Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
banner
   fös 30. janúar 2026 08:50
Elvar Geir Magnússon
Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Bellingham orðaður við Chelsea
Powerade
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: EPA
Jude Bellingham.
Jude Bellingham.
Mynd: EPA
Raheem Sterling virðist hafa úr mörgum félögum að velja eftir að hann rifti samningi við Chelsea í vikunni. Hér er slúðurpakki dagsins en hann er byggður á molum sem BBC og Daily Mail tóku saman. Góða helgi og áfram Ísland!

Umboðsmenn enska kantmannsins Raheem Sterling (31), sem yfirgaf Chelsea í vikunni, eru í viðræðum við sjö félög í Meistaradeildarklassa sem vilja fá hann. (Sky Sports)

Tottenham íhugar það alvarlega að semja við Sterling. Thomas Frank er hlynntur því. (Teamtalk)

Burnley og ítölsku félögin Juventus og Napoli hafa einnig áhuga á Sterling. (Mail)

Manchester United hefur ekki fjármagn til að eltast við Cole Palmer (23), leikmann Chelsea, í sumar. (Mirror)

Chelsea íhugar að eyða 130 milljónum punda til að fá enska miðjumanninn Jude Bellingham (22) frá Real Madrid í sumar. (Fichajes)

Ajax er að fá úkraínska landsliðsmanninn Oleksandr Zinchenko (29) sem er á láni hjá Nottingham Forest frá Arsenal. (Fabrizio Romano)

Unai Emery, stjóri Aston Villa, er á blaði hjá Real Madrid sem skoðar stjóra fyrir næsta sumar. (Sky Þýskalandi)

Crystal Palace er að fá Evann Guessand (24) frá Aston Villa á lánssamningi með skyldu um kaup að uppfylltum ákvæðum. Hann fer í læknisskoðun hjá Palace í dag. (Daily Mail)

Chelsea er í viðræðum við Rennes um franska miðvörðinn Jeremy Jacquet (20) áður en janúarglugganum verður lokað. (Givemesport)

Real Madrid telur sig þurfa að styrkja sig varnarlega og vill portúgalska bakvörðinn Diogo Dalot (26) frá Manchester United. (Fichajes)

Manchester City hefur samþykkt að senda enska varnarmanninn Stephen Mfuni (17) á lán til Watford út tímabilið. (Fabrizio Romano)

Miðvörðurinn Axel Disasi (27) er nálægt því að ganga til liðs við West Ham á láni frá Chelsea. (Daily Mail)

Viðræður Fulham og PSV Eindhoven um sóknarmanninn Ricardo Pepi (23) ganga erfiðlega. Verðmiði PSV er um 800 þúsund pundum hærri en Fulham er tilbúið að borga. (Daily Mail)

Úlfarnir hafa áhuga á tveimur leikmönnum svissneska félagsins Basel; kantmanninum Philip Otele (26) og varnarmanninum fjölhæfa Jonas Adjetey (22). (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner