Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
banner
   lau 29. júní 2024 09:40
Brynjar Ingi Erluson
Bayern leggur fram lokatilboð í Palhinha - Barcelona og PSG berjast um Alvarez
Powerade
Joao Palhinha vill komast til Bayern
Joao Palhinha vill komast til Bayern
Mynd: Getty Images
Barcelona og PSG vilja Alvarez
Barcelona og PSG vilja Alvarez
Mynd: Getty Images
Alexander Isak gæti verið áfram hjá Newcastle
Alexander Isak gæti verið áfram hjá Newcastle
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðrinu á þessum fína laugardegi en það er nóg af bitastæðum molum að þessu sinni.

Bayern München hefur lagt fram lokatilboð sem nemur um 38-39 milljónum punda í Joao Palhinha (28), leikmann Fulham á Englandi. (Sky Sports)

West Ham er reiðubúið að greiða 35 milljónir punda fyrir Max Kilman (27), varnarmann Wolves, en West Ham er einnig sagt opið fyrir því að skoða aðra möguleika þar sem Wolves er ekki reiðubúið að lækka 45 milljóna punda verðmiðann. (Guardian)

Fulham er að vinna að því að framlengja við Willian (35) og Bobby Reid (31), en samningar þeirra renna út á mánudag. (Standard)

Viðræðum Manchester United og Erik ten Hag miðar áfram og er búist við að samkomulag náist á næstu dögum. (Sky Sports)

Chelsea hefur ítrekað að það vill fá 37 milljónir punda fyrir belgíska framherjann Romelu Lukaku (31). AC Milan og Napoli halda þó enn í vonina um að Chelsea lækki verðmiðann í sumarglugganum. (Gianluca Di Marzio)

Barcelona og Paris Saint-Germain eru að vonast til þess að geta sannfært argentínska framherjann Julian Alvarez (24) um að yfirgefa Manchester City í sumar. (Caught Offside)

AC Milan hefur áhuga á því að fá Tammy Abraham (26), framherja Roma, en hann er samningsbundinn til 2026. (La Gazzetta dello Sport)

Juventus er að fylgjast með stöðu Ademola Lookman (26), framherja Atalanta. Bayern München og fjölmörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga á nígeríska landsliðsmanninum. (Mail)

Bayern München er í viðræðum við Bayer Leverkusen um kaup á Jonatahan Tah (28). Félögin eru að nálgast samkomulag um Tah sem á eitt ár eftir af samningi sínum hjá Leverkusen. (Sky Sports)

Newcastle United er vongott um að sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak (24) muni framlengja samning sinn í sumar, en hann hefur verið orðaður við Chelsea. (Givemesport)

Barcelona mun líklega ekki reyna við Joshua Kimmich, leikmann Bayern München í sumar, en Amadou Onana (22), leikmaður Everton, og Mikel Merino (28), leikmaður Real Sociedad, eru ofar á lista spænska félagsins. (Mundo Deportivo)

Tottenham er á eftir hinum unga og efnilega Archie Gray, sem er á mála hjá Leeds United. Spænsk og þýsk félög eru einnig á eftir honum. (Talksport)

Southampton er í viðræðum við Russell Martin, stjóra félagsins, um nýjan samning. Hann stýrði liðinu upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð. (Athletic)
Athugasemdir
banner
banner