PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
HK
1
2
KA
0-1 Bjarni Aðalsteinsson '51
0-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson '82
Arnþór Ari Atlason '92 1-2
28.06.2024  -  18:00
Kórinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Sól og blíða úti, við erum hinsvegar inni
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 350
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
25. Arnar Freyr Ólafsson (m)
3. Ívar Orri Gissurarson ('63)
4. Leifur Andri Leifsson (f)
5. Þorsteinn Aron Antonsson ('92)
6. Birkir Valur Jónsson
7. George Nunn ('63)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Hrafn Andrason
19. Birnir Breki Burknason
26. Viktor Helgi Benediktsson ('63)
30. Atli Þór Jónasson ('73)

Varamenn:
12. Stefán Stefánsson (m)
14. Brynjar Snær Pálsson ('63)
20. Ísak Aron Ómarsson
24. Magnús Arnar Pétursson ('63)
28. Tumi Þorvarsson ('92)
29. Karl Ágúst Karlsson ('63)
33. Hákon Ingi Jónsson ('73)

Liðsstjórn:
Ómar Ingi Guðmundsson (Þ)
Gunnþór Hermannsson
Þjóðólfur Gunnarsson
Sandor Matus
Birkir Örn Arnarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Ragnar Sigurðsson

Gul spjöld:
Ívar Orri Gissurarson ('36)
Arnþór Ari Atlason ('96)

Rauð spjöld:
@haraldur_orn Haraldur Örn Haraldsson
Skýrslan: Stórkostlegir KA menn nálægt því að henda sigri frá sér
Hvað réði úrslitum?
KA menn spiluðu sinn lang besta leik sem af er sumri. Þeir spiluðu með einhverja leikgleði sem hefur bara ekki sést hjá þeim gulu hingað til. Þeir hefðu átt að vera búnir að skora svona fimm mörk í fyrri hálfleik en Arnar Freyr markvörður HK hélt þeim inn í þessu. HK kom svo aðeins sterkari til leiks í seinni en ekki nóg. KA menn voru ennþá alltaf líklegri aðilinn og þeir ná að skora tvö mörk. HK setti svo eitt í uppbótartíma og vildu fá víti stuttu þar eftir sem hefði verið heldur betur dramatískt. Vilhjálmur dæmdi hinsvegar ekki þannig 2-1 var niðurstaðan.
Bestu leikmenn
1. Daníel Hafsteinsson (KA)
Daníel var ótrúlegur í dag. Hreyfingarnar hans, hvernig hann steig út menn, sendingarnar, bara allt í hans leik var frábært í dag. Mögnuð frammistaða hjá honum og vonandi fáum við að sjá þetta oftar í sumar.
2. Hallgrímur Steingrímsson (KA)
Það eru margir í KA liðinu sem gera tilkall hér, og þá getur Bjarni Aðalsteins verið hvað svekktastur. Hinsvegar þegar töframaðurinn sjálfur leggur upp og skorar þá vita menn hvernig leik hann átti. Hann var kannski ekki allt í öllu eins og hann er oft, en hann átti mjög góðan leik og er með þetta mikilvæga 'end product'
Atvikið
HK vildi fá víti á 95. mínútu leiksins þegar staðan var 2-1. Boltinn er skoppandi um inn í teig og Karl Ágúst tekur skot í átt að marki. Boltinn fer í hendina á Hans Viktor en Vilhjálmur dæmir ekkert.
Hvað þýða úrslitin?
KA menn komast upp úr fallsæti í fyrsta sinn í langan tíma. Þeir eru með 11 stig í 10. sæti. HK er ennþá í 9. sæti deildarinnar með 13 stig
Vondur dagur
Sóknarleikur HK var varla til staðar fyrr en leikurinn var að verða búinn. HK liðið komst aðeins betur inn í leikinn í seinni hálfleik en færin voru hinsvegar ekkert að láta sjá sig fyrr en í endan.
Dómarinn - 5
Mér finnst rosalega erfitt að segja til um einkunn í dag. Fyrir utan tvö atvik þá eiga Vilhjálmur Alvar og hans teymi bara mjög góðan leik. En við skulum fara yfir þessi atvik. Fyrsta mark leiksins sem Bjarni Aðalsteinsson skorar, það ver Arnar Freyr og reynir að halda því á línunni. Ég er búinn að horfa á endursýningar marg oft af þessu og ég get ekki sagt til um hvort hann hafi verið inni eða ekki. Þá er það hitt atvikið. Boltinn fer alveg greinilega í hendina á Hans Viktor inn í teig á 95. mínútu, en þá er ég ekki nógu vel af mér í handar reglunni. Skotið er nefnilega af mjög stuttu færi, það er fast og því enginn séns fyrir Hans að færa hendina. Það væri því hægt að tala um náttúrulega stöðu. Aftur á móti þá er þetta skot innan teigsins sem fer ekki á markið því Hans ,,ver" skotið. Ég hallast að því að þetta á að vera víti og einkunin mín er eftir því.
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
2. Birgir Baldvinsson
3. Kári Gautason ('86)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason (f)
7. Daníel Hafsteinsson ('81)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('86)
23. Viðar Örn Kjartansson ('65)
28. Hans Viktor Guðmundsson
30. Sveinn Margeir Hauksson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Harley Willard ('81)
11. Ásgeir Sigurgeirsson ('65)
14. Andri Fannar Stefánsson
26. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('86)
29. Jakob Snær Árnason ('86)
44. Valdimar Logi Sævarsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Petar Ivancic
Jens Ingvarsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Birgir Baldvinsson ('96)

Rauð spjöld: