Bayern gerir lokatilraun til að fá Palhinha - Barcelona og PSG vilja Alvarez - Verður Isak áfram hjá Newcastle?
KR
2
2
Fylkir
Kristján Flóki Finnbogason '37 1-0
1-1 Þóroddur Víkingsson '51
Kristján Flóki Finnbogason '52 2-1
2-2 Nikulás Val Gunnarsson '72
27.06.2024  -  19:15
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Toppaðstæður hérna í Vesturbænum fyrir knattspyrnu
Dómari: Sigurður Hjörtur Þrastarson
Áhorfendur: 968
Maður leiksins: Aron Sigurðarson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('87)
10. Kristján Flóki Finnbogason
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('57)
18. Aron Kristófer Lárusson ('87)
29. Aron Þórður Albertsson ('81)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
14. Ægir Jarl Jónasson ('57)
17. Luke Rae ('81)
19. Eyþór Aron Wöhler ('87)
23. Atli Sigurjónsson ('87)
25. Jón Arnar Sigurðsson
30. Rúrik Gunnarsson

Liðsstjórn:
Pálmi Rafn Pálmason (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Attila Hajdu

Gul spjöld:
Birgir Steinn Styrmisson ('91)
Kristján Flóki Finnbogason ('95)

Rauð spjöld:
@Breiiiiiiiiiii Sölvi Haraldsson
Skýrslan: Hvar væru þeir án hans?
Hvað réði úrslitum?
Varnarleikur KR var alls ekki upp á marga fiska. Þeir tóku strax forystuna aftur eftir að Fylkir jöfnuðu í 1-1. Eftir það hefðu þeir átt að gefa í og klára leikinn en í staðinn fóru þeir neðar á völlinn og gáfu gestunum úr Árbænum klaufaleg mörk.
Bestu leikmenn
1. Aron Sigurðarson
Án efa besti leikmaður liðsins og hefur mögulega verið sá leikmaður sem er að draga þá áfram. Tvær stoðsendingar í dag, góð föst leikatriði og alltaf einhver hætta. Hvar væri Knattspyrnufélag Reykjavíkur án hans í dag spyr ég mig bara.
2. Kristján Flóki Finnbogason
Auðvelt að velja Kristján þar sem hann skorar tvö. Seinna markið var sérstaklega gott. Hélt að boltinn hafi farið úr leik en hann nær að gera mjög vel og halda þessu inn á og setur þetta á markið. Kannski hefðu varnarmenn og Ólafur í marki Fylkis átt að gera betur í því marki en ég tek ekkert að Kristjáni. Gífurlega góður í dag og það er gaman að sjá hann og Benoný spila saman frammi. Finnst samt eins og KR séu einum góðum miðjumanni frá því að vera með lið í topp 4 í deildinni.
Atvikið
Ég ætla að velja annað mark KR. Fylkismenn nýkomnir yfir og nokkrir stuðningsmenn ennþá standandi þegar Aron kemur með geggjaðan bolta inn á teiginn og Kristján nær frábærum skalla á markið og KR strax komnir yfir aftur.
Hvað þýða úrslitin?
Fylkismenn jafna KA á stigum en eru með verri markatölu og í neðsta sætinu áfram. KR-ingar fara upp fyrir HK í töflunni á markatölu og eru núna í 8. sætinu.
Vondur dagur
Arnór Breki átti tók bísna margar hornspyrnur í dag, þá sérstaklega í fyrri hálfleik, sem voru skelfilegar. Annað hvort yfir allan pakkann eða bara beint á fyrsta varnarmann KR. Alls ekki góður dagur fyrir hann og hans hornspyrnur.
Dómarinn - 7
Bara fínt hjá Sigurði í dag. Er samt ósammála nokkrum atvikum í leiknum en það er bara eins og gengur og gerist. Heilt yfir ágætis tök á leiknum og fínt flæði í þessu. Bara flottur í dag Siggi, ekkert út á hann að setja þannig séð.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Segatta ('88)
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst Nielsen
10. Benedikt Daríus Garðarsson ('88)
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('63)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('78)
25. Þóroddur Víkingsson
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson ('88)
16. Emil Ásmundsson ('78)
22. Ómar Björn Stefánsson ('63)
24. Sigurbergur Áki Jörundsson
70. Guðmundur Tyrfingsson ('88)
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson
Olgeir Sigurgeirsson
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:
Orri Sveinn Segatta ('39)
Nikulás Val Gunnarsson ('65)

Rauð spjöld: