Risaverðmiði á Isak sem er á óskalista Chelsea - Bayern ætlar að reyna við Onana - Áhugi frá Sádi-Arabíu á Garnacho
Breiðablik
1
1
ÍA
0-1 Marko Vardic '58
Höskuldur Gunnlaugsson '82 , víti 1-1
23.06.2024  -  19:15
Kópavogsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og smá gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1170
Maður leiksins: Árni Marínó Einarsson
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson
3. Oliver Sigurjónsson ('69)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Kristinn Steindórsson
11. Aron Bjarnason ('80)
14. Jason Daði Svanþórsson
19. Kristinn Jónsson ('24)
20. Benjamin Stokke ('69)
21. Viktor Örn Margeirsson

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('69)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('80)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('69)
24. Arnór Gauti Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman ('24)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Bitlausir Blikar heppnir með stig
Hvað réði úrslitum?
Blikar voru miklu betri í fyrri hálfleik og ótrúlegt að þeim hafi ekki tekist að skora þá. Skagamenn komu út í seinni hálfleikinn með meiri kraft og byrjuðu að stíga ofar á völlinn. Mér fannst Blikar aldrei líklegir að skora eftir að Skagamenn tóku forystuna. Þeir voru heppnir að fá þetta víti í lokin sem jafnaði leikinn og svo voru þeir enn heppnari þegar Anton Ari varði glæsilega frá Viktori með seinustu spyrnu leiksins.
Bestu leikmenn
1. Árni Marínó Einarsson
Hélt Skagamönnum inn í leiknum í fyrri hálfleik, þá sérstaklega með einni vörslu þegar Benjamin Stokke klúðraði dauðafæri fyrir opnu marki. Mjög solid í dag Árni sem hefur heldur betur sokkað marga sérfræðinga í upphafi móts.
2. Höskuldur Gunnlaugsson
Ég þurfti bara að fara í gögnin til þess að finna næstbesta leikmann vallarins því mér fannst enginn leikmaður vallarins áberandi góður. Það hefði kannski verið hægt að velja Anton sem bjargaði Blikum frá því að tapa leiknum en Höskuldur stóð sig príðilega í hægri bakverðinum eins og svo oft áður. Hilmar Jökull fær líka shout úr stúkunni. Sá var að stýra traffíkinni og stemningunni í stúkunni.
Atvikið
Klárlega færið hjá Viktori í lokin. Maðurinn átti þrítugsafmæli og fjölskyldan var á staðnum að fagna deginum með honum. Maður hefði ekki viljað sjá neinn annan inn á vellinum skora úr þessu færi en hann.
Hvað þýða úrslitin?
Blikar hefðu farið á toppinn með sigri en þar sem þeir gerðu jafntefli fara þeir einungis upp í 2. sætið. Einu stigi fyrir ofan Val og einu stigi á eftir Víking. Skagamenn eru áfram í 4. sætinu en þar sem FH vann í kvöld eru þau jöfn að stigum, Skagamenn þó með betri markatölu.
Vondur dagur
Þrátt fyrir að allt Blikaliðið var mjög bitlaust í dag og einhvernveginn út um allt ætla ég að velja aðstoðardómarann sem flaggaði ranga rangstöðu í fyrri hálfleiknum. Aron Bjarna var sloppinn einn í gegn þegar flaggið fór á loft en ég er ekki viss með að þetta hafi verið rangstaða sem voru mjög dýr mistök hjá línudómara leiksins.
Dómarinn - 7
Fyrir utan þessa einu rangstöðu fannst mér teymið dæma þetta bara vel. Vilhjálmur leyfði leiknum að flæða mjög vel og hafði tök á honum.
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('66)
11. Hinrik Harðarson ('79)
13. Erik Tobias Sandberg ('66)
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson ('66)
7. Ármann Ingi Finnbogason ('79)
17. Ingi Þór Sigurðsson
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson
88. Arnór Smárason ('66)

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: