Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Vestri
1
3
Fram
0-1 Magnús Þórðarson '16
0-2 Már Ægisson '38
0-3 Brynjar Gauti Guðjónsson '47
Andri Rúnar Bjarnason '95 1-3
27.06.2024  -  18:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt uppá 10
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 550
Maður leiksins: Fred Saraiva
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('63)
3. Elvar Baldvinsson ('45)
4. Fatai Gbadamosi
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King ('54)
19. Pétur Bjarnason
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani ('63)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('45)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Aurelien Norest
9. Andri Rúnar Bjarnason ('54)
14. Johannes Selvén ('63)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('45)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('45)
77. Sergine Fall ('63)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
Gustav Kjeldsen
Jeppe Gertsen
Vladan Dogatovic
Þóra Elín Einarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Svavarsson ('60)
Elmar Atli Garðarsson ('62)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
1-3 lokatölur Þægilegur sigur Framara staðreynd. Hörmuleg frammistaða Vestra staðreynd.
Hákon Dagur Guðjónsson
95. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Boltinn er uppí loftinu og dettur fyrir Andra sem leggur boltann í netið af stuttu færi. Sárabót
Hákon Dagur Guðjónsson
94. mín
Þarna átti Þórður að dæma víti. Brynjar Gauti hendir sér í tveggja fóta tæklingu, nær að vísu boltanum fer aðalega í sköflunginn á Andra Rúnari. Tækling sem á ekki að sjást
Hákon Dagur Guðjónsson
93. mín
Inn:Aron Snær Ingason (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
Hákon Dagur Guðjónsson
91. mín
Benó tekur horn, léttur æfingarbolti fyrir Ólaf
Hákon Dagur Guðjónsson
90. mín
6 mínútur í uppbótartíma, algjör óþarfi
Hákon Dagur Guðjónsson
87. mín
Inn:Breki Baldursson (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Hákon Dagur Guðjónsson
86. mín
Sláturskip Arctic Fish, Ronja Harvester, siglir að bryggju hérna gengnt vellinum. Eiginlega það merkilegasta sem er að gerast núna.
Hákon Dagur Guðjónsson
83. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
Töfrar í Fred eins og alltaf
Hákon Dagur Guðjónsson
83. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
Gummi flottur í dag
Hákon Dagur Guðjónsson
80. mín Gult spjald: Adam Örn Arnarson (Fram)
Tilgangslaus tækling lengst útá kanti
Hákon Dagur Guðjónsson
75. mín
Eskelinen! Eini maðurinn á lífi í liði heimamanna með stórkostlega vörslu! Dómarakast hinum megin á vellinum, boltinn pingaður innfyrir og Magnús er að sjálfsögðu kominn einn á móti markmanni.
Hákon Dagur Guðjónsson
75. mín
Fatai liggur í grasinu með krampa, gjörsamlega búinn á því. Davíð Smári á engar skiptingar
Hákon Dagur Guðjónsson
70. mín
Tryggvi Snær kemst í góða stöðu upp við endamörk en Eskelinen bjargar á elleftu stundu og ver fyrirgjöfina. Vestramenn komast ekki nálægt Frömurum, þetta er eiginlega vandræðalegt
Hákon Dagur Guðjónsson
64. mín
Haraldur liggur sárþjáður eftir að hafa sparkað uppundir takkana hjá Fatai. Beint fyrir framan línuvörðinn sem flaggar innkast
Hákon Dagur Guðjónsson
63. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Morten Ohlsen Hansen (Vestri)
Hákon Dagur Guðjónsson
63. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
Hákon Dagur Guðjónsson
62. mín Gult spjald: Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
Hákon Dagur Guðjónsson
61. mín
Smá lífsmark Andri finnur Benó sem nær fínu skoti sem Ólafur ver. Boltinn berst síðan á Andri sem á skot í D boganum en það fer rétt framhjá.
Hákon Dagur Guðjónsson
60. mín Gult spjald: Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri)
Már skeiðar upp hægri vænginn og Guðmundur tekur hann niður. Aukaspyrna á fínum stað
Hákon Dagur Guðjónsson
56. mín
Fred er kominn aftur inn. Vestri á horn
Hákon Dagur Guðjónsson
55. mín
Meiðsli hjá Fram Fred fær aðhlynningu eftir einhver viðskipti á miðjunni. Gummi Magg fór niður og hélt um hnéð eftir enga snertingu sem er aldrei góðs viti. Hann stóð þó nokkuð fljótt upp
Hákon Dagur Guðjónsson
54. mín
Inn:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri) Út:Toby King (Vestri)
Ekki góður dagur hjá Toby frekar en öðrum. Sást lítið til hans
Hákon Dagur Guðjónsson
50. mín
Dauðafæri!! Fred hirðir boltann af Elmari sem virkar seinn, Fred er kominn einn á móti William í markinu sem bíður og bíður. Fred reynir að leika á hann en William gerir hrikalega vel og hirðir boltann af honum. Þarna átti staðan að vera orðin 0-4
Hákon Dagur Guðjónsson
50. mín
Nú er róðurinn þungur fyrir heimamenn, eiga hér hornspyrnu eftir fínan sprett hjá Silas
Hákon Dagur Guðjónsson
47. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Fram)
Fyrirgjöf frá hægri, klafs í teignum sem Brynjar Gauti er fyrstur til að átta sig á og kemur boltanum í netið
Hákon Dagur Guðjónsson
47. mín
Fatai smá heppinn, hendir sér í tveggja fóta tæklingu en nær boltanum, horn
Hákon Dagur Guðjónsson
46. mín
Leikur hafinn
Hákon Dagur Guðjónsson
45. mín
Inn:Guðmundur Arnar Svavarsson (Vestri) Út:Elvar Baldvinsson (Vestri)
Elvar átti ekki góðan dag á skrifstofunni, átti þátt í báðum mörkum Fram
Hákon Dagur Guðjónsson
45. mín
Inn:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri) Út:Eiður Aron Sigurbjörnsson (Vestri)
Meiðslin líklega ennþá til staðar
Hákon Dagur Guðjónsson
45. mín
Hálfleikur
Góðar fréttir fyrir Vestra Hálfleiksflautið frá Þórði er það bjartasta sem Vestri hefur séð frá því að Magnús skoraði. Leikur heimamanni gjörsamlega hrundi eftir góða byrjun. Davíð Smári tekur líklega gott kast í klefanum og þarf að gera breytingar, það er alveg klárt. Pétur og Toby geta ekki kvartað ef að dagurinn þeirra er á enda. Vörnin lítur einnig illa út, eru í undirtölu að því er virðist út um allan völl.

Rúnar Kristins klappar líklega fyrir sínum mönnum. Fred fær tíma á miðjunni til að velja sér sendingar, þeir skeiða upp kantana að vild og Gummi Magg fær að taka hlaup eftir hlaup.

Vonandi verður þetta meira spennandi eftir hlé.
Hákon Dagur Guðjónsson
42. mín
Dauðafæri Fram! Fred finnur Harald í overlap í teignum og hann reynir að vippa boltanum yfir Eskelinen sem fær boltann í kassann. Framarar líta út eins og þeir séu að leika sér á skólalóðinni, alltof auðvelt.
Hákon Dagur Guðjónsson
38. mín MARK!
Már Ægisson (Fram)
Már Ægisson! Ólafur markmaður spyrnir langt fram, Elvar eiginlega bara fleytir honum innfyrir á Má sem klárar í nærhornið einn gegn Eskelinen. Ódýrara verður það ekki.
Hákon Dagur Guðjónsson
37. mín
Misheppnuð fyrirgjöf frá Silas Songani endar í markspyrnu. Fyrsta sem sést frá Vestra í korter, ekkert til að skrifa heim um en þó eitthvað
Hákon Dagur Guðjónsson
35. mín
Tarik sleppur með skrekkinn Boltinn skoppar fyrir framan hann og hann tekur við honum eiginlega bara með hendinni frekar en kassanum, er eiginlega bara stálheppinn að fá ekki klaufalegasta víti ársins dæmt á sig þarna.
Hákon Dagur Guðjónsson
33. mín
Það fer kliður um stúkuna núna. Framarar gera það sem þeir vilja, Vestramenn horfa á og benda á hvorn annan.
Hákon Dagur Guðjónsson
30. mín
Framarar eru að taka völdin núna. Vörn Vestra virkar ekki sannfærandi.
Hákon Dagur Guðjónsson
28. mín
Útsala! Fatai hoppar hæð sína í loft upp fyrir skot sem aldrei verður. Adam er í fínu færi fyrir vinstri fótar skot en það siglir yfir. Eiður er sestur, mögulega var endurkoma hans of góð til að vera sönn.
Hákon Dagur Guðjónsson
25. mín
Pétur skeiðar fram úr horninu og á eftir að gefa einfalda sendingu innfyrir á Benó en hún er alltof föst og auðvelt fyrir Ólaf að hreinsa
Hákon Dagur Guðjónsson
24. mín
Fram á hornspyrnu. Eiður rétt bjargaði löngum bolta frá dauðafæri í aðdragandanum.
Hákon Dagur Guðjónsson
22. mín
Þetta mark er búið að blása alvöru lífi í leikinn. Allt önnur ákefð núna
Hákon Dagur Guðjónsson
18. mín
Allt að gerast! Annar frábær samleikur hjá Benó og Elvari á vinstri. Benó leikur á tvo og reynir að krulla boltann í fjærhornið en boltinn sleikir stöngina!
Hákon Dagur Guðjónsson
17. mín
Fred! Hörkuskot sem William ver frábærlega. Elvar fær boltann í hendina í framhaldinu en Þórður dæmir ekkert. Sá þetta ekki almennilega
Hákon Dagur Guðjónsson
16. mín MARK!
Magnús Þórðarson (Fram)
Stoðsending: Fred Saraiva
Einfalt og skjótt! Hornið er skallað frá, Elvar gefur frá sér boltann á hræðilegum stað. Tiago stingur boltanum á Fred sem er einn á Eskelinen, hann rennir boltanum til hliðar á Magnús sem setur boltann í autt markið. Gegn gangi leiksins en það spyr enginn að því.
Hákon Dagur Guðjónsson
16. mín
Eitthvað atriði af æfingasvæðinu sem skilar horni. Illa farið með gott tækifæri
Hákon Dagur Guðjónsson
15. mín Gult spjald: Már Ægisson (Fram)
Aukaspyrna á hættulegum stað Frábær samleikur hjá Elvari og Benó á vinstri vængnum. Már Ægisson brýtur á Elvari á vítateigshorninu og uppsker spjald fyrir.
Hákon Dagur Guðjónsson
14. mín
Fred er of seinn í Tarik og fær tiltal frá Þórði dómara. Væri klárt gult ef að það væri önnur mínúta á klukkunni.
Hákon Dagur Guðjónsson
13. mín
Hröð sókn hjá Vestra, Benó snýr af sér varnarmann og finnur Pétur sem vinnur horn
Hákon Dagur Guðjónsson
10. mín
Vestri er að banka núna. Elmar á fyrirgjöf í fyrsta á lofti sem er bjargað á elleftu stundu. Allt upp hægri vænginn hjá heimamönnum í byrjun leiks.
Hákon Dagur Guðjónsson
9. mín
Pétur í færi! Toby King finnur pláss hægra megin og gefur í fyrsta fyrir á Pétur. Hann er of lengi að athafna sig og skot hans með vinstri er beint í varnarmann.
Hákon Dagur Guðjónsson
4. mín
Gummi Magg? Fred teiknar boltann innfyrir á Guðmund sem fattar eiginlega ekki að hann sé réttstæður og skallar boltann framhjá af hálfum hug. Þetta var færi.
Hákon Dagur Guðjónsson
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað!
Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Björn Helgason Fær hér viðurkenningu, fallegan blómvönd sem og Vestratreyju í gömlu litunum, rauða og græna. Fyrsti landsliðsmaður Ísfirðinga og goðsögn í ísfirsku íþróttalífi. Spilaði einmitt fyrir Fram á sínum tíma og er eitt af lifandi sameiningartáknum beggja félaga. Falleg stund.
Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl Hafið eða Fjöllin hljómar á meðan stúkan fyllist hægt en örugglega. Það er vel mætt á Kerecisvöllinn og von á hörkuleik!
Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Styttist í leik Liðin hita upp við fagra tóna hér í firðinum fagra. Aðstæður eru eins og best verður á kosið, léttskýjað og létt gola. Friðgeir Bergsteinsson stýrir upphitun gestanna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn William Eskelinen fær áfram traustið í markinu hjá Vestra en Davíð Smári Lamude þjálfari liðsins gagnrýndi hann harðlega eftir 1-5 tapið gegn Val á dögunum.

Morten Hansen kemur inn í byrjunarliðið og einnig varnarmaðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson og miðjumaðurinn Fatai Gbadamosi sem hafa jafnað sig eftir meiðsli.

Eiður hefur ekki spilað síðan í fjórðu umferð og Fatai ekki síðan í þeirri fimmtu.

Kennie Chopart er ekki með Fram vegna meiðsla en þeir Þorri Stefán Þorbjörnsson og Magnús Þórðarson koma inn í byrjunarliðið hjá gestunum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Stórir póstar í banni Fjórir leikmenn eru í banni í dag. Hjá Fram eru Alex Freyr Elísson og Kyle McLagan í banni og hjá Vestra eru Ibrahima Balde og Vladimir Tufegdzic fjarri góðu gamni í dag vegna uppsafnaðara gulra spjalda.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hákon Dagur Guðjónsson
Fyrir leik
Fram Framarar í enn verra brölti en þeir hafa ekki unnið leik í 6 umferðir eftir góða byrjun. Svekkjandi 3-2 tap í síðasta leik fyrir norðan gegn KA.

Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

Fyrir leik
Vestri Heimamenn búnir að tapa tveimur leikjum í röð og fengu skell í fyrsta heimaleik sumarsins gegn Val í síðustu umferð, 1-5. Eru búnir að vinna 1 leik af síðustu 7 þannig að þeir þurfa að fara að sækja þrjú stig sem allra fyrst.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir Þessi lið mættust í fyrstu umferð þar sem Framarar fóru með þægilegan 2-0 sigur af hólmi. Fred og sjálfsmark Eiðs Arons í fyrri hálfleik kláruðu þetta snemma.

Síðasti leikur hér fyrir vestan var árið 2021 í Lengjudeildinni þegar Fram vann 1-0.

Þau mættust síðast fyrir vestan í efstu deild árið 1982 og þá unnu Framarar 2-0.
Fyrir leik
Góðan fimmtudag, í dag mætast Vestri og Fram í 12.umferð Bestu deildar karla.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('87)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('83)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('83)
11. Magnús Þórðarson ('93)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
15. Breki Baldursson ('87)
16. Viktor Bjarki Daðason ('83)
25. Freyr Sigurðsson ('83)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('93)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Högni Friðriksson

Gul spjöld:
Már Ægisson ('15)
Adam Örn Arnarson ('80)

Rauð spjöld: