Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Njarðvík
0
1
Grindavík
0-1 Adam Árni Róbertsson '83
04.07.2024  -  19:15
Rafholtsvöllurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Fínasta veður og yfir engu að kvarta
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Aron Dagur Birnuson
Byrjunarlið:
1. Aron Snær Friðriksson
3. Sigurjón Már Markússon (f)
4. Slavi Miroslavov Kosov
5. Arnar Helgi Magnússon ('69)
9. Oumar Diouck
10. Kaj Leo Í Bartalstovu
13. Dominik Radic ('80)
14. Amin Cosic ('69)
15. Ibra Camara
19. Tómas Bjarki Jónsson
24. Hreggviður Hermannsson

Varamenn:
12. Daði Fannar Reinhardsson (m)
2. Viðar Már Ragnarsson
11. Freysteinn Ingi Guðnason ('69)
16. Svavar Örn Þórðarson
18. Björn Aron Björnsson ('69)
22. Breki Þór Hermannsson ('80)
27. Jayden Mikael Rosento

Liðsstjórn:
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (Þ)
Arnar Freyr Smárason
Jón Orri Sigurgeirsson
Sigurður Már Birnisson
Margrét Ársælsdóttir
Jaizkibel Roa Argote

Gul spjöld:
Kaj Leo Í Bartalstovu ('17)
Sigurjón Már Markússon ('82)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Aron Snær stálheppinn að fá ekki á sig mark þarna en Erlendur Eiríksson flautar þetta svo af.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
93. mín
Þetta er að fjara undan fyrir Njarðvík.
92. mín
Hreggviður tekur spyrnuna beint í vegginn og hann fellur fyrir Björn Aron sem á skot sem fer beint á Aron Dag.
90. mín Gult spjald: Josip Krznaric (Grindavík)
Oumar Diouck snýr Josip af sér sem rífur hann svo niður.

Njarðvíkingar fá aukaspyrnu á flottum stað rétt fyrir utan teig.
89. mín
DAUÐAFÆRI! Grindavík sendir Kwame Quee í gegn og Aron Snær kemur hikandi út á móti og Kwame Quee fer framhjá honum en setur boltann svo yfir markið!

Þarna var dauðafæri fyrir Grindavík að loka þessum leik.
86. mín
Njarðvíkingar hafa skorað í öllum leikjum sínum í sumar. Skyldu Grindvíkingar vera fyrstir til þess að skrúfa niður í þeim?
83. mín MARK!
Adam Árni Róbertsson (Grindavík)
Grindavík tekur forystuna! Aukaspyrnan inn á teig frá Josip Krznaric sem fer af Dennis Nieblas sýnist mér og fellur fyrir Adam Árna sem var grunsamlega frír á teignum og setur hann snyrtilega í netið.
82. mín
Inn:Hassan Jalloh (Grindavík) Út:Marinó Axel Helgason (Grindavík)
82. mín Gult spjald: Sigurjón Már Markússon (Njarðvík)
Grindavík að komast í stórhættulega stöðu svo Sigurjón Már tekur á sig taktískt brot og fær gult.
80. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (Njarðvík) Út:Dominik Radic (Njarðvík)
75. mín
Heldur tíðindalítið þessa stundina.
69. mín
Inn:Björn Aron Björnsson (Njarðvík) Út:Arnar Helgi Magnússon (Njarðvík)
69. mín
Inn:Freysteinn Ingi Guðnason (Njarðvík) Út:Amin Cosic (Njarðvík)
67. mín
Frábær sending á bakvið vörn Njarðvíkinga en Aron Snær kemur vel út og handsamar boltann áður en Kwame Quee kemst í hann.
64. mín
Dennis Nieblas fær höfuðhögg eftir horn hjá Grindavík og leikurinn stopp í örlitla stund.
62. mín
Inn:Adam Árni Róbertsson (Grindavík) Út:Ion Perelló (Grindavík)
62. mín
Inn:Eric Vales Ramos (Grindavík) Út:Dagur Ingi Hammer Gunnarsson (Grindavík)
57. mín
Oumar Diouck með slaka aukaspyrnu beint í vegginn.
56. mín
Njarðvíkingar sækja hratt og eru mættir þrír á þrjá. Oumar Diouck með gott hlaup og er að komast að vítateignum þegar brotið er á honum.

Njarðvíkingar fá aukaspyrnu við D-bogann og Oumar Diouck stillir sér upp með boltann.
52. mín
Oumar Diouck í flottri fyrirgjafastöðu en afleitur bolti aftur fyrir markið.
49. mín
Kwame Quee hristir af sér Njarðvíkingana og kemur sér í skotið en Aron Snær ver þetta virkilega vel!
46. mín
Dominik Radic sparkar þessu í gang aftur.
45. mín
Hálfleikur
Josip Krznaric tekur spyrnuna beint í vegginn og frákastið að auki!

Njarðvíkingar hlaupa upp völlinn og Amin Cosic kemur með frábæran bolta út í teig en þar vantaði bara græna treyju!

Erlendur Eiríksson flautar til hálfleiks.
45. mín
+1

Grindvíkingar fá aukaspyrnu við D-bogann! Líklega síðasta færið fyrir hlé.
45. mín
Fáum sennilega ekki mikið meira en mínútu í uppbót í þennan fyrri hálfleik.
44. mín
Njarðvíkingar með aukaspyrnu inn á teig Grindavíkur og Arnar Helgi rétt missir af boltanum.

Njarðvíkingar biðja um hendi en fá ekki.
43. mín
Njarðvíkingar taka hornið stutt og svo kemur sendingin fyrir sem leit vel út og Dominik Radic skallar að marki en skallinn laus og beint í fangið á Aroni Degi.
39. mín
Dominik Radic með huggulega hælsendingu í hlaupið fyir Kaj Leo sem veður inn á teig og í stað þess að leggja hann fyrir markið þá kemur hann með lúmskt skot á nærstöngina sem Aron Dagur nær ekki að halda inná vellinum og Njarðvíkinga fá horn.

Það kemur ekki mikið úr þessu horni frá Njarðvíkingum.
35. mín
Amin Cosic fór illa með Marinó Axel og sendi svo rabona spyrnu fyrir markið en Grindvíkingar koma þessu frá.
33. mín
Grindavík við það að prjóna sig inn í markið en Njarðvíkingar ná að koma þessu frá. Kwame Quee fór ansi illa með varnarlínu Njarðvíkinga þarna.
28. mín
Aron Snær með slæma sendingu út teignum beint í fætur á Kwame Quee sem veður í átt að teignum og lætur vaða en Aron Snær sér við honum.

Aron Snær biðst afsökunar á þessari sendingu.
27. mín
Njarðvíkingar fá hornspyrnu sem dettur fyrir Hreggvið fyrir utan teig og hann framlengir á Amin Cosic sem tekur skotið en Aron Dagur ver þetta vel.
25. mín
Grindvíkignar sækja hratt og Einar Karl laumar boltanum inn í átt að Degi Inga Hammer en Aron Snær mættur út að loka.
23. mín
Eftir einokun heimamanna á upphafsmínútum hafa Grindvíkingar unnið sig vel inn í leikinn.
20. mín
Einar Karl fær boltann í andlitið og liggur eftir. Færð aðhlyningu og leikurinn stopp.
17. mín Gult spjald: Kaj Leo Í Bartalstovu (Njarðvík)
Missir boltann klaufalega og er brotlegur þegar hann reynir að vinna hann aftur.
14. mín
Slavi Kosov liggur eftir baráttu við Dag Inga Hammer.

Vonandi fyrir Njarðvíkinga hristir hann þetta af sér þar sem hópurinn hjá heimamönnum býður ekki upp á mikið fleirri skakkaföll.
12. mín
Færi! Bras í öfturstu línu Njarðvíkur og Dagur Ingi Hammer veður inn á teig og finnur Kristófer Konráðs í teignum og skotið fast beint á Aron Snær í marki Njarðvíkur og Njarðvíkingar koma þessu svo frá.
11. mín
Kaj Leo lætur vaða af nokkru færi. Fast skot sem Aron Dagur slær út í teig.
9. mín
Nuno Malheiro reynir fyrirgjöf en beint í fangið á Aroni Snæ.
8. mín
Kaj Leo með frábæran bolta fyrir markið sem Oumar Diouck nær að koma höfðinu í en Aron Dagur slær boltann yfir!
5. mín
Stöngin! Hreggviður með flottan bolta inn á Oumar Diouck sem veður á vörnina og á skot sem fer af Grindvíkingum og í stöngina!

Amin Cosic nær ekki að fylgja þessu eftir og Aron Dagur ver þetta.
3. mín
Færi! Dominik Radic í hörku færi en vinkillinn svolítið þröngur og Aron Dagur ver vel. Tómas Bjarki tók innkastið snöggt beint í hlaupið hjá Oumar Diouck sem lagði boltann fyrir markið á Dominik Radic.
1. mín
Það eru gestirnir frá Grindavík sem sparka okkur af stað!
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á YouTube
Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Gyrðir Hrafn Guðbrandsson, leikmaður FH, tók að sér það verkefni að spá í umferðina sem er framundan en hún fer af stað í kvöld.

Njarðvík 2 - 1 Grindavík
Njarðvíkingar hafa verið á fljúgandi siglingu upp á síðkastið og vinna þeir þennan leik 2-1. Kaj Leo hársnyrtir hjá Studio 220 mun skora 1 og leggja upp á Omar Diouk.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Ananias í tveggja leikja bann
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson

Joao Ananias leikmaður Njarðvíkur missti stjórn á skapi sínu og fer í tveggja leikja bann eftir rautt spjald í lok tapleiks gegn Aftureldingu. Erlendur Guðnason fékk rautt á sama tíma en hann fékk eins leiks bann.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir Þrátt fyrir að vera nágrannalið hafa þessi lið ekki oft fundið sig í baráttu við hvort annað í mótsleikjum á vegum KSÍ. Samkvæmt vef KSÍ hafa þessi lið einungis 11 sinnum mæst í mótsleik.

Njarðvíkingar hafa 4 sinnum (36%) haft betur.
Grindavík hefur 7 sinnum (64%) haft betur.
Liðin hafa þá aldrei gert jafntefli.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Njarðvík Njarðvíkingar hafa byrjað mótið frábærlega og má færa góð rök fyrir því að kalla þá spútnik lið mótsins í ár enda ekki margir sem bjuggust við þeim í þeirri baráttu sem þeir finna sig í.
Njarðvíkingar hafa sótt sjö stig af síðustu fimmtán mögulegum en þeir fengu slæma útreið hér á heimavelli gegn Aftureldingu í síðustu umferð þar sem þeir töpuðu með fimm mörkum gegn tveim. Njarðvíkingar sitja þrátt fyrir það í 2.sæti deildarinnar þremur stigum á eftir toppsætinu.

Njarðvík hafa skorað 22 mörk í sumar sem er mest allra liða ásamt ÍBV. Njarðvíkingar hafa þá fengið á sig 14 mörk sem gerir þá átta mörk í plús. Mörk Njarðvíkinga hafa raðast á:

Dominik Radic - 6 mörk
Oumar Diouck - 6 mörk
Kenneth Hogg - 2 mörk
Kaj Leo Í Bartalstovu - 2 mörk
Arnar Helgi Magnússon - 2 mörk
*aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Grindavík Eftir brösótta byrjun hjá Grindavík hafa þeir rétt úr kútnum eftir að þeir skiptu um mann í brúnni.
Haraldur Árni Hróðmarsson tók við liðinu eftir fimm leiki af Brynjari Birni Gunnarssyni og hefur stýrt liðinu í síðustu fjórum leikjum þar sem liðið hefur sótt níu stig af tólf mögulegum. Grindavík tapaði í síðustu umferð gegn Þrótti R. með einu marki gegn engu og sitja í 5.sæti deildarinnar.

Grindavík hefur skorað 17 mörk og fengið á sig 14 sem gera þrjú mörk í plús. Mörk Grindavíkur hafa skorað:

Dagur Ingi Hammer Gunnarsson - 5 mörk
Kwame Quee - 4 mörk
Dennis Nieblas Moreno - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Lengjudeildin Eftir þessa umferð verðum við hálfnuð með deildina. Lengjudeildin í ár hefur verið stórskemmtileg og allskonar úrslit litið dagsins ljós.
Þegar 10 umferðir eru búnar lítur deildin svona út:

Mynd: Af vef KSÍ

Fyrir leik
Dómarateymið Erlendur Eiríksson verður með flautuna í kvöld og honum til aðstoðar verða Guðni Freyr Ingvason og Kristján Már Ólafs.
Eyjólfur Ólafsson er þá eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Rafholtsvellinum í Njarðvík þar sem heimamenn taka á móti Grindavík í 11.umferð Lengjudeildarinnar.

Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Byrjunarlið:
1. Aron Dagur Birnuson
7. Kristófer Konráðsson
8. Josip Krznaric
10. Einar Karl Ingvarsson (f)
13. Nuno Malheiro
16. Dennis Nieblas
20. Dagur Ingi Hammer Gunnarsson ('62)
21. Marinó Axel Helgason ('82)
26. Sigurjón Rúnarsson
30. Ion Perelló ('62)
77. Kwame Quee

Varamenn:
24. Ingólfur Hávarðarson (m)
5. Eric Vales Ramos ('62)
9. Adam Árni Róbertsson ('62)
11. Símon Logi Thasaphong
17. Hassan Jalloh ('82)
18. Christian Bjarmi Alexandersson
95. Sölvi Snær Ásgeirsson

Liðsstjórn:
Haraldur Árni Hróðmarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Ingi Steinn Ingvarsson
Beka Kaichanidis
Jón Aðalgeir Ólafsson
Karim Ayyoub Hernández

Gul spjöld:
Josip Krznaric ('90)

Rauð spjöld: