Gordon vill fara til Liverpool - Chelsea vill Williams sem vill fara til Barcelona - Hjulmand orðaður við Burnley
Víkingur R.
2
1
Fram
Valdimar Þór Ingimundarson '19 1-0
Danijel Dejan Djuric '39 2-0
2-1 Guðmundur Magnússon '57
30.06.2024  -  19:15
Víkingsvöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Rok og rigning, hef séð betra fótboltaveður
Dómari: Pétur Guðmundsson
Maður leiksins: Karl Friðleifur Gunnarsson
Byrjunarlið:
80. Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m)
4. Oliver Ekroth
6. Gunnar Vatnhamar
8. Viktor Örlygur Andrason (f) ('74)
9. Helgi Guðjónsson
11. Gísli Gottskálk Þórðarson ('66)
12. Halldór Smári Sigurðsson ('66)
17. Ari Sigurpálsson ('66)
19. Danijel Dejan Djuric
22. Karl Friðleifur Gunnarsson
25. Valdimar Þór Ingimundarson ('74)

Varamenn:
1. Ingvar Jónsson (m)
2. Sveinn Gísli Þorkelsson
5. Jón Guðni Fjóluson ('66)
7. Erlingur Agnarsson ('66)
10. Pablo Punyed ('66)
23. Nikolaj Hansen ('74)
27. Matthías Vilhjálmsson ('74)

Liðsstjórn:
Arnar Gunnlaugsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Hajrudin Cardaklija
Sölvi Ottesen
Rúnar Pálmarsson
Markús Árni Vernharðsson
Óskar Örn Hauksson

Gul spjöld:
Danijel Dejan Djuric ('45)
Nikolaj Hansen ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Víkingar stóðu af sér storminn! Framarar mun betri í seinni hálfleik, Framarar geta verið verulega svekktir með að fá ekkert úr þessum leik en Víkingar hirða stigin 3.
94. mín Gult spjald: Nikolaj Hansen (Víkingur R.)
92. mín
Tiago með þrumuskot sem fer rétt yfir mark Víkinga!
91. mín
Fyrirgjöf á fjærstöng á Gumma Magg en boltinn aðeins of hár fyrir Gumma.
90. mín
Þremur mínútum bætt við Fáum við dramatík?
88. mín
Pálmi ver boltann út í teiginn og boltinn dettur fyrir Guðmund Magnússon sem hittir ekki boltann, frábært færi.
86. mín
Inn:Jannik Pohl (Fram) Út:Tryggvi Snær Geirsson (Fram)
Jannik Pohl mættur inná, ánægjulegar fréttir fyrir Framara.
81. mín
Víkingar ólíkir sjálfum sér, Framarar mun hættulegri.
75. mín
Pálmi Rafn kýlir fyrirgjöf í burtu beint á Kennie Chopart sem reynir að lyfta boltanum yfir hann en tilraun Kennie fer langt framhjá.
75. mín
Framarar fá aukaspyrnu á hættulegum stað, Haraldur tekur spyrnuna en hún fer beint í vegginn.
74. mín
Inn:Matthías Vilhjálmsson (Víkingur R.) Út:Viktor Örlygur Andrason (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Nikolaj Hansen (Víkingur R.) Út:Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
74. mín
Inn:Viktor Bjarki Daðason (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
Kveðjuleikur Viktors Bjarka en hann er á leið til FC Kaupmannahafnar.
70. mín
Víkingar ná aftur tökum á leiknum eftir skiptingarnar.
69. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
66. mín
Inn:Pablo Punyed (Víkingur R.) Út:Gísli Gottskálk Þórðarson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Jón Guðni Fjóluson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
66. mín
Inn:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.) Út:Ari Sigurpálsson (Víkingur R.)
66. mín
Framarar ógna og ógna.
62. mín
Laglegt spil milli Tryggva og Kennie Chopart, Kennie fer í skotið úr þröngri stöðu sem Pálmi ver í horn.
61. mín
Már Ægisson með fast skot úr þröngri stöðu sem Pálmi ver.
57. mín MARK!
Guðmundur Magnússon (Fram)
Stoðsending: Magnús Þórðarson
FYRIRLIÐINN MINNKAR MUNINN! Magnús Þórðarson með frábæra fyrirgjöf beint á pönnuna á Gumma Magg sem stangar boltann í hornið.
54. mín
Stöngin! Karl Friðleifur með fast skot sem Ólafur Íshólm ver út í teiginn, boltinn berst á Helga sem setur boltann í stöngina úr frábæru færi.
51. mín
Helgi Guðjóns með skalla á markið eftir hornspyrnu en Ólafur Íshólm handsamar boltann auðveldlega.
47. mín
Tryggvi Snær með fast skot úr teignum sem Pálmi ver.
46. mín
Framarar fá strax hornspyrnu, boltinn berst á Má Ægisson sem skallar boltann yfir mark Víkinga.
46. mín
Seinni hálfleikur farinn af stað.
45. mín
Hálfleikur
Víkingar leiða í hálfleik Skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki hér í Víkinni, Framarar átt sínar rispur en Víkingar sýndu gæði sín hér í fyrri hálfleik.
45. mín Gult spjald: Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
+1
Djuric sparkar boltanum í burtu þegar Fram á aukaspyrnu, óþarfi.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Helgi með stórhættulega fyrirgjöf sem Valdimar nær ekki til.
43. mín
Fred með skot af löngu færi sem Pálmi ver örugglega.
39. mín MARK!
Danijel Dejan Djuric (Víkingur R.)
Stoðsending: Karl Friðleifur Gunnarsson
DJURIC TVÖFALDAR FORYSTUNA Karl Friðleifur með frábæra fyrirgjöf á fjær frá endalínu beint á Djuric sem setur boltann í netið, frábært spil.
34. mín
Framarar hættulegri aðilinn þessa stundina.
32. mín
Rangstöðumark! Haraldur Einar með fyrirgjöf á Magnús sem stangar boltann í netið en flaggaður rangstæður.
Þetta var mjög tæpt, erfitt að dæma um þetta í endursýningu.
27. mín
Kyle McLagan liggur niðri, sýnist hann halda í nárann. Kyle heldur leik áfram!
22. mín
Kennie Chopart á hlaup fyrir aftan vörn Víkinga en Kennie með arfaslaka tilraun sem Pálmi ver.
19. mín MARK!
Valdimar Þór Ingimundarson (Víkingur R.)
Stoðsending: Gunnar Vatnhamar
VALDIMAR BRÝTUR ÍSINN! Gunnar Vatnhamar með frábæra sendingu á fjær á Valdimar sem stýrir boltanum fagmannlega í netið!
18. mín
Magnús Þórðarson í þröngri stöðu í teignum en tekur máttlaust skot sem Pálmi ver örugglega.
17. mín
Víkingar fá hornspyrnu, Karl Friðleifur tekur boltinn berst á Oliver Ekroth sem er aleinn en Ólafur Íshólm á frábæra vörslu í slánna og yfir!
15. mín
Hættulegt færi Karl Friðleifur með frábæran sprett og kemur boltanum á Danijel Djuric sem tekur skot úr teignum en Ólafur Íshólm ver vel.
13. mín
Kennie Chopart nær skalla eftir hornspyrnu en varnarmenn Víkings komast fyrir boltann.
12. mín
Valdimar missir boltann á hættulegum stað, Chopart fer í skotið fyrir utan teig sem fer í varnarmann. Framarar fá horn.
11. mín
Gísli Gotti með skot fyrir utan teig sem Ólafur Íshólm ver örugglega.
8. mín
Framarar pressa vel á Víkinga hér í upphafi leiks.
6. mín
Kyle McLagan skartar fallegri grímu hér inn á vellinum líkt og Oliver Ekroth.
4. mín
Viktor Örlygur hreinsar boltann beint í andlitið á Helga Guðjóns sem liggur óvígur eftir, leikurinn stopp á meðan. Alvöru þrusa sem Helgi fékk í andlitið þarna.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað! Víkingar byrja með boltann.
Fyrir leik
Þetta hef ég ekki séð áður Þetta er magnað, Brynjar Gauti fer af velli nokkrum sekúndum áður en leikurinn hest. Þetta telst ekki sem skipting svo Framarar eiga ennþá fimm skiptingar inni.
Fyrir leik
Einhver töf á leiknum, mér sýnist að Brynjar Gauti sé að fara af velli!
Fyrir leik
Fengum ekki besta veðrið hér í Víkinni. Grátt yfir, vindur og létt rigning. Sumarið kemur vonandi í júlí.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Víkingur vann stórsigur á Stjörnunni í síðasta leik en Arnar Gunnlaugs gerir 6 breytingar á liði sínu frá þeim leik.
Inn í byrjunarliðið koma þeir Ari Sigurpálsson, Halldór Smári, Gísli Gotti, Helgi Guðjóns og Viktor Örlygur. Einnig byrjar Pálmi Rafn í marki Víkinga.

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á liðu sínu frá síðasta leik.
Þeir Kyle McLagan og Kennie Chopart koma í byrjunarliðið, en þeir Adam Örn og Þorri Stefán víkja úr byrjunarliðinu.
Jannik Pohl er í hóp hjá Frömurum en hann kom síðast við sögu í fyrstu umferð.
Fyrir leik
Fyrir leik
Spáir Víkingssigri Brynjólfur Willumsson nýjasti leikmaður hollenska liðsins Gröningen er spámaður vikunnar.

Víkingur R. 3 - 1 Fram
þetta verður hörku leikur og Óli Íshólm heldur Fram inní þessu en á endanum tekur Dani Djuric yfir og skorar 1 og leggur upp tvö á Niko og Kalla sem verða i Panda-sokkum ég trúi ekki öðru!

Mynd: Groningen
Fyrir leik
Léku sér að Stjörnunni Eftir tvö jafntefli í röð fóru Víkingar létt með Stjörnuna á fimmtudaginn, leikar enduðu 4-0 en Víkingar hefðu hæglega getað unnið stærra.
Víkingar spila þétt þessa dagana næsti leikur liðsins er á miðvikudaginn aftur gegn Stjörnunni en þá í Mjólkurbikarnum.


,,„Mér finnst við vera klárir í slaginn gegn Fram, undanúrslitaleikinn og svaka leikur í Evrópukeppninni. Mér finnst eins og sumarið sé að byrja og við erum akkúrat búnir að gera það sem við lögðum upp með.""

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fyrsti sigur síðan 5. maí Framarar unnu kærkominn sigur gegn Vestra síðastliðinn fimmtudag, en var það fyrsti sigur liðsins síðan 5. maí.


,,Við eigum erfiðan leik á sunnudaginn og vonandi getum við haldið áfram að spila eins og við gerðum í dag og sýna þennan vilja sem var til staðar. "

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Heimavöllur hamingjunnar heilsar! Góðan og blessaðan daginn lesendur góðir og veriði velkomin í beina textalýsingu frá viðureign Víkings og Fram.
Þessi leikur er liður í 13. umferð Bestu-deildar karla en umferðinni lýkur mánudaginn 8. júlí.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
5. Kyle McLagan
6. Tryggvi Snær Geirsson ('86)
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('74)
23. Már Ægisson
28. Tiago Fernandes

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
15. Breki Baldursson
16. Viktor Bjarki Daðason ('74)
17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson
79. Jannik Pohl ('86)

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson

Gul spjöld:
Guðmundur Magnússon ('69)

Rauð spjöld: