Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra félaga og áhugi Man Utd á leikmanni Barcelona minnkar
Valur
3
0
Þróttur R.
1-0 Sæunn Björnsdóttir '7 , sjálfsmark
Jasmín Erla Ingadóttir '45 2-0
3-0 María Eva Eyjólfsdóttir '80 , sjálfsmark
29.06.2024  -  13:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Mjólkurbikar kvenna
Aðstæður: Sumarið er mætt, smá gola en frábært veður
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Fanney Inga Birkisdóttir
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
3. Camryn Paige Hartman
8. Kate Cousins ('46)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('87)
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('81)
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir
29. Jasmín Erla Ingadóttir ('87)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir ('46)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir ('87)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir ('87)
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('81)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Jasmín Erla Ingadóttir ('57)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur í úrslit! Valur er á leiðinni í úrslitaleik Mjólkurbikarsins þar sem þær mæta Breiðabliki þann 16. ágúst!
90. mín
Þremur mínútum bætt við
89. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Leah Maryann Pais (Þróttur R.)
88. mín
Stöngin! Nadía með skot úr teignum sem hafnar í stönginni.
87. mín
Inn:Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur) Út:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur)
87. mín
Inn:Málfríður Anna Eiríksdóttir (Valur) Út:Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
84. mín
Nadía með þrumuskot sem fer rétt framhjá marki gestanna.
81. mín
Inn:Íris Una Þórðardóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
81. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Valur)
80. mín SJÁLFSMARK!
María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
Annað sjálfsmark! Camryn Hartman á skot sem Mollee ver beint í Maríu sem fær boltann í sig og þaðan fer hann í markið.
María verulega óheppin þarna.
72. mín Gult spjald: Jelena Tinna Kujundzic (Þróttur R.)
Stöðvar skyndisókn.
70. mín
Hailey Whitaker með skot fyrir utan teig sem fer yfir mark gestanna.
69. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
65. mín
Ísabella með bolta út í teiginn á Nadíu sem er í góðri stöðu en skot Nadíu fer framhjá.
63. mín
Leah Pais með gott skot fyrir utan teig en Fanney ver í horn. Fanney búin að vera frábær í leiknum.
59. mín
Rangstöðumark! Amanda og Ísabella spila vel á milli sín, Amanda kemur boltanum fyrir og Nadía setur boltann í netið en réttilega flaggað.
57. mín Gult spjald: Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Jasmín fer harkalega í Sæunni sem liggur niðri og leikurinn stopp á meðan.
56. mín
Valur fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað, Amanda tekur spyrnuna sem fer rétt yfir markið.
55. mín
Meðbyr með Þrótturum þessa stundina.
50. mín
María með stórhættulega fyrirgjöf sem enginn Þróttari náði til.
49. mín
Leah Pais með hnitmiðað skot fyrir utan teig en Fanney ver örugglega.
46. mín
Inn:Nadía Atladóttir (Valur) Út:Kate Cousins (Valur)
Pétur gerir eina breytingu í hálfleik á liði sínu.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað Valur byrjar með boltann.
45. mín
Hálfleikur
Jafn leikur framan af en Valsarar hafa nýtt færi sín betur. Þróttarar búnar að skapa sér nóg af færum en Fanney er búin að verja vel.
45. mín MARK!
Jasmín Erla Ingadóttir (Valur)
Klaufaskapur hjá Þrótturum Jasmín fær boltann alein í teignum en klúðrar frábæru færi, Jelena ætlar að hreinsa en rennur á boltanum og Jasmín skorar í autt markið.
Markið kemur á versta tíma fyrir Þróttara.

43. mín
Leah Pais með tilraun úr teignum sem Lillý kemst fyrir á ögurstundu.
Þróttarar hafa fengið góð færi!
38. mín
Fanndís með skot sem Molle ver vel og Valur fær hornspyrnu.
34. mín
Frábær varsla! Kristrún Rut með góða fyrirgjöf sem María skallar á markið en Fanney ver frábærlega.
María og Fanney skella svo saman og leikurinn stöðvast.
29. mín
Leikurinn í góðu jafnvægi, bæði lið svipað mikið með boltann og fá sína sénsa en Valsarar leiða.
21. mín
Leah Pais í frábæru færi í teignum en Fanney mætir henni vel og nær að loka á skotið og ver í horn.
15. mín
Ísabella með fast skot fyrir utan teig en Fanney ver vel í marki Valsara og boltinn í hornspyrnu.
10. mín
Valsarar fagna marki sínu vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

7. mín SJÁLFSMARK!
Sæunn Björnsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Valsarar leiða Fanndís með frábæra fyrirgjöf á nærsvæðið sem Sæunn tæklar í netið, hélt að Amanda hefði skorað við fyrstu sýn en Sæunn á snertinguna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
6. mín
Kate Cousins með þrumuskot á markið eftir fyrirgjöf en Mollee ver vel í marki gestanna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Gestirnir byrja með boltann.
Fyrir leik
Frábært veður, hoppukastalar og stemning. Allt upp á tíu hér á Hlíðarenda!
Fyrir leik
Fyrir leik
Leið liðanna Valskonur hafa verið mjög sannfærandi í Bikarnum. Í 16-liða úrslitum unnu þær Fram 8-0 og í 8-liða unnu þær Grindavík 6-0. Skorað 14 mörk og 0 fengin á sig.

Þróttarar hafa einnig verið sannfærandi en þær unnu öruggan 5-0 sigur á Fylki í 16-liða úrslitum. Í 8-liða úrslitum unnu þær sterkan 4-1 sigur á Aftureldingu.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Hvort liðið mætir Breiðabliki á Laugardalsvelli Sigurvegarinn úr þessari viðureign mætir Breiðablik í úrslitaleik Mjólkurbikarsins.

Breiðablik mætti Þór/KA í undanúrslitum í gær og hafði betur eftir framlengingu í spennuleik.

Fyrir leik
Hlíðarendi heilsar! Góðan og blessaðan daginn kæru lesendur og veriði velkomin í þráðbeina textalýsingu frá N1-vellinum á Hlíðarenda þar sem Valur tekur á móti Þrótti í undanúrslitum Mjólkurbikars kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
10. Leah Maryann Pais ('89)
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('69)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('81)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('89)
17. Camilly Kristal Silva Da Rocha
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('69)
27. Íris Una Þórðardóttir ('81)

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Deyan Minev

Gul spjöld:
Jelena Tinna Kujundzic ('72)

Rauð spjöld: