Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Í BEINNI
Mjólkurbikar kvenna
Valur
LL 3
0
Þróttur R.
Keflavík
1
1
Njarðvík
Ásgeir Páll Magnússon '14 1-0
1-1 Arnar Helgi Magnússon '58
26.06.2024  -  18:00
HS Orku völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Keflavíkurgola en sólin skín og hiti um 12 gráður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 1100
Maður leiksins: Axel Ingi Jóhannesson
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
8. Ari Steinn Guðmundsson
10. Dagur Ingi Valsson
19. Edon Osmani ('66)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel ('89)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
25. Frans Elvarsson (f) ('70)
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson ('89)
17. Óliver Andri Einarsson
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('70)
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson ('66)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Luka Jagacic
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('45)
Edon Osmani ('63)
Axel Ingi Jóhannesson ('79)

Rauð spjöld:
Leik lokið!

Þessum leik er lokið hér á HS Orkuvellinum. Jafntefli niðurstaðan sem heilt yfir er líklega bara sanngjarnt. Keflavík sterkara liðið í fyrri hálfleik en taflið snerist við í þeim síðari og liðin sættast á skiptan hlut.

VIðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Njarðvík fær horn.

Alveg örugglega síðasta spyrna leiksins.
91. mín
Darraðardans í teig Njarðvíkur eftir horn.
Keflvíkingar með skot eftir kúluspil í teignum en boltinn framhjá markinu.
90. mín
Uppbótartími framundan tvær mínútur eru það
89. mín
Inn:Gabríel Aron Sævarsson (Keflavík) Út:Sami Kamel (Keflavík)
Sami átt betri daga í búningi Keflavíkur.
88. mín
Keflavík brunar upp
Kári með boltann fyrir frá hægri, Dagur Ingi bara of seinn inn á teiginn og Njarðvíkingar koma boltanum frá.
88. mín
Það eru 1100 manns á HS-Orkuvellinum í kvöld.

Vel gert!
87. mín
Njarðvík vinnur horn.
83. mín
Stórhætta í teig Keflavíkur. Skyndisókn Njarðvíkur, Oumar inn á teignum reynir að setja boltann fyrir markið en varnarmenn koma boltanum í horn.
82. mín
Farið að styttast í leikslok hér. Fáum við dramatík eða sættast liðin á stig á haus.
79. mín Gult spjald: Axel Ingi Jóhannesson (Keflavík)
Fyrir stympingar án bolta.

Njarðvíkingar í stúkunni brjálaðir og vilja annan lit.
78. mín
Inn:Svavar Örn Þórðarson (Njarðvík) Út:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík)
76. mín
Lukkan með Keflavík í liði
Oumar dettur óvænt í gegn eftir að Ásgeir Helgi missir boltann yfir sig. Ásgeir Orri framarlega í markinu og ákveður Oumar að skjóta, Ásgeir Orri dettur á leið sinni til baka en sem betur fer fyrir hann fer skot Oumar ekki á markið.
73. mín
Tómas Bjarki vinnur sig í fyrirgjafarstöðu eftir skyndisókn Njarðvíkur. Setur boltann fyrir markið frá hægri en Ásgeir Orri mætir út og handsamar boltann.
70. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Frans Elvarsson (Keflavík)
66. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Edon Osmani (Keflavík)
64. mín
Hreggviður núna nærri því búinn að skora sjálfsmark
Ari Steinn með fyrirgjöf sem Hreggviður ætlar að negla frá. Hittir boltann afar illa og setur hann hárfínt framhjá eigin marki.
63. mín Gult spjald: Edon Osmani (Keflavík)
Tekur boltann með sér eftir að hafa verið dæmdur brotlegur.
60. mín
Gunnlaugur Fannar nálægt því að setja boltann í eigið net
Fyrirgjöf frá vinstri inn á teiginn. Gunnlaugur í baráttu við Oumar rekur kollinn í boltinn en Ásgeir Orri kastar sér niður og handsamar boltann áður en hann fer inn fyrir línuna.

Mikið ferskara Njarðvíkurlið í þessum síðari hálfleik.
58. mín MARK!
Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
Njarðvík er að jafna!
Oumar með boltann inn á teiginn sem fellur fyrir Arnar Helga sem á skot, Boltinn í Ásgeir Orra markvörð og snýst löturhægt í netið.

Allt jafnt hér,
58. mín
Gunnlaugur Fannar brotlegur, brýtur á Oumar á miðjum vallarhelmingi Keflavíkur.
55. mín
Amin Cosic í prýðisfæri eftir sókn Njarðvíkur, skallafæri á markteig en Ásgeir Helgi gerir nóg til að þess að trufla hann og boltinn yfir markið.
51. mín
Freysteinn að vinna sig í færi eftir góða sókn Njarðvíkur, klappar boltanum of oft og ekkert verður úr.
47. mín
Oumar vinnur aukapyrnu fyrir Njarðvík. Tekur hana sjálfur og reynir skotið af löngu færi. Ásgeir Orri ekki í vandræðum með hana.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimamenn sparka okkur af stað á ný.
45. mín
Hálfleikur

Keflavík verið skarpara liðið hér í fyrri hálfleik svona heilt yfir. Mér hefur þó heldur þótt draga af þeim er líða fór á hálfleikinn.

Við komum aftur með síðari hálfleik að vörmu spori.
45. mín
+1
Lúmskur bolti settur á markið. Ásgeir Orri velur að slá boltann í horn.
45. mín Gult spjald: Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Keflavík)
Brýtur á Freysteini við vítateigslínu upp við endamörk. Sentimetrum frá því að vera vítaspyrna.

Gunnlaugur lendir á eftir og togar hann niður.
39. mín
Ari Steinn með lipra takta í teig Njarðvíkur, nær skotinu en boltinn af varnarmanni og í horn.
35. mín
Keflvíkingar klaufar!
Þrír á tvo, Dagur Ingi með boltann og Edon og Sami sitthvoru megin við sig. Velur rangann kost þegar hann reynir að finna Edon í hlaupinu. Með mann í sér á meðan Kamel var gapandi frír til vinstri.
34. mín
Hafliði Breiðfjörð er að sjálfsögðu með myndavél á lofti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

29. mín
Heimamenn heppnir Markvörðurinn Ásgeir stálheppinn. Fær pressuna á sig frá Oumar og setur boltann beint í hann, nær á einhvern hátt að krafla sig út úr því og kasta sér á boltann áður en Oumar skilar honum í tómt markið.
28. mín
Aftur reynir Tómas Bjarki með skot fyrir Njarðvík. Góð tilraun en rétt framhjá.

Ásgeir Orri virtist vera með þetta á hreinu.
25. mín
Aron Snær með tvöfalda vörslu
Frans Elvarsson með gott skot utan af velli sem Aron slær frá marki sínu, frákastið á Stefán Jón sem er í afbragðsfæri en aftur ver Aron og nú í horn.

Ekkert kemur upp úr horninu.
23. mín
Ekkert kemur upp úr tveimur hornspyrnum Keflavíkur í röð. Njarðvík brunar upp í skyndisókn, boltinn inn fyrir vörn Keflavíkur og Oumar og Ásgeir Orri í kapphlaupi um boltann. Markvörðurinn á undan og Keflvíkingar hreinsa.
22. mín
Heimamenn að ná upp góðri pressu. Njarðvíkingar í basli með að koma boltanum úr öftustu línu og gefa hér horn,
19. mín
Lúmskt skot frá Degi Inga
Fær boltann vinstra megin í teignum og reynir að lauma honum framhjá Aroni á nær. Aron snöggur niður og ver í horn.
17. mín
Tómas Bjarki með skot fyrir Njarðvík. Ágætis tilraun en yfir markið fer boltinn.
14. mín MARK!
Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Stoðsending: Edon Osmani
Keflvíkingar reiða fyrst til höggs
Sami Kamel með spyrnuna inn á teiginn sem Njarðvíkingar eru fyrstir á. Ná þó ekki að skalla boltann út úr teignum sem fellur fyrir Edon Osmani sem reynir skot, Ásgeir Páll breytir stefnu boltans sem er á leið framhjá og stýrir honum í markið.
14. mín
Axel Ingi vinnur horn fyrir Keflavík. Heimamenn verið marksæknari hér í upphafi en ekkert skapað að ráði þó.
9. mín
Kamel reynir
Skot af löngu færi eftir að Keflavík vann boltann hátt á vellinum.

Aron var öruggur á að þessi væri hvergi nærri markinu.
5. mín
Ari Steinn í ágætu færi vinstra megin í teignum eftir snögga sókn Keflavíkur. Reynir að snúa boltann í hornið fjær en boltinn svífur talsvert framhjá stönginni.
3. mín
Fyrsta horn leiksins er heimamanna.
1. mín
Leikur hafinn

ÞEtta er farið af stað hér á HS Orkuvellinum. Það eru gestirnir sem hefja hér leik og sækja í átt að Sýslumanninum á Suðurnesjum.
Fyrir leik
Örlítil töf á að leikur hefjist
Sokkamál að stríða Njarðvíkingum, mættu með svarta sokka en Keflavík leikur í dökkbláum. Pétur sendi Njarðvíkinga yfir í næstu götu að ná í aðra sokka sem þeir og gerðu. Ganga hér til vallar í hvítum sokkum.
Fyrir leik
Liðin mætt í hús.
Gleðiefni fyrir Keflavík að sjá Sami Kamel og Frans Elvarsson snúa aftur í byrjunarlið þeirra en Nacho Heras er á móti frá vegna leikbanns.

Hjá gestunum eru tveir leikmenn í banni. Dominik Radic og Kaj Leó taka út leikbann, þá er Kenneth Hogg ekki á skýrslu og er væntanlega frá vegna meiðsla.
Fyrir leik
Að sjálfsögðu í beinni á Youtube
Fyrir leik
Dómarateymið
Það dugar ekkert annað en Pétur Guðmundsson á flautuna í þessum grannaslag. Til halda böndum á mönnum og sjá til þess að leikar fari vel fram hefur Pétur svo þá Guðmund Inga Bjarnason og Hrein Magnússon sér til halds og trausts. Það er svo Eyjólfur Ólafsson sem hefur eftirlit KSÍ á höndum sér og tekur út störf dómara sem og framkvæmd leiks.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fleiri spá í spilin Ég fékk Ingvar Jónsson markvörð Íslandsmeistara Víkinga og uppalinn Njarðvíking einnig til að spá fyrir um úrslit leiksins.

Keflavík 1 - 1 Njarðvík

Ég spái þessu 1-1 í hörkuleik með vonandi yfir 1000 manns í stúkunni. Freysteinn Guðna nýtir tækifærið og setur hann fyrir mína menn en Frans Elvars verður allt í öllu hjá Keflvíkingum og nær að tryggja þeim stig í lokin.

Mynd: Ingvar Jónsson í búningi Njarðvíkur Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson

Fyrir leik
Spámenn umferðarinnar Daníel Hafsteinsson, leikmaður KA, spáir í leiki kvöldins. Daníel var valinn leikmaður umferðarinnar í síðustu umferð Bestu deildarinnar.

Keflavík 2 - 1 Njarðvík
Það verður líflegur leikur 2 rauð, 3 mörk og Bói skiptir sér sjálfum inná í föstu leikatriðunum. Kef er alltaf Kef í Kef, allavegana stundum.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Það hefur ekki verið algengt í gegnum árin að liðin séu saman í deild. Aðeins fjórum sinnum hafa liðin leikið innbyrðis í deildarkeppni KSÍ frá upphafi. Þar hefur Keflavík haft sigur í þrígang og einum leik lokið með jafntefli.

Síðasta viðureign

Liðin mættust í Mjólkurbikarnum sumarið 2022 á HS-Orkuvellinum. Lið Njarðvíkur sem þá lék í 2.deild mætti þar á heimavöll granna sinna sem léku í Bestu deildinni og slógu þá hreinlega í rot. 4-1 sigur Njarðvíkinga staðreynd í hreint mögnuðum fótboltaleik. Magnús Þórir Matthíasson reyndist þar gömlu félögunum í Keflavík afar erfiður og skoraði tvívegis og fór hamförum í fagnaðarlátum eftir leik með liðfélaga sínum úr Keflavík Einari Orra Einarssyni sem einnig lék með Njarðvík í leiknum.

Leikurinn sem fréttaritari fjallaði einnig um fyrir hönd Fótbolta.net er mér einnig sérstaklega eftirminnilegur vegna viðtala eftir leikinn. Þar eyddi Sigurður Ragnar Eyjólfsson þáverandi þjálfari Keflavíkur dágóðum tíma í viðtalinu eftir leik í að tjá þá skoðun sína að fyrir löngu væri tímabært að skoða sameiningu félaganna.

   26.05.2022 08:30
Vill sameina Keflavík og Njarðvík - „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu"

Mynd:Magnús Þórir og Einar Orri saman í litum Keflavíkur fyrir "nokkrum" árum Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson

Fyrir leik
Keflavík Keflavík er nær því að vera á pari við spár en grannar þeirra úr Njarðvík. Liðinu sem spáð var þriðja sæti fyrir mót situr í dag í því fimmta sem er síðasta sætið inn í umspil um sæti í Bestu deildinni.

Leikur Keflavíkur hefur verið heldur sveiflukenndur þetta sumarið og hefur ekki hjálpað að missa lykilmenn eins og Sami Kamel í meiðsli. Hann var þó á bekknum fyrir rétt um viku síðan gegn Þrótti og möguleiki á að hann komi við sögu í dag. Það mun Nacho Heras hins vegar ekki gera en hann tekur út leikbann vegna fjögurra áminninga.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Ég held að það sé óhætt að segja að lið Njarðvíkur sé það lið sem komið hefur hvað mest á óvart á Íslandi það sem af er sumri. Liðið sem spáð var 10.sæti í spá Fótbolta.net hefur gefið okkur langt nef og situr á toppi deildarinnar eftir átta umferðir með 19 stig.

Það er einhver ára yfir Njarðvík þetta sumarið og mikil og jákvæð orka sem stafar frá Gunnari Heiðari Þorvaldssyni þjálfara liðsins sem og leikmönnum. Njarðvíkingar eru eflaust farnir að leyfa sér að dreyma um eitthvað stórkostlegt en eru eflaust minnugir örlaga Aftureldingar frá því í fyrra sem virtist ætla að stinga af lengi vel en endaði á að tapa í umspili um sæti í Bestu deildinni.

Skörð eru hoggin í lið Njarðvíkur í dag sóknarlega en bæði Dominik Radic sem og Kaj Leo Í Bartalstovu þurfa að gera sér að góðu að sitja í stukunni en þeir taka út leikbann.

Mynd: Gunnar Heiðar með lið sitt á toppnum Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Rétt rúmir 800 metrar á milli miðjuhringja Það er alveg óhætt að segja að liðin séu sannarlega grannar. Mjög óvísindaleg mæling á fjarlægð á milli miðjuhringja á heimavöllum liðanna segir að fjarlægðin frá miðju Rafholtsvallar að miðju HS-Orkuvallar sé 809,43 metrar.
Fyrir leik
Grannaslagur af bestu gerð framundan Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin i þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá grannaslag Keflavíkur og Njarðvíkur í Lengjudeild karla.
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
3. Sigurjón Már Markússon (f)
5. Arnar Helgi Magnússon
7. Joao Ananias
9. Oumar Diouck
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('78)
14. Amin Cosic
15. Ibra Camara
18. Björn Aron Björnsson
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
4. Slavi Miroslavov Kosov
16. Svavar Örn Þórðarson ('78)
20. Erlendur Guðnason
23. Samúel Skjöldur Ingibjargarson
27. Jayden Mikael Rosento

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Helgi Már Helgason
Arnar Freyr Smárason
Sigurður Már Birnisson
Viktor Þórir Einarsson
Margrét Ársælsdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: