Þessir eru á óskalista Man Utd - Tilboði Arsenal í Calafiori hafnað - Barcelona vill Olmo
banner
   þri 02. júlí 2024 09:20
Elvar Geir Magnússon
Gordon vill fara til Liverpool - Hjulmand orðaður við Burnley
Powerade
Gordon í landsleik gegn Íslandi nýlega.
Gordon í landsleik gegn Íslandi nýlega.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kasper Hjulmand er orðaður við stjórastarf Burnley.
Kasper Hjulmand er orðaður við stjórastarf Burnley.
Mynd: EPA
Miguel Almiron.
Miguel Almiron.
Mynd: Getty Images
16-liða úrslitum Evrópumótsins lýkur í kvöld og 8-liða úrslitin fara í gang á föstudaginn. En það styttist líka í enska boltann og hér er slúðurpakki dagsins. BBC tók saman það helsta.

Áhugi Liverpool hefur truflað einbeitingu Anthony Gordon (23) sem er áhugasamur um að fara til félagsins. Newcastle fullyrðir að þessi 23 ára gamli enski kantmaður verði ekki seldur. (Telegraph)

Liverpool hefur áfram áhuga á Gordon og gæti gert annað tilboð í hann í sumar. (Teamtalk)

Manchester United hefur boðið hollenska varnarmanninum Matthijs de Ligt (24) fimm ára samning á meðan félagið heldur viðræðum við Bayern München áfram. (De Telegraaf)

United myndi gera annað tilboð í Jarrad Branthwaite (22) ef Everton lækkar uppsettan verðmiða. Everton er ekki undir fjárhagslegum þrýstingi að selja enska miðvörðinn. (Sky Sports)

Chelsea vill fá spænska kantmanninn Nico Williams (21) frá Athletic Bilbao en hann sjálfur vill helst fara til Barcelona. (Sport)

Aro Muric (25) markvörður Burnley ætlar að yfirgefa félagið í sumar en nokkur úrvalsdeildarfélög sem hafa áhuga á þessum landsliðsmanni Kosóvó. (Mail)

Danski landsliðsþjálfarinn Kasper Hjulmand er skyndilega orðaður við stjórastarfið hjá Burnley og er talinn líklegastur í veðbönkum, ásamt Craig Bellamy. Burnley féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. (Burnley Express)

Wilfried Zaha (31), framherji Galatasaray, hefur áhuga á að snúa aftur í ensku úrvalsdeildina en West Ham, Wolves og hans fyrrum félag Crystal Palace hafa áhuga á þessum landsliðsmanni Fílabeinsstrandarinnar. (Star)

Félag í atvinnumannadeildinni í Sádi-Arabíu á í viðræðum við Newcastle um paragvæska framherjann Miguel Almiron (30). (Sky Sports)

Arsenal hefur virkjað möguleikann á að fá spænska markvörðinn David Raya (28) frá Brentford á fastan samning eftir lánstíma á síðustu leiktíð. (Mail)

Liverpool og AC Milan hafa áhuga á að fá franska miðjumanninn Adrien Rabiot (29) eftir að samningur hans við Juventus rennur út. (Calciomercato)

Sevilla ætlar að fá Albert Sambi Lokonga (24), belgískan miðjumann Arsenal, á láni út tímabilið. (Teamtalk)

Southampton er tilbúið að gera 20 milljóna punda tilboð í Matt O'Riley (23), danskan landsliðsmiðjumann Celtic. (Talksport)

Brighton, Brentford, Everton og Southampton hafa áhuga á Josh Stephenson (18), enskum miðjumanni Millwall. (Football Insider)

Newcastle United er staðráðið í að halda sænska framherjanum Alexander Isak (24) eftir fregnir um að hann gæti farið til Arsenal eða Chelsea. (Football London)

Manchester City hefur skákað Arsenal í baráttu um táninginn Ryan McAidoo (16), miðjumann Chelsea. (Mirror)

Búist er við því að Nottingham Forest losi enska miðjumanninn Lewis O'Brien (25) í sumar en Sheffield United, Preston North End og Ipswich Town hafa áhuga. (Northamptonshire Live)
Athugasemdir
banner