Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Afturelding
0
1
Fjölnir
0-1 Axel Freyr Harðarson '5
26.06.2024  -  19:15
Malbikstöðin að Varmá
Lengjudeild karla
Aðstæður: Blíðskaparveður
Dómari: Sveinn Arnarsson
Maður leiksins: Baldvin Þór Berndsen (Fjölnir)
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('73)
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('62)
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon ('90)

Varamenn:
12. Birkir Haraldsson (m)
3. Breki Freyr Gíslason
10. Kári Steinn Hlífarsson
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('62)
17. Valgeir Árni Svansson ('90)
19. Sævar Atli Hugason ('73)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Bjarni Páll Linnet Runólfsson ('39)
Andri Freyr Jónasson ('54)
Arnór Gauti Ragnarsson ('83)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það er Fjölnir sem tekur sigurinn í Mosfellsbæ eftir rosalegar lokamínútur. Fjölnir og Njarðvík eru að stinga af og eru bæði með 20 stig. Afturelding er í sjöunda sæti með ellefu stig og eru eflaust ekki sáttir með uppskeruna.
96. mín
VÁÁÁÁÁ Hornspyrnan slök en Afturelding kemur boltanum aftur inn á teig. Arnór Gauti í algjöru dauðafæri en einhvern veginn fer boltinn inn. Leikmenn Aftureldingar kalla eftir hendi en Sveinn dæmir ekki. Ég sá þetta ekki nægilega vel.
95. mín
Afturelding fær einn séns í viðbót. Hornspyrna.
94. mín
DAUÐAFÆRI! Elmar Kári í frábæru færi inn á teignum en skallar boltann fram hjá markinu. Þetta er bara ekki dagurinn hans. Þarna átti hann svo sannarlega að gera betur.
94. mín
Fjölnismenn koma boltanum frá. Það er ein og hálf mínúta eftir.
93. mín
Fá aðra hornspyrnu.
93. mín
Afturelding fær hornspyrnu.
92. mín
Halldór Snær handsamar boltann og leggst ofan á hann. Tekur smá tíma af klukkunni.
91. mín
Heimamenn að reyna að koma sér í gegnum þvöguna sem Fjölnir hefur myndað við sinn vítateig. Gengur lítið.
90. mín
Fimm mínútum bætt við
90. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
90. mín
Inn:Valgeir Árni Svansson (Afturelding) Út:Hrannar Snær Magnússon (Afturelding)
89. mín
ÞESSI VIRTIST INNI! Aron Jó fær frábært færi við vítateiginn og lætur vaða - eins og svo oft áður - en boltinn fer rétt fram hjá markinu. Mér sýndist þessa vera á leiðinni inn.
89. mín
Heimamenn að auka pressuna en tíminn er að renna út.
88. mín
Oliver Bjerrum kominn í hættulega stöðu og reynir skot en það fer beint í Júlíus.
86. mín
Fjölnir er með svör við öllu sem Afturelding er að gera.
84. mín
Inn:Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson (Fjölnir) Út:Dagur Austmann (Fjölnir)
84. mín
Inn:Óliver Dagur Thorlacius (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
83. mín Gult spjald: Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
Alltof seinn í tæklingu.
82. mín Gult spjald: Reynir Haraldsson (Fjölnir)
Tók innkast miklu framar en hann átti að gera. Og var líka alltof lengi að þessu.
80. mín
Oliver Bjerrum Jensen fer niður á teignum en ekkert dæmt. Bara hárrétt.
78. mín
Langur bolti upp og Arnór Gauti kemst í boltann en Halldór Snær nær svo að handsama hann.
77. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
77. mín
Hornspyrnan á fjærstöngina þar sem Aron Elí er mættur en hann skallar yfir markið.
76. mín
Aron Jó reynir enn eitt langskotið. Yfir markið en fer af varnarmanni.
73. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
72. mín
Mér finnst afskaplega fátt benda til þess að Afturelding sé að fara að jafna. Þeir hafa lítið skapað sér í þessum seinni hálfleik.
67. mín
Dagur Ingi með stórhættulega fyrirgjöf en Máni rétt missir af boltanum. Þarna voru gestirnir næstum því búnir að tvöfalda forystu sína.
63. mín
Það kom ekkert úr þessari hornspyrnu.
62. mín
Fjölnismenn setja boltann aftur fyrir endamörk og Afturelding fær hornspyrnu.
62. mín
Inn:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
62. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding) Út:Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
61. mín Gult spjald: Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Afturelding á aukaspyrnu með fyrirgjafarmöguleika.
58. mín
Bjarni Páll með frábæran bolta upp í hornið og heimamenn að komast í hættulega stöðu en Baldvin verst frábærlega og kemur í veg fyrir að fyrirgjöfin rati á leikmann í rauðu.
57. mín
Arnar Daði, markvörður Aftureldingar, búinn að setja upp derhúfu. Sólin að trufla.
55. mín
Afturelding nær upp stórkostlegri sókn þar sem boltinn gengur vel og hratt á milli manna. Aron Elí fær svo boltann við vítateigslínuna á vinstri fótinn en skotið fer langt fram hjá.
54. mín Gult spjald: Andri Freyr Jónasson (Afturelding)
52. mín
Axel Freyr leikur sér aðeins með boltann í teignum og á svo skot sem fer himinhátt yfir markið.
50. mín
Arnar Daði með afskaplega tæpa sendingu frá marki en hann sleppur með þetta.
48. mín
Andri Freyr með fastan bolta fyrir markið og Fjölnismenn í smá vandræðum. Leit út eins og mögulegt sjálfsmark í smástund, en þeir ná að bjarga.
47. mín
Andri Freyr með skot sem fer lengst yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað!
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Mosfellsbæ. Staðan 0-1 fyrir Fjölni. Ekki mikið að frétta í þessum leik. Afturelding hefði þó átt að jafna rétt áður en flautað var til hálfleiks.
45. mín
DAUÐAFÆRI! Aron Jó tekur boltann vel með sér og er kominn í algjört dauðafæri inn á teignum. Hann setur boltann hinsvegar í stöngina og fram hjá. Þetta var langbesta færi heimamanna í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Þremur mínútum bætt við
43. mín
Afturelding fær hornspyrnu en Máni Austmann er mættur á nærstöngina til að stanga boltann frá.
41. mín
Aron Elí með fína fyrirgjöf en Andri Freyr nær ekki að stýra boltanum að marki. Brýtur af sér í leiðinni.
40. mín
Axel hélt áfram á sprettinum og átti fína fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Dagur Ingi var mættur en skot hans fer í hliðarnetið.
39. mín Gult spjald: Bjarni Páll Linnet Runólfsson (Afturelding)
Togar Axel niður en sóknin hélt áfram.
37. mín
Skemmtilega útfærð hornspyrna hjá Aftureldingu og Elmar Kári fær tækifæri í teignum en skot hans fer beint í varnarmann.
35. mín
Elmar Kári með fína hugmynd að finna Andra Frey á bak við vörnina en sendingin aðeins of föst.
32. mín
Júlíus Mar fær boltann beint í hausinn af stuttu færi. Leit virklega illa út. Sveinn stoppar leikinn strax en leikmenn Aftureldingar eru ósáttir þar sem þeir eru við það að komast í gott færi.
31. mín
Aron Jó með þrumuskot fyrir utan teig en það fer yfir markið.
29. mín
Fjölnismenn hafa lokað vel á Aftureldingu til þessa. Verið frekar þægilegt fyrir þá.
24. mín
Elmar Kári með fyrirgjöf sem fer aftur fyrir endamörk.
22. mín
Reynir fær boltann vinstra megin og reynir bara skot, en það er auðvelt viðureignar fyrir Arnar Daða í markinu.
21. mín
Aron Jó með fína skottilraun fyrir utan teig en Halldór Snær gerir vel í að verja. Aron kann svo sannarlega að skjóta á markið og hefur ósjaldan skorað með langskoti.
19. mín
Baldvin Þór með sendingu upp úr vörninni á nákvæmlega engan. Vel tilgangslaus sending.
19. mín
Svo á Hrannar Snær skot en það fer frekar langt yfir markið.
18. mín
Elmar Kári reynir að koma sér í skotfæri en Guðmundur Karl nær að trufla hann.
16. mín
Frekar rólegar mínútur eftir markið. Afturelding ekki náð að ógna mikið.
10. mín
Aron liggur eftir og öskrar. Daníel Ingvar virðist hafa stigið á hann, en ekkert dæmt.
8. mín
Hrannar Snær með fína tilraun sem fer rétt fram hjá markinu.
6. mín
Varnarleikurinn að sama skapi ekki upp á marga fiska hjá Aftureldingu. Rosalega auðvelt fyrir Axel.
5. mín MARK!
Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
Stoðsending: Reynir Haraldsson
MARK!!!!! Gestirnir taka forystuna!!!

Frábær sókn hjá Fjölnismönnum. Boltinn berst til vinstri á Reyni sem á stórgóða sendingu inn á Axel. Hann kemst upp að markinu og klárar snyrtilega utanfótar.

Hugglegt!
3. mín
Hamborgarakeimurinn sterkur að Varmá en leikurinn að byrja frekar rólega.
1. mín
Leikur hafinn
Kaleo í tækjunum þegar leikurinn hefst. Þetta er farið af stað!
Fyrir leik
Liðin mætt út á völl og leikurinn fer að hefjast. Þetta verður alvöru leikur!
Fyrir leik
Byrjunarlið Fjölnis Úlfur Arnar, þjálfari Fjölnis, gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn ÍR. Dagur Austmann, Axel Freyr Harðarson og Orri Þórhalsson koma inn í liðið fyrir Vilhjálm Yngva Hjálmarsson, Bjarna Þór Hafstein og Kristófer Dag Arnarson.

26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson
16. Orri Þórhallsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)
Fyrir leik
Byrjunarlið Aftureldingar Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, gerir bara eina breytingu frá 0-3 tapinu gegn ÍBV. Bjarni Páll Linnet Runólfsson kemur inn fyrir Bjart Bjarma Barkarson.

1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson
21. Elmar Kári Enesson Cogic
22. Oliver Bjerrum Jensen
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon
Fyrir leik
Það er blíðskaparveður í Mosó. Sól og sumar. Það er stemning í loftinu.
Fyrir leik
Var það viðtal vendipunkturinn? Úlfur Arnar fór í áhugavert viðtal á síðasta tímabili þegar Afturelding var með gott forskot á toppnum. Afturelding virtist vera á leið upp en liðið kastaði frá sér forskotinu eftir þetta viðtal. Í viðtalinu sagði Úlfur:

,,Afturelding hefur staðið sig gríðarlega vel, þeir spila vel og standa sig ofboðslega vel. En það er líklega rosalegur meðbyr með þeim og margt að falla með þeim, hlutir sem þú hefur ekki stjórn; dómgæsla, hvar boltinn er að detta inn í teig og svona. Allt hrós til þeirra en þetta er eins og City eða Liverpool, tapa varla stigi. Ef það kemur tuska í andlitið á þeim þá verðum við að sjá hvernig þeir takast á við það. Ef þeir takast illa á við það, þá reynum við okkar besta að ná þeim. En ef okkar örlög verða að fara í úrslitakeppnina, þá tæklum við það bara."

,,Maður bjóst ekki alveg við þessu, en ég bjóst svo sannarlega við að þeir yrðu öflugir. Við héldum kvöld fyrir okkar sterkustu bakhjarla fyrir mót og þar sagði ég það að fjögur lið gætu unnið deildina og ég nefndi Aftureldingu þar. Menn þurfa samt að átta sig á því að Afturelding er með mjög sterkt og rándýrt lið, þetta er eitt dýrasta liðið í deildinni. Þeir ná í leikmann úr úkraínsku úrvalsdeildinni, Arnór Gauta frá Noregi og Rasmus kemur til þeirra. Þetta er mjög sterkt lið, fólk þarf að átta sig á því. Þeir eru vel að þessu komnir en við sjáum hvað setur."

Fyrir leik
Þjálfararnir þekkjast vel Þjálfarar þessara tveggja liða þekkjast vel. Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Fjölnis, er fyrrum þjálfari Aftureldingar og þjálfaði þar Magnús Má Einarsson, þjálfara Mosfellinga. Það verður gaman að fylgjast með baráttu þeirra á hliðarlínunni í kvöld.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Finnst miður sú umræða að ungir Fjölnismenn séu að spila af nauðsyn Úr viðtali við Úlf, þjálfara Fjölnis, eftir tapleikinn gegn ÍR.

,,Mér finnst miður sú umræða að ungir leikmenn í Fjölni séu að spila af nauðsyn því það er verið að teikna upp einhverja slæma fjárhagsstöðu. Ef við værum með fullar kistur af gulli, þá væri liðið nákvæmlega eins. Þessir strákar eru að spila af því þeir eiga það skilið. Ekki vegna þess að það er einhver fjárskortur."

Fyrir leik
Leikir kvöldsins Það er heil umferð spiluð í Lengjudeildinni í kvöld.

18:00 Keflavík-Njarðvík (HS Orku völlurinn)
18:00 Grindavík-ÍBV (Stakkavíkurvöllur-Safamýri)
19:15 Dalvík/Reynir-Þór (Dalvíkurvöllur)
19:15 Leiknir R.-Þróttur R. (Domusnovavöllurinn)
19:15 Grótta-ÍR (Vivaldivöllurinn)
19:15 Afturelding-Fjölnir (Malbikstöðin að Varmá)

Fyrir leik
Spáir útisigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, spáir í leiki kvöldins. Daníel var valinn leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Afturelding 1 - 2 Fjölnir
Afturelding saknar Hjörvars Sigurgeirs, það hefur sést í sumar, með hann upp og niður vænginn væru þeir með 27 stig eftir þennan leik, en lítið hægt að gera í því núna. Óliver Dagur opnar leikinn á sjálfsmarki, poppstjarnan Reynir Haralds jafnar leikinn með hægri, Óliver Dagur verður síðan aftur á ferðinni og bjargar sér fyrir horn með sigurmarki beint úr horni.

Fyrir leik
Fjölnir Fjölnismenn töpuðu sínum fyrsta leik í deildinni í síðustu viku er þeir fóru í Breiðholtið og töpuðu gegn ÍR. Fjölnir er í öðru sæti deildarinnar með 17 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Njarðvíkur. Fyrir mót var Fjölnismönnum spáð í kringum miðja deild en þeir hafa byrjað vel.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Afturelding Mosfellingum var spáð efsta sætinu fyrir mót en byrjunin hefur ekki verið eins góð og þeir ætluðu sér. Afturelding er í fjórða sæti með ellefu stig eftir átta leiki og með -5 í markatölu. Liðið tapaði síðasta leik sínum 0-3 gegn ÍBV.

Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
Góðan kvöldið! Og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Aftureldingar og Fjölnis í Lengjudeild karla. Vægast sagt áhugaverður leikur framundan í Mosfellsbæ.

Mynd: Raggi Óla
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann ('84)
7. Dagur Ingi Axelsson ('77)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('84)
16. Orri Þórhallsson ('62)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('77)
8. Óliver Dagur Thorlacius ('84)
11. Jónatan Guðni Arnarsson
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson ('84)
37. Árni Steinn Sigursteinsson
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('62)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir
Sölvi Sigmarsson

Gul spjöld:
Axel Freyr Harðarson ('61)
Reynir Haraldsson ('82)
Sigurvin Reynisson ('90)

Rauð spjöld: