Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
Vestri
1
3
Fram
0-1 Magnús Þórðarson '16
0-2 Már Ægisson '38
0-3 Brynjar Gauti Guðjónsson '47
Andri Rúnar Bjarnason '95 1-3
27.06.2024  -  18:00
Kerecisvöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Allt uppá 10
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 550
Maður leiksins: Fred Saraiva
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen Hansen ('63)
3. Elvar Baldvinsson ('45)
4. Fatai Gbadamosi
11. Benedikt V. Warén
13. Toby King ('54)
19. Pétur Bjarnason
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson (f)
23. Silas Songani ('63)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson ('45)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Aurelien Norest
9. Andri Rúnar Bjarnason ('54)
14. Johannes Selvén ('63)
15. Guðmundur Arnar Svavarsson ('45)
17. Gunnar Jónas Hauksson ('45)
77. Sergine Fall ('63)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Daniel Osafo-Badu
Daníel Agnar Ásgeirsson
Gustav Kjeldsen
Jeppe Gertsen
Vladan Dogatovic
Þóra Elín Einarsdóttir

Gul spjöld:
Guðmundur Arnar Svavarsson ('60)
Elmar Atli Garðarsson ('62)

Rauð spjöld:
@ Hákon Dagur Guðjónsson
Skýrslan: Þægilegt hjá Fram fyrir vestan
Hvað réði úrslitum?
Fyrsta mark Framara breytti leiknum algjörlega. Það var eins og Vestramenn hafi gefist upp við það og létu Framara líta út eins og þeir væru á þriðjudagsæfingu í nóvember. Virkilega döpur frammistaða heimamanna og fín frammistaða Framara lýsir leiknum ágætlega.
Bestu leikmenn
1. Fred Saraiva
Frábær í dag. Fékk að leika sér með boltann á miðjunni ítrekað og lagði upp hvert færið á eftir öðru fyrir liðsfélaga sína.
2. William Eskelinen
Þarna á líklega annar Framari heima en það verður að hrósa manninum fyrir að koma til baka eftir útreiðina sem hann fékk frá þjálfara sínum og koma í veg fyrir að dagurinn yrði virkilega vandræðalegur fyrir heimamenn.
Atvikið
Svo sem ekkert sérstakt sem hægt er að týna úr þessum leik en ég á erfitt með að skilja af hverju það var ekki dæmt vítaspyrna á Brynjar Gauta í uppbótartíma. Fylgir tveggja fóta tæklingu fast eftir beint í legginn á Andra Rúnari
Hvað þýða úrslitin?
Fram komið aftur á beinu brautina með gott veganesti í næsta leik á móti Víking. Vestri er á krossgötum, þurfa að gera það upp við sig hvort þeir ætli að vera fallbyssufóður í deildinni eða berjast fyrir sæti sínu.
Vondur dagur
Elvar Baldvinsson getur skrifað á sig fyrstu tvö mörk Vestramanna en ég efast um að það hafi ráðið úrslitum. Heimamenn voru hörmulegir í dag og eiga bara markmanninum sínum að þakka að leikurinn hafi ekki farið í sögubækurnar sem stærsta tap í efstu deild. Davíð Smári þarf að rífa sína menn í gang og það strax.
Dómarinn - 9
Þórður flottur í dag, þurfti ekki að taka á stóra sínum en það má hrósa mönnum fyrir vel unnin störf samt sem áður.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
6. Tryggvi Snær Geirsson ('87)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('83)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('83)
11. Magnús Þórðarson ('93)
17. Adam Örn Arnarson
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
15. Breki Baldursson ('87)
16. Viktor Bjarki Daðason ('83)
25. Freyr Sigurðsson ('83)
27. Sigfús Árni Guðmundsson
31. Þengill Orrason
32. Aron Snær Ingason ('93)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Högni Friðriksson

Gul spjöld:
Már Ægisson ('15)
Adam Örn Arnarson ('80)

Rauð spjöld: