Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Stjarnan
0
4
Víkingur R.
0-1 Nikolaj Hansen '10
0-2 Karl Friðleifur Gunnarsson '22
0-3 Helgi Guðjónsson '58
0-4 Helgi Guðjónsson '78
27.06.2024  -  19:15
Samsungvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sú gula lætur sjá sig en lúmskur hliðarvindur
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 729
Maður leiksins: Danijel Dejan Djuric
Byrjunarlið:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
4. Óli Valur Ómarsson
6. Sindri Þór Ingimarsson
7. Örvar Eggertsson ('74)
8. Jóhann Árni Gunnarsson ('74)
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson (f)
17. Andri Adolphsson ('62)
22. Emil Atlason
35. Helgi Fróði Ingason ('63)
80. Róbert Frosti Þorkelsson ('83)

Varamenn:
13. Mathias Rosenörn (m)
2. Heiðar Ægisson ('62)
11. Adolf Daði Birgisson
28. Baldur Logi Guðlaugsson ('83)
30. Kjartan Már Kjartansson ('74)
32. Örvar Logi Örvarsson ('74)
37. Haukur Örn Brink ('63)

Liðsstjórn:
Jökull I Elísabetarson (Þ)
Davíð Sævarsson
Björn Berg Bryde
Rajko Stanisic
Þór Sigurðsson
Hákon Ernir Haraldsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Jökull I Elísabetarson ('12)
Heiðar Ægisson ('63)

Rauð spjöld:
@karisnorra Kári Snorrason
Skýrslan: Víkingar gengu berserksgang í Garðabæ
Hvað réði úrslitum?
Stjarnan fannst mér varla mæta til leiks, hægir og seinir í návígi og topplið Víkings refsar fyrir það. Í síðari hálfleik fannst mér Stjarnan pressa meira en Víkingar áttu afar auðvelt með að spila í gegnum þá pressu. Mörk Víkinga hefðu hæglega getað orðið fleiri hefðu þeir nýtt öll færi sín. Verður fróðlegt að sjá XG tölfræðina. Spennandi verður að sjá viðureign þessara liða í Mjólkurbikarnum næstkomandi miðvikudag.
Bestu leikmenn
1. Danijel Dejan Djuric
Danijel kemur til baka eftir tveggja leikja bann og leggur upp þrjú mörk ásamt því að eiga tvö stangarskot, magnaður í dag.
2. Helgi Guðjónsson
Helgi með tvær trylltar afgreiðslur, yfirvegaður fyrir framan markið. Nákvæmlega það sem Víkingar þurftu til að endanlega klára þennan leik.
Atvikið
Í fyrsta marki leiksins er Danijel Djuric og Óli Valur í baráttu og Djuric togar aðeins í Óla. Jökull þjálfari Stjörnunnar óánægður með að ekkert hafi verið dæmt og fær gult spjald að launum, spurning hvort þetta hafi algerlega slökkt á Stjörnunni.
Hvað þýða úrslitin?
Víkingar eru á toppi deildarinnar nú með fjögurra stiga forystu en Breiðablik á leik til góða. Stjarnan er í 7. sæti deildarinnar með 16 stig, tapað fjórum af síðustu fimm leikjum.
Vondur dagur
Hvar á maður að byrja, enginn góður hjá Stjörnunni í dag. Sindri Þór fannst mér þó eiga slökustu frammistöðuna í vörninni en ekki hægt að skella skuldinni allri á einn mann, herfileg frammistaða hjá öllu liðinu í dag.
Dómarinn - 5
Hefði getað dæmt brot í aðdraganda fyrsta marks leiksins. Í stöðunni 3-0 og 4-0 fannst mér Erlendur hálf vorkenna Stjörnunni og línan varð þá mjög skrýtin. Víkingar fengu spjöld en Stjörnuleikmenn sluppu. Árni Snær heppinn að fá ekki rautt undir lok leiks er Ari Sigurpáls pikkaði boltanum framhjá honum og Árni fer seint í hann. Einnig vítaspyrnukall þegar Sveinn Gísli var tekinn niður í teignum. Kannski eðlileg viðbrögð Erlends að bæta ekki gráu ofan á svart en auðvitað á sama lína að gilda um bæði lið.
Byrjunarlið:
1. Ingvar Jónsson (m)
4. Oliver Ekroth
5. Jón Guðni Fjóluson
6. Gunnar Vatnhamar
7. Erlingur Agnarsson ('75)
10. Pablo Punyed ('75)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson ('62)
23. Nikolaj Hansen (f) ('57)
25. Valdimar Þór Ingimundarson
27. Matthías Vilhjálmsson ('57)

Varamenn:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson ('62)
8. Viktor Örlygur Andrason ('75)
9. Helgi Guðjónsson ('57)
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('57)
12. Halldór Smári Sigurðsson
17. Ari Sigurpálsson ('75)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Aron Baldvin Þórðarson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Karl Friðleifur Gunnarsson ('29)
Danijel Dejan Djuric ('82)

Rauð spjöld: