Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
   mán 01. júlí 2024 08:45
Elvar Geir Magnússon
Liverpool, Arsenal og Chelsea hafa áhuga á Calafiori
Powerade
Riccardo Calafiori.
Riccardo Calafiori.
Mynd: Getty Images
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Skærasta stjarna ítalska landsliðsins á EM er á óskalista enskra úrvalsdeildarfélaga og áhugi Manchester United á leikmanni Barcelona minnkar. Þetta og ýmislegt fleira í mánudagsslúðrinu.

Liverpool, Arsenal, Chelsea og West Ham hafa öll áhuga á ítalska varnarmanninum Riccardo Calafiori (22) en þurfa að borga meira en 40 milljónir punda til að geta fengið hann frá Bologna. (Express)

Nokkrir stjórnarmenn Barcelona eru enn ekki sannfærðir um ágæti þess að fá spænskastjörnu kantmanninn Nico Williams (21) frá Athletic Bilbao. (Sport)

Brighton varð fyrir vonbrigðum þegar Chelsea gerði samkomulag um kaup á miðjumanninum Kiernan Dewsbury-Hall (25) frá Leicester. Leikmaðurinn hafði gengist undir læknisskoðun hjá Brighton og samkomulag gert um kaupverð á milli félaganna. (Telegraph)

Leicester er nálægt því að semja um kaup á miðjumanninum Michael Golding (18) frá Chelsea. (The Athletic)

Newcastle er að reyna að semja um kaup á gríska markverðinum Odysseas Vlachodimos (30) frá Nottingham Forest, sem hluta af sölu skoska miðjumannsins Elliot Anderson (21) til Forest. (Daily Mail)

Manchester United er ólíklegt að reyna að fá Ronald Araujo (25) varnarmann Barcelona í þessum glugga þrátt fyrir að hafa lengi sýnt úrúgvæska varnarmanninum áhuga. (Football Transfers)

Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur gefið það skýrt fram í viðræðum við stjórn félagsins að þeir ættu ekki að selja sænska framherjann Alexander Isak (24) í sumar þrátt fyrir áhuga frá Chelsea. (Fabrizio Romano)

Tottenham mun virkja ákvæði um framlengingu á samningi suður-kóreska framherjans Son Heung-min (31) við félagið til ársins 2026. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner