmar Jökull, stuðningsmaður Breiðabliks, er með grænan brúsa hangandi á veiðistöng þegar liðin ganga til vallar. Ekki veit ég afhverju samt.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, gerir tvær breytingar frá seinasta leik Blika gegn KA sem Breiðablik vann 2-1. Þeir Oliver Sigurjónsson og Benjamin Stokke koma inn í byrjunarliðið fyrir þá Ísak Snæ Þorvaldsson og Patrik Johannesen.

Skagamenn unnu góðan 2-1 sigur á KR í seinasta leik en þjálfari liðsins, Jón Þór Hauksson, gerir eina breytingu á liðinu frá þeim leik. Hann Guðfinnur Leó kemur inn í liðið fyrir fyrirliðann, Arnór Smárason, sem er á bekknum í kvöld.
Fyrir leik
Spáin góða Stjörnumaðurinn Ísak Andri Sigurgeirsson, leikmaður Norrköping, dregur spákúluna fram fyrir þessa umferð.
Breiðablik 2 - 1 ÍA (í kvöld 19:15)
Erfiður leikur fyrir Breiðablik sem þeir harka út með marki undir lokin.
Fyrir leik
Þriðja liðið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson sér um flautukonsertið í dag en honum til halds og trausts verða þeir Gylfi Már Sigurðsson og Ragnar Þór Bender. Gunnar Oddur Hafliðason er fjórði dómari en eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Með sigri fara þeir á toppinn Það er kannski skrítið að segja að Breiðablik hafi komið fólki á óvart en með sigri í dag fara Blikar á toppinn. Blikar hafa farið mjög vel af stað í sumar og spilað góðan bolta. Jason Daði Svanþórsson er markahæsti leikmaður liðsins með 5 mörk. Breiðablik, ásamt Víkingi, er besta varnarlið deildarinnar, aðeins búnir að fá á sig 13 mörk í 11 leikjum.

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Fyrir leik
Skagamenn komið á óvart Skagamenn hafa komið fólki á óvart í upphafi móts en þeir eru í 4. sæti deildarinnar eftir 2-1 sigur á KR í seinasta leik. Skagamenn koma inn í þennan leik með tvo sigra á bakinu en það er mikill meðbyr með Skagamönnum. Allt í einu eru þeir komnir í Evrópubaráttu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Sú lang Besta! Veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik Breiðabliks og ÍA í Bestu deild karla.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('66)
11. Hinrik Harðarson ('79)
13. Erik Tobias Sandberg ('66)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
5. Arnleifur Hjörleifsson ('66)
7. Ármann Ingi Finnbogason ('79)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson
88. Arnór Smárason ('66)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: