Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sér fram á að félagið sameini krafta sína með Njarðvík og renni saman í eitt félag í framtíðinni.
Njarðvík skellti Keflavík 4-1 á HS Orkuvellinum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.
Sigurður Ragnar var auðvitað fyrir vonbrigðum með úrslit leiksins en kom með þá hugmynd að sameina félögin í framtíðinni og telur hann að það verði að veruleika.
Saman gætu þau orðið eitt besta félag landsins.
„Það var frábært og þegar ég kíkti upp í stúkuna og sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.
„Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur en það," sagði hann ennfremur.
Athugasemdir