Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Í BEINNI
Mjólkurbikar kvenna
Valur
LL 3
0
Þróttur R.
Dalvík/Reynir
1
3
Þór
0-1 Elmar Þór Jónsson '3
0-2 Sigfús Fannar Gunnarsson '25
0-3 Alexander Már Þorláksson '71
Matheus Bissi Da Silva '77 1-3
26.06.2024  -  19:15
Dalvíkurvöllur
Lengjudeild karla
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Aron Birkir Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Franko Lalic (m)
4. Alejandro Zambrano Martin
5. Freyr Jónsson ('58)
6. Þröstur Mikael Jónasson (f)
10. Nikola Kristinn Stojanovic ('61)
17. Gunnlaugur Rafn Ingvarsson
18. Rúnar Helgi Björnsson
19. Áki Sölvason
21. Abdeen Temitope Abdul ('89)
26. Dagbjartur Búi Davíðsson ('89)
30. Matheus Bissi Da Silva

Varamenn:
24. Ísak Andri Maronsson Olsen (m)
8. Borja López ('61)
9. Jóhann Örn Sigurjónsson ('89)
11. Viktor Daði Sævaldsson
15. Bjarmi Fannar Óskarsson
16. Tómas Þórðarson ('89)
25. Elvar Freyr Jónsson ('58)

Liðsstjórn:
Dragan Stojanovic (Þ)
Björgvin Máni Bjarnason
Guðmundur Heiðar Jónsson
Aron Máni Sverrisson
Davíð Þór Friðjónsson
Sinisa Pavlica

Gul spjöld:
Þröstur Mikael Jónasson ('34)
Matheus Bissi Da Silva ('64)
Rúnar Helgi Björnsson ('80)

Rauð spjöld:
@saebjornth Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Skýrslan: Þórsarar sýndu sitt rétta andlit í kjöraðstæðum
Hvað réði úrslitum?
Þórsarar mættu betur til leiks, voru með fótinn á bensíngjöfinni og Dalvíkingar voru ekki klárir að nýta sér mögulegan skjálfta í Þórsliðinu. Sá skjálfti gat aldrei komið því Þórsarar komust fljótt yfir og komust svo í 2-0 fyrir hlé. Maður leiksins hafði svo sitt hvað að segja um það hvað réði úrsltum. Það er vert að minna á það líka hér að frábær mæting var á leikinn í kvöld, troðfull stúka og stuðningsfólk beggja liða lét heyra í sér, þó að Þórsarar hafi verið háværari, allavega miðað við mína staðsetningu. Rjómablíða var á Dalvík, kjöraðstæður fyrir fótboltaleik, veðuraðstæður sem kannski minna á Bogann þar sem Þórsarar voru svo góðir í vetur.
Bestu leikmenn
1. Aron Birkir Stefánsson
Þórsarar fengu áminningu um hversu öflugur fyrirliði þeirra getur verið, nokkrar frábærar vörslur. Aron datt ofan í holu fyrr í sumar en er vonandi fyrir Þórsara kominn upp úr henni.
2. Sigfús Fannar Gunnarsson
Sigfús átti mjög góðan dag, iðinn og skapandi. Kom inn í liðið og skoraði á gamla heimavellinum sínum. Allir í framlínunni þurfa að vera á tánum ætli þeir sér að halda sæti sínu í byrjunarliðinu. Birgir Ómar, Kristófer og Elmar áttu einnig flottan leik.
Atvikið
Þriðja markið innsiglar sigurinn fyrir Þórsara og var það ansi skrautlegt. Kristófer átti sendingu inn á teiginn og Sigfús Fannar einhvern veginn hittir ekki, boltinn berst á Alexander sem getur snúið sér og svo tekið hælspyrnu sem endar í netinu.
Hvað þýða úrslitin?
Í síðustu tveimur keppnisleikjum liðanna hefur Dalvík haft betur, slegið nágranna sína úr leik í bikarnum og Þórsarar vildu bæði svara fyrir það og slæmt gengi að undanförnu. Þórsarar fara upp úr fallsæti og eru nú í 9. sæti með níu stig, tveimur stigum meira en Dalvík sem er í 11. sæti. Dalvíkingar hafa ekki unnið leik síðan í 1. umferð.
Vondur dagur
Áður en ég byrja tuðið þá kannski byrja ég á því að sýna skilning, veit að liðið er á fyrsta ári í Lengjudeildinni og allt það. En að þurfa annað hvort að textalýsa úr bifreið eða gera það í gegnum síma er alveg þreytt. Einhver félög hafa leyst þetta með því að setja upp gám þar sem hægt er að vera með borð, stól, nettengingu og útsýni yfir völlinn. Það væri frábær lausn.
Dómarinn - 3,5
Snemma leiks var tækling sem Arnar kaus að spjalda ekki fyrir þegar farið var harkalega í Frey Jónsson. Í framhaldinu sleppti hann svo algjörlega að flauta í nokkrar mínútur. Ég er aðdáandi þess að leyfa mikið en þetta var fullmikið af því góða og það versta var að maður vissi aldrei við hverju maður átti að búast þegar menn fóru í návígi, verður flautað eða ekki? Það er samræmið sem við viljum, en það var erfitt að skilja línuna í dag.
Byrjunarlið:
1. Aron Birkir Stefánsson (m)
2. Elmar Þór Jónsson
3. Birgir Ómar Hlynsson ('90)
5. Birkir Heimisson
6. Árni Elvar Árnason ('78)
7. Rafael Victor ('61)
9. Alexander Már Þorláksson ('78)
15. Kristófer Kristjánsson
17. Fannar Daði Malmquist Gíslason ('61)
19. Ragnar Óli Ragnarsson
21. Sigfús Fannar Gunnarsson

Varamenn:
12. Auðunn Ingi Valtýsson (m)
8. Jón Jökull Hjaltason ('78)
20. Vilhelm Ottó Biering Ottósson
22. Egill Orri Arnarsson ('61)
23. Ingimar Arnar Kristjánsson ('61)
24. Ýmir Már Geirsson ('78)
30. Bjarki Þór Viðarsson ('90)

Liðsstjórn:
Sigurður Heiðar Höskuldsson (Þ)
Arnar Geir Halldórsson
Sveinn Leó Bogason
Gestur Örn Arason
Stefán Ingi Jóhannsson
Jónas Leifur Sigursteinsson

Gul spjöld:
Birkir Heimisson ('24)
Sigfús Fannar Gunnarsson ('96)

Rauð spjöld: