Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
   sun 30. júní 2024 11:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
PSG tilbúið að borga metfé fyrir Yamal - Man Utd í viðræðum við De Ligt
Powerade
Lamine Yamal
Lamine Yamal
Mynd: Getty Images
Matthijs De Ligt
Matthijs De Ligt
Mynd: EPA
Joshua Kimmich
Joshua Kimmich
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims.


Man Utd er í viðræðum við Matthijs de Ligt, 24, en hann er tilbúinn að yfirgefa Bayern í sumar. (Sky Sports Þýskaland)

PSG er tilbúið að borga metfé fyrir spænska vængmanninn Lamine Yamal, 16, frá Barcelona. (Mundo Deportivo)

Man City hefur áhuga á Joshua Kimmich, 29, miðjumanni Bayern og Dani Olmo, 26, vængmanni RB Leipzig. (Sun)

Chelsea íhugar að bjóða Nicolas Jackson, 23, í skiptum fyrir sænska framherjan Alexander Isak, 24, frá Newcastle. (Sun)

Chelsea er einnig tilbúið að bjóða Newcastle upp á Conor Gallagher, 24, Armando Broja, 22, og Trevoh Chalobah, 24, fyrir Isak. (Footbal lnsider)

Arsenal hefur einnig áhuga á Isak og getur borgað riftunarákvæði í samningi hans. Skytturnar einbeita sér hins vegar fyrst og fremst að því að næla í miðjumann. (Football Transfers)

Newcastle er í viðræðum við Nottingham Forest um kaup á sænska miðjumanninum Anthony Elanga. Skoski miðjumaðurinn Elliot Anderson, 21, fer líklega í hina áttina. (Talksport)

Moussa Niakhate, 28, miðvörður Forest er líklega á leið til Lyon. (Fabrizio Romano)

West Ham hefur sett sig í samband við Metz vegna Georges Mikautadze, 23, framherja georgíska landsliðsins. Enska félagið skoðar einnig Jake O'Brien, 23, varnarmann Lyon. (Guardian)

Crystal Palace fær mikinn pening þegar O'Brien yfirgefur Lyon en félagið setti 25% endursöluákvæði í samning hans þegar félagið seldi hann til Frakklands síðasta sumar (Mail)


Athugasemdir
banner
banner
banner