FH
1
0
Breiðablik
Ástbjörn Þórðarson
'42
1-0
28.06.2024 - 19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og smá vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 787
Maður leiksins: Ólafur Guðmundsson (FH)
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og smá vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 787
Maður leiksins: Ólafur Guðmundsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
('87)
7. Kjartan Kári Halldórsson
('92)
9. Sigurður Bjartur Hallsson
('77)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
('77)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
('77)
11. Arnór Borg Guðjohnsen
('77)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
('87)
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason
('92)
Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH vinnur sanngjarnan sigur. Blikarnir bara lélegir. FH er með 20 stig í fimmta sæti á meðan Blikar eru áfram í öðru sæti en þeir eru fjórum stigum á eftir Víkingum. Vont tap fyrir þá grænu í toppbaráttunni.
98. mín
HVERNIG?
Bjarni Guðjón allt í einu sloppinn aleinn í gegn en hann fer alveg ótrúlega illa með færið. Fer fram hjá Antoni en snertingin er alltof þung og þetta rennur út í sandinn.
93. mín
Hættuleg fyrirgjöf hjá Blikum en Dagur Örn missir af boltanum og hann fer í innkast hinum megin.
89. mín
Úlfur Ágúst með skot rétt fram hjá!! FH-ingar eiga að vera búnir að skora annað mark.
87. mín
Inn:Bjarni Guðjón Brynjólfsson (FH)
Út:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH)
Bjarni Guðjón fær nokkrar mínútur!
87. mín
Inn:Dagur Örn Fjeldsted (Breiðablik)
Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Aron Bjarna nánast ósýnilegur í þessum leik.
86. mín
Kjartan Kári með aukaspyrnu inn á teiginn sem Grétar skallar áfram. FH fær hornið.
83. mín
Gult spjald: Halldór Árnason (Breiðablik)
Json Daði sleppur með spjaldið en bekkurinn hjá Blikum fær það.
82. mín
Jason Daði fer í ansi groddaralega tæklingu. Elías Ingi ræðir við aðstoðardómarann.
80. mín
Tíu mínútur eftir en ekkert sem bendir til þess að Breiðablik jafni. Þeir hafa ekkert getað í þessum leik. Ekki neitt.
74. mín
Andri Rafn stoppar flotta sókn hjá FH. Blikar reyna að snúa vörn í sókn í kjölfarið, en það gerist ekki. Boltinn út af.
70. mín
Kristófer Ingi að komast á ferðina en Ólafur stoppar hann með flottri tæklingu. Stuðningsmenn FH elska þetta, það er rosalegur gír í mönnum hérna.
67. mín
Sigurður Bjartur er staðinn upp eftir að hafa fengið höfuðhögg. Hann fær mikið lófaklapp.
65. mín
Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Damir fer alltof hátt með fótinn þegar hann brýtur af Sigurði Bjarti. Þeir liggja báðir eftir.
63. mín
Blikar hafa bara ekki gert nokkurn skapaðann hlut í þessum seinni hálfleik. Frammistaða þeirra mikil vonbrigði.
61. mín
Logi Hrafn með frábæran bolta út til vinstri á Kjartan Kári. Hann á sendingu fyrir en Damir skallar frá.
56. mín
VUK!!!
Með frábæran sprett og er kominn í stórhættulega stöðu. Reynir skot en það fer rétt fram hjá markinu. Þarna mátti alls ekki miklu muna, frábær tilraun!
56. mín
Alvöru skilaboð hjá Dóra, greinilega ekki sáttur með leik sinna manna. Og það skiljanlega.
55. mín
Inn:Jason Daði Svanþórsson (Breiðablik)
Út:Alexander Helgi Sigurðarson (Breiðablik)
51. mín
Höskuldur með hættulega aukaspyrnu inn á teiginn en FH-ingar ná að koma boltanum frá.
48. mín
FH-ingar að koma af krafti út í seinni hálfleikinn og stuðningsmenn liðsins taka við sér.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kaplakrika og FH leiðir með einu marki gegn engu í frekar tíðindalitlum leik. Bara nokkuð sanngjarn staða. Verið meiri kraftur í FH. Blikarnir aðeins vaknað eftir að hafa byrjað afskaplega dapurlega, en þeir eru einu marki undir.
43. mín
Ég held að fólk á vellinum hafi um það bil verið að deyja úr leiðindum áður en þetta mark kom.
42. mín
MARK!
Ástbjörn Þórðarson (FH)
MARK!!!!
FH tekur forystuna undir lok fyrri hálfleiks!
Eftir frekar langa sókn, þá berst boltinn til hægri þar sem Ástbjörn er aleinn. Skotið er ekki frábært en það endar í markinu.
Heimamenn gleðjast!
Eftir frekar langa sókn, þá berst boltinn til hægri þar sem Ástbjörn er aleinn. Skotið er ekki frábært en það endar í markinu.
Heimamenn gleðjast!
41. mín
Patrik við það að komast í fínt færi en varnarmenn FH ná að trufla hann nógu mikið. Skotið ekki gott.
35. mín
Ísak Óli liggur eftir í teignum og þarf aðhlynningu. Sýnist að það verði nú allt í lagi með hann.
34. mín
Gult spjald: Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
Höskuldur tekur hornspyrnuna en Viktor brýtur af sér og fær gult spjald.
33. mín
Benjamin Stokke tekur aukaspyrnuna óvænt og setur boltinn í varnarvegginn. Sindri Kristinn er farinn í hitt hornið en boltinn fer fram hjá markinu.
32. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á góðum stað, rétt fyrir utan vítateig. Þetta er skotfæri.
28. mín
Aron Bjarna stingur Sigurð Bjart af og leggur hann svo út á Viktor Karl sem er við það að komast í frábært skotfæri, en þá er Sigurður Bjartur mættur til að loka á skotið. Flott vinnusemi þarna hjá sóknarmanninum.
25. mín
það verður að segjast eins og er: Þetta hafa ekki verið skemmtilegar 25 mínútur. Því miður.
23. mín
Aron Bjarna reynir utanfótar skot sem endar næstum því í innkasti hinum megin. Jahérna!
Böðvar Böðvarsson fæddur 95…ekki orðinn þrítugur elsti maður í byrjunarliðinu hjá FH! Eiginlega galið þegar maður pælir í því
— Guðlaugur Valgeirsson (@GulliValgeirs) June 28, 2024
14. mín
Ísak Óli einn og óvaldaður inn á teignum eftir aukaspyrnu en Anton Ari nær að verja skalla hans. Svo er dæmd rangstaða.
11. mín
Kjartan Kári með fast skot sem Höskuldur nær að koma sér fyrir. Það liggur á Blikunum, FH-ingar að hóta.
9. mín
Ástbjörn stingur boltanum inn á Vuk sem á svo fyrirgjöf, en hún endar beint í höndunum á Antoni Ara.
6. mín
Ólafur reynir annað langt innkast en Viktor Karl, sem er fyrsti maður í teignum, skallar frá.
2. mín
Gyrðir Hrafn með flottan sprett upp völlinn og leggur hann út í teiginn, en Sigurður Bjartur missir af boltanum.
Fyrir leik
Liðin að ganga út á völl. Allir leikmenn með bolta í hönd sem þeir sparka svo upp í stúku. Krakkarnir skemmta sér vel.
Fyrir leik
Leikmenn farnir inn eftir upphitun og fólk búið að koma sér vel fyrir í stúkunni. Flautað á eftir smá.
Góð upphitun á leikdegi!
— FHingar (@fhingar) June 28, 2024
FH-Breiðablik í kvöld????https://t.co/0U1x8RA1EU
Fyrir leik
Það er sólríkt í Kaplakrika og varla ský á lofti, en það er nokkuð hvasst. Leikmenn eru að mæta út á völl í upphitun þegar 45 mínútur eru í leikinn.
Fyrir leik
Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
11. Aron Bjarnason
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
11. Aron Bjarnason
20. Benjamin Stokke
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
Fyrir leik
Byrjunarlið FH
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
4. Ólafur Guðmundsson (f)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson
Fyrir leik
Björn Daníel í banni og Jason á bekkinn
Búið er að opinbera byrjunarliðin fyrir þennan leik.
FH gerir eina breytingu frá sigurleiknum gegn Fylki á dögunum. Björn Daníel Sverrisson er í leikbanni og kemur Gyrðir Hrafn Guðbrandsson inn í hans stað.
Breiðablik gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn ÍA. Alexander Helgi Sigurðarson, Patrik Johannesen og Andri Rafn Yeoman koma inn á meðan Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson fara á bekkinn. Kristinn Jónsson er ekki í hóp.
Það er áhugavert að Jason Daði fer á bekkinn en hann er núna orðaður við Grimsby Town á Englandi.
FH gerir eina breytingu frá sigurleiknum gegn Fylki á dögunum. Björn Daníel Sverrisson er í leikbanni og kemur Gyrðir Hrafn Guðbrandsson inn í hans stað.
Breiðablik gerir þrjár breytingar frá jafnteflinu gegn ÍA. Alexander Helgi Sigurðarson, Patrik Johannesen og Andri Rafn Yeoman koma inn á meðan Kristinn Steindórsson og Jason Daði Svanþórsson fara á bekkinn. Kristinn Jónsson er ekki í hóp.
Það er áhugavert að Jason Daði fer á bekkinn en hann er núna orðaður við Grimsby Town á Englandi.
Fyrir leik
Elías Ingi með flautuna
Elías Ingi Árnason dæmir þennan leik. Hann hefur verið einn besti dómari sumarsins. Honum til aðstoðar eru Ragnar Þór Bender og Guðmundur Ingi Bjarnason. Gylfi Þór Orrason er eftirlitsmaður og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er varadómari.
Elías Ingi Árnason dæmir þennan leik. Hann hefur verið einn besti dómari sumarsins. Honum til aðstoðar eru Ragnar Þór Bender og Guðmundur Ingi Bjarnason. Gylfi Þór Orrason er eftirlitsmaður og Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson er varadómari.
Fyrir leik
Spáir Blikasigri
Júlíus Mar Júlíusson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net skotmark félaga úr Bestu deildinni en hann er leikmaður Fjölnis sem er með jafnmörg stig og Njarðvík á toppi Lengjudeildarinnar. Hann spáir í Bestu deildina.
FH 1 - 2 Breiðablik
Ekki mikið að frétta í þessum leik, bæði lið passív en Blikarnir á endanum sterkari og vinna þessa skák.
Júlíus Mar Júlíusson er samkvæmt heimildum Fótbolta.net skotmark félaga úr Bestu deildinni en hann er leikmaður Fjölnis sem er með jafnmörg stig og Njarðvík á toppi Lengjudeildarinnar. Hann spáir í Bestu deildina.
FH 1 - 2 Breiðablik
Ekki mikið að frétta í þessum leik, bæði lið passív en Blikarnir á endanum sterkari og vinna þessa skák.
Fyrir leik
„Frammistaða Blika síðustu tvo leiki stuðar mig“
Valur Gunnarsson sérfræðingur Innkastsins segir að lykilmenn Breiðabliks séu að bregðast þegar mest er undir. Hann kallar eftir því að leikmenn liðsins stígi upp.
Fyrir leik
Blikar brugðust
Breiðablik harkaði út sigur gegn KA á dögunum og gat svo komist á topp Bestu deildarinnar síðast sunnudag en náði með naumindum stigi gegn ÍA á Kópavogsvelli, Skagamenn klúðruðu dauðafæri í lokin. Þeir hefðu getað sent frá sér yfirlýsingu en tókst það ekki.
Síðustu fimm leikir Blika:
Breiðablik 1 - 1 ÍA
Breiðablik 2 - 1 KA
HK 0 - 2 Breiðablik
Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
Fram 1 - 4 Breiðablik
Blikar hafa aðeins tapað tveimur deildarleikjum í sumar og eru að berjast á toppnum. Þeir eru í öðru sæti núna, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.
Síðustu fimm leikir Blika:
Breiðablik 1 - 1 ÍA
Breiðablik 2 - 1 KA
HK 0 - 2 Breiðablik
Breiðablik 1 - 1 Víkingur R.
Fram 1 - 4 Breiðablik
Blikar hafa aðeins tapað tveimur deildarleikjum í sumar og eru að berjast á toppnum. Þeir eru í öðru sæti núna, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings.
Fyrir leik
Miðlungs hjá FH
Þetta hefur verið frekar mikið miðlungs sumar fyrir FH til þessa en þeir sitja í fimmta sæti Bestu deildarinnar með 17 stig eftir ellefu leiki. Þeir hafa skorað 21 mark og fengið á sig 21 mark. FH hefur tekið einn sigur í síðustu fimm leikjum sínum í deildinni.
Síðustu fimm leikir FH:
FH 3 - 1 Fylkir
Stjarnan 4 - 2 FH
FH 3 - 3 Fram
Valur 2 - 2 FH
FH 1 - 2 KR
Það er samt stupp upp í fjórða sæti fyrir Fimleikafélagið en þeir eru með jafnmörg stig og ÍA fyrir leiki kvöldsins.
Síðustu fimm leikir FH:
FH 3 - 1 Fylkir
Stjarnan 4 - 2 FH
FH 3 - 3 Fram
Valur 2 - 2 FH
FH 1 - 2 KR
Það er samt stupp upp í fjórða sæti fyrir Fimleikafélagið en þeir eru með jafnmörg stig og ÍA fyrir leiki kvöldsins.
Fyrir leik
Umferðin hófst í gær
Tólfta umferð Bestu deildarinnar hófst í gær með þremur leikjum. Fram vann útisigur á Vestra, Víkingur fór illa með Stjörnuna og KR gerði jafntefli við Fylki í Vesturbænum.
Það eru svo aðrir þrír leikir í kvöld.
föstudagur 28. júní
18:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
Það eru svo aðrir þrír leikir í kvöld.
föstudagur 28. júní
18:00 HK-KA (Kórinn)
19:15 ÍA-Valur (ELKEM völlurinn)
19:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
FH-ingar fá Blika í heimsókn í Kaplakrika í kvöld????
— Besta deildin (@bestadeildin) June 28, 2024
???? Kaplakrikavöllur
?? 19:15
?? @fhingar ???? @BreidablikFC
????? Miðasala á https://t.co/gOIMRhybun pic.twitter.com/DZC1kPHw5Q
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
('55)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson
('55)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen
('55)
11. Aron Bjarnason
('87)
20. Benjamin Stokke
('55)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
10. Kristinn Steindórsson
('55)
14. Jason Daði Svanþórsson
('55)
16. Dagur Örn Fjeldsted
('87)
23. Kristófer Ingi Kristinsson
('55)
24. Arnór Gauti Jónsson
('55)
Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson
Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('34)
Damir Muminovic ('65)
Halldór Árnason ('83)
Andri Rafn Yeoman ('85)
Rauð spjöld: