Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
Þróttur R.
1
0
Grindavík
Liam Daði Jeffs '44 1-0
30.06.2024  -  19:15
AVIS völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Grátt yfir og um 10 gráður
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
Byrjunarlið:
12. Þórhallur Ísak Guðmundsson (m)
2. Eiríkur Þorsteinsson Blöndal (f)
4. Njörður Þórhallsson
5. Jorgen Pettersen
6. Emil Skúli Einarsson
20. Viktor Steinarsson
22. Kári Kristjánsson ('65)
25. Hlynur Þórhallsson
45. Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('65)
75. Liam Daði Jeffs ('80)
99. Kostiantyn Iaroshenko ('21)

Varamenn:
1. Sveinn Óli Guðnason (m)
3. Stefán Þórður Stefánsson
7. Sigurður Steinar Björnsson ('21)
10. Guðmundur Axel Hilmarsson
17. Izaro Abella Sanchez ('80)
19. Ísak Daði Ívarsson ('65)
21. Brynjar Gautur Harðarson ('65)
26. Samúel Már Kristinsson

Liðsstjórn:
Sigurvin Ólafsson (Þ)
Valgeir Einarsson Mantyla
Baldur Hannes Stefánsson
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Hans Sævar Sævarsson

Gul spjöld:
Liam Daði Jeffs ('11)
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson ('45)
Njörður Þórhallsson ('70)
Þórhallur Ísak Guðmundsson ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Nuno með langt innkast og fær boltann aftur. Njörður skallar frá. Þetta er búið, Þróttur vinnur! Sterkur sigur hjá heimamönnum.
95. mín
Ísak Daði skallar hornspyrnuna frá.
94. mín
Mikill kraftur í Grindavík núna!! Fá hornspyrnu, mögulega síðasti séns.
93. mín
FRÁBÆR VARSLA!!!! Símon Logi aftur að koma sér í frábært færi en núna ver Þórhallur Ísak stórkostlega. Þarna hélt ég að Grindavík væri að jafna!
92. mín
Njörður með mikilvægt inngrip. Núna eru Grindvíkingar allt í einu orðnir líklegir. Smá stress í Þrótturum.
91. mín
Frábært færi!!! Símon Logi í frábæru færi á fjærstönginni og er nálægt því að jafna metin en skalli hans fer í utanverða stöngina. Þarna mátti ekki miklu muna!!
90. mín
Uppbótartíminn er hafinn. Ég veit ekki hversu miklu er bætt við þar sem það er ekkert skilti.
90. mín
Nálægt! Sigurður Steinar keyrir á vörn Grindavíkur og er svo nálægt því að innsigla sigurinn en Aron Dagur ver skotið.
89. mín
Ion með ágætis bolta fyrir markið en Símon Logi nær honum ekki.
88. mín
Það styttist í uppbótartímann og það er ekkert að gerast.
85. mín
Inn:Símon Logi Thasaphong (Grindavík) Út:Kwame Quee (Grindavík)
85. mín
Inn:Eric Vales Ramos (Grindavík) Út:Sölvi Snær Ásgeirsson (Grindavík)
84. mín
Afskaplega lítið að frétta sóknarlega hjá Grindavík. Þróttarar liggja aftarlega með sína fimm manna línu og það er bara virka. Fátt um svör hjá þeim gulu.
82. mín
Það er létt yfir Þrótturum í stúkunni. Þeirra menn að ná í kærkominn sigur ef ekkert breytist.
80. mín
Inn:Izaro Abella Sanchez (Þróttur R.) Út:Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
78. mín
Nuno Malheiro með sendingu fyrir markið. Góður bolti en Adam Árni nær ekki að stýra boltanum á markið. Langt fram hjá.
75. mín Gult spjald: Þórhallur Ísak Guðmundsson (Þróttur R.)
Fyrir tafir, frekar hart.
75. mín
Einar Karl með skot fyrir utan teig sem fer langt fram hjá markinu. Ein af fáum tilraunum Grindavíkur í þessum leik.
74. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Grindavík) Út:Josip Krznaric (Grindavík)
73. mín
Sigurður Steinar, sem er búinn að vera mjög líflegur, leikur á Sölva Snæ og er kominn í hættulega stöðu en Grindvíkingar henda sér fyrir. Svo á Eiríkur Þorsteinn skot en það fer beint í varnaramann.
71. mín
Sigurður Steinar með hættulega fyrirgjöf en Marinó Axel hreinsar. Þróttarar eru líklegri til að bæta við en Grindavík að jafna.
70. mín Gult spjald: Njörður Þórhallsson (Þróttur R.)
68. mín
Jorgen með ágætis hornspyrnu á nærstöngina en gestirnir koma boltanum frá.
67. mín
Þróttarar í fínu færi að tvöfalda forystuna en Aron Dagur nær að verja. Ekkert við Aron Dag að sakast í þessum leik.
66. mín
Inn:Marinó Axel Helgason (Grindavík) Út:Matevz Turkus (Grindavík)
66. mín
Inn:Nuno Malheiro (Grindavík) Út:Christian Bjarmi Alexandersson (Grindavík)
65. mín
Inn:Brynjar Gautur Harðarson (Þróttur R.) Út:Kári Kristjánsson (Þróttur R.)
65. mín
Inn:Ísak Daði Ívarsson (Þróttur R.) Út:Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
62. mín
Grindvíkingar ekki fundið sig og eru í erfiðleikum með að skapa færi gegn fimm manna vörn Þróttar.
61. mín
Fín sókn hjá Þrótti endar með því að Sigurður Steinar á skot sem fer yfir markið. Skotið tók hann rétt fyrir utan teig.
57. mín
Seinni hálfleikurinn ekki verið upp á marga fiska hingað til.
57. mín
Vilhjálmur Kaldal með virkilega flotta takta og er nálægt því að þræða Liam Daða í gegn en Nieblas nær að bjarga þessu.
54. mín
Ion með hættulega aukaspyrnu inn á teiginn en Þórhallur Ísak kýlir boltann frá.
53. mín
Hættuleg hornspyrna og boltinn dettur fyrir Kára, en skot hans fer frekar langt yfir markið.
52. mín
Sigurður Steinar með rosalegan sprett og vinnur hornspyrnu. Stuðningsmenn Þróttar ánægðir með þetta.
48. mín
Krznaric staðráðinn í að bæta fyrir mistökin áðan. Á þrumuskot fyrir utan teig en Þórhallur Ísak blakar boltanum yfir markið.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Jóhann Ingi flautar til hálfleiks og það eru Þróttarar sem leiða. Að mínu mati er það bara sanngjarnt. Verður fróðlegt að sjá hvernig seinni hálfleikurinn verður.
45. mín
Eiríkur skýlir boltanum út af og fagnar því vel. Mikil stemning í Þróttaraliðinu.
45. mín Gult spjald: Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson (Þróttur R.)
45. mín
Þetta er fyrsta markið sem Liam Daði skorar fyrir meistaraflokk Þróttar. Hann spilaði þrjá leiki í fyrra en þetta er hans fyrsti leikur í sumar.
44. mín MARK!
Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
MARK!!!! Þróttarar taka hér forystuna!!!

Josip Krznaric tapar boltanum afskaplega klaufalega á miðjum vellinum. Liam Daði vinnur hann, rekur hann áfram og skorar með þrumuskoti fyrir utan teig.

Þetta er bara sanngjarnt!
43. mín
Liam Daði fellur inn á teignum og Þróttarar vilja fá vítaspyrnu. Mér fannst afskaplega lítið í þessu.
42. mín
Kwame Quee með mjög ónauðsynlega skrautsendingu á miðjum vellinum. Smá stælar í þessu.
40. mín
Liam Daði núna með skot sem fer yfir markið. Þróttarar að hóta þessar síðustu mínútur.
39. mín
Kári Kristjánsson með skot eftir hornspyrnuna sem fer himinhátt yfir markið.
38. mín
Jorgen Pettersen með fast skot að marki en Aron Dagur nær að verja það. Aron Dagur er búinn að vera besti maður vallarins til þessa.
37. mín Gult spjald: Dennis Nieblas (Grindavík)
Smá hiti á miðjum vellinum.
34. mín
Hættulegur bolti inn á teiginn og Einar Karl ætlar að skjóta á honum á lofti, en hittir ekki boltann. Maður hefði alveg trúað því upp á Einar Karl að skora bara úr þessu.
31. mín
Sölvi Snær með þunga snertingu í öftustu línu en nær að bjarga sér.
27. mín
Grindvíkingar eru aðeins að sækja í sig veðrið en hafa þó ekki náð að reyna á Þórhall Ísak ennþá.
24. mín
Matevz með stórhættulegan bolta fyrir en Þróttarar ná að bjarga.
23. mín
Hættulegt! Eiríkur gerir vel núna hægra megin og leggur hann út í teiginn á Viktor. Hann er í góðu færi aftur en skot hans fer rétt fram hjá markinu!
22. mín
Viktor Steinarsson með frábæran sprett og var við það að komast í mjög hættulegt færi en skot hans fer í varnarmann. Góð tilraun hjá honum.
21. mín
Inn:Sigurður Steinar Björnsson (Þróttur R.) Út:Kostiantyn Iaroshenko (Þróttur R.)
Líklega einhver meiðsli að stríða Úkraínumanninum.
21. mín
Turkus með fyrirgjöf sem Eiríkur skallar frá. Fer í innkast hinum megin.
18. mín
Það er nú engin svaka mæting á þennan leik en stuðningsmenn Þróttar láta vel í sér heyra.
16. mín
Hörkuskalli! Núna á Hlynur Þórhallsson flotta tilraun með skalla eftir fyrirgjöf en Aron Dagur nær að verja. Hann nær líka að taka frákastið! Það er mikið að gera hjá markverði Grindavíkur í byrjun leiks.
15. mín
Þróttarar með góða fyrirgjöf en Matevz Turkus nær að skalla boltann aftur fyrir endamörk. Heimamenn fá hornspyrnu.
13. mín
Kári Kristjánsson með fína marktilraun sem Aron Dagur nær að blaka yfir. Það er meira líf í Þrótturum í byrjun leiksins.
11. mín Gult spjald: Liam Daði Jeffs (Þróttur R.)
Liam búinn að krækja sér í gult spjald snemma.
10. mín
Jóhann Ingi með flautuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
8. mín
Efnilegir strákar að byrja hjá Grindavík Hjá gestunum byrja Christian Bjarmi Alexandersson, fæddur 2007, og Sölvi Snær Ásgeirsson, fæddur 2008. Christian er að spila í vinstri bakverðinum á meðan Sölvi er í miðverðinum. Þeir fóru saman út á reynslu til danska félagsins Lyngby í fyrra og eiga greinilega framtíðina fyrir sér.

Mynd: Grindavík
8. mín
Eiríkur, fyrirliði Þróttar, með skot sem fer rétt fram hjá markinu. Fínasta tilraun.
5. mín
Sonur Ian Jeffs að byrja Það eru nokkrar breytingar á liði Þróttar milli leikja. Það er kannski svona athyglisverðast að Liam Daði Jeffs byrjar. Hann er sonur Ian Jeffs, þjálfara Hauka og fyrrum þjálfara Þróttar, sem spilaði lengi við góðan orðstír með nokkrum félögum hér á landi og þá helst ÍBV. Liam er fæddur 2006 en hann hefur leikið vel með 2. flokki Þróttar í sumar.

Liam hér fyrir miðju
4. mín
Grindvíkingarnir hornspyrnuna frá marki sínu.
3. mín
Þróttarar að komast í ágætis stöðu en Matevz Turkus er réttur maður á réttum stað og kemur boltanum aftur fyrir endamörk.
2. mín
Það er rigningarlegt á þessu sumarkvöldi í Laugardalnum.
1. mín
Leikur hafinn
Þá er þetta farið af stað!
Fyrir leik
Heil umferð spiluð í dag 14:00 Fjölnir - Grótta (Extra völlurinn)
16:00 ÍBV-Keflavík (Hásteinsvöllur)
16:00 Dalvík/Reynir-Leiknir R. (Dalvíkurvöllur)
16:00 ÍR-Þór (ÍR-völlur)
19:15 Þróttur R.-Grindavík (AVIS völlurinn)
19:15 Njarðvík-Afturelding (Rafholtsvöllurinn)
Fyrir leik
Sammála í sinni spá
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Skagamennirnir Árni Marinó Einarsson og Jón Gísli Eyland Gíslason eru spámenn umferðarinnar en þeir hafa báðir verið að leika vel með ÍA í Bestu deildinni í sumar eftir að hafa hjálpað liðinu að komast upp í fyrra.

Árni Marinó Einarsson
Þróttur R. 1 - 3 Grindavík
Halli Hróðmars tapar ekki leik með þetta Grindavíkurlið, lærisveinar hans eru búnir að vinna síðustu tvo leiki 3-1 og halda því bara áfram. Hinrik Harðar verður syngjandi í stúkunni en það dugar ekki til fyrir hans menn.

Jón Gísli Eyland Gíslason
Þróttur 1 - 3 Grindavik
Eins og hann vinur minn hann Hinrik Harðar hefur sagt þá er eitthvað i loftinu þarna í Laugardalnum, en Halli Hróðmars kann á þessa deild og nær í sterk 3 stig í Laugardalnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Halli Hróðmars að mæta á gamla heimavöllinn
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson


Það er ákveðin sögulína í kringum þennan leik þar sem Halli Hróðmars, þjálfari Grindavíkur, er að mæta á sinn gamla heimavöll. Hann var orðaður við þjálfarastarfið hjá Þrótti í vetur en Sigurvin Ólafsson var ráðinn. Haraldur tók svo nýverið við Grindavík og hefur verið að vinna gott starf þar.
Fyrir leik
Gestirnir á miklu flugi Grindavík hefur verið á miklu flugi eftir að Haraldur Árni Hróðmarsson tók við liðinu. Þetta er fljótt að breytast en liðið 13 stig í þriðja sæti eftir þrjá sigurleiki í röð.

Síðustu fimm leikir Grindavíkur
Grindavík 3 - 1 ÍBV
Grindavík 3 - 1 Dalvík/Reynir
Leiknir R. 2 - 3 Grindavík
Grindavík 2 - 2 Keflavík
Afturelding 1 - 1 Grindavík

Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Fyrir leik
Heimamenn sitja á botninum Þróttarar hafa ekki átt góðu gengi að fagna í sumar og sitja á botni Lengjudeildarinnar með aðeins sex stig úr fyrstu níu leikjunum. Ekki alveg það sem þeir ætluðu sér en það er nóg eftir af þessu móti.

Síðustu fimm leikir Þróttar:
Leiknir R. 3 - 1 Þróttur R.
Keflavík 1 - 1 Þróttur R.
Þróttur R. 1 - 2 Afturelding
Grótta 1 - 1 Þróttur R.
Þróttur R. 5 - 0 ÍR

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Góða kvöldið!
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Og verið velkomnir kæru lesendur á AVIS-völlinn í Laugardal. Hér verður bein textalýsing frá leik Þróttar og Grindavíkur í Lengjudeild karla en flautað verður til leiks klukkan 19:15.
Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
Dagur Ingi Hammer Gunnarsson
8. Josip Krznaric ('74)
9. Adam Árni Róbertsson
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
16. Dennis Nieblas
18. Christian Bjarmi Alexandersson ('66)
23. Matevz Turkus ('66)
30. Ion Perelló
77. Kwame Quee ('85)
95. Sölvi Snær Ásgeirsson ('85)

Varamenn:
5. Eric Vales Ramos ('85)
7. Kristófer Konráðsson ('74)
11. Símon Logi Thasaphong ('85)
13. Nuno Malheiro ('66)
17. Hassan Jalloh
21. Marinó Axel Helgason ('66)
24. Ingólfur Hávarðarson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Ingi Steinn Ingvarsson
Bjarki Aðalsteinsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Dennis Nieblas ('37)

Rauð spjöld: