Slot opinn fyrir sölu á markvörðum - Isak efstur á lista Arsenal - Meint risatilboð í Yamal - Guler og Charles til Arsenal? - Thuram og Marmoush til...
FH
1
0
Breiðablik
Ástbjörn Þórðarson '42 1-0
28.06.2024  -  19:15
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og smá vindur
Dómari: Elías Ingi Árnason
Áhorfendur: 787
Maður leiksins: Ólafur Guðmundsson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('87)
7. Kjartan Kári Halldórsson ('92)
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('77)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Ísak Óli Ólafsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('77)
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson ('77)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('77)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson ('87)
25. Dusan Brkovic
27. Jóhann Ægir Arnarsson
37. Baldur Kári Helgason ('92)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Andi yfir Fimleikafélaginu
Hvað réði úrslitum?
FH-ingar voru kraftmeiri á löngum köflum í leiknum og mér fannst þeir verðskulda sigurinn út frá því. Þetta var alls ekki gæðamesti fótboltaleikur sögunnar en leikmenn FH voru tilbúnir að berjast fyrir hvorn annan frá fyrstu sekúndu til þeirrar síðustu. Þeir fengu fólkið með sér í stúkunni og það hjálpaði. Það var sterkur andi yfir Fimleikafélaginu í kvöld. Þetta var bara eins og í gamla daga.
Bestu leikmenn
1. Ólafur Guðmundsson (FH)
Sá var góður! Stóð vaktina frábærlega í hjarta varnarinnar. Mjög öflugur. Átti nokkrar frábærar tæklingar og leiddi liðið áfram í fjarveru Björns Daníels.
2. Ástbjörn Þórðarson (FH)
Skoraði markið sem skildi liðin og barátta hans var einkennandi fyrir liðið.
Atvikið
Auðvitað markið sem Ástbjörn skoraði. Það var úrslitaatriðið í leiknum.
Hvað þýða úrslitin?
FH er áfram jafnt ÍA að stigum í baráttunni um fjórða sætið. Á meðan er Breiðablik núna fjórum stigum á eftir Víkingi í toppbaráttunni.
Vondur dagur
Blikar voru svolítið litlir í sér og þetta var bara ekki nógu gott lengst af. Það er alveg hægt að nefna nokkra hérna. Aron Bjarnason fann engan veginn taktinn og komst ekki mikið í tengingu við leikinn. Benjamin Stokke er áfram í vandræðum fyrir framan markið. Patrik Johannesen átti erfitt uppdráttar. Bara ekki nógu gott hjá þeim grænu þegar þeir mættu á grasið. Hafa ekki unnið í Kaplakrika síðan 2019.
Dómarinn - 9
Elías Ingi bara mjög flottur í þessum leik ásamt sínu teymi. Yfir mjög litlu að kvarta.
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('55)
4. Damir Muminovic
6. Alexander Helgi Sigurðarson ('55)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
9. Patrik Johannesen ('55)
11. Aron Bjarnason ('87)
20. Benjamin Stokke ('55)
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Brynjar Atli Bragason (m)
2. Daniel Obbekjær
10. Kristinn Steindórsson ('55)
14. Jason Daði Svanþórsson ('55)
16. Dagur Örn Fjeldsted ('87)
23. Kristófer Ingi Kristinsson ('55)
24. Arnór Gauti Jónsson ('55)

Liðsstjórn:
Halldór Árnason (Þ)
Marinó Önundarson
Særún Jónsdóttir
Eyjólfur Héðinsson
Haraldur Björnsson
Eiður Benedikt Eiríksson
Helgi Jónas Guðfinnsson

Gul spjöld:
Viktor Örn Margeirsson ('34)
Damir Muminovic ('65)
Halldór Árnason ('83)
Andri Rafn Yeoman ('85)

Rauð spjöld: