Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   fim 26. maí 2022 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Vill sameina Keflavík og Njarðvík - „Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu"
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, sér fram á að félagið sameini krafta sína með Njarðvík og renni saman í eitt félag í framtíðinni.

Njarðvík skellti Keflavík 4-1 á HS Orkuvellinum í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær.

Sigurður Ragnar var auðvitað fyrir vonbrigðum með úrslit leiksins en kom með þá hugmynd að sameina félögin í framtíðinni og telur hann að það verði að veruleika.

Saman gætu þau orðið eitt besta félag landsins.

„Það var frábært og þegar ég kíkti upp í stúkuna og sá það var full stúka og ég held að þessi tvö félög einhvern tímann í framtíðinni verði eitt félag. Hér verður full stúka á öllum leikjum hvort sem hún verður hér eða annars staðar í bænum," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net.

„Saman gætu þessi tvö félög verið eitt af því besta á landinu. Ég held að það verði framtíðin en í dag óska ég Njarðvík til hamingju með flottan leik en við þurfum að gera miklu betur en það," sagði hann ennfremur.
„Tel að liðið sem við stilltum upp eigi að vera fyllilega nógu gott til að vinna Njarðvík"
Athugasemdir
banner