Joshua Zirkzee, VIctor Osimhen, Riccardo Calafiori, Conor Gallagher, Florian Wirtz og fleiri koma við sögu
   fös 05. júlí 2024 08:30
Elvar Geir Magnússon
Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu
Powerade
Ederson og fjölskylda.
Ederson og fjölskylda.
Mynd: EPA
Fer Joao Felix aftur til Benfica?
Fer Joao Felix aftur til Benfica?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Lukaku vill spila aftur undir stjórn Conte.
Lukaku vill spila aftur undir stjórn Conte.
Mynd: EPA
Góðan og gleðilegan EM föstudag. 8-liða úrslitin fara í gang í dag og það er fagnaðarefni. Það kennir ýmissa grasa í slúðurpakkanum í dag!

Manchester City gerir sig tilbúið fyrir tilboð frá Sádi-Arabíu í Ederson (30) og vill fá meira en 30 milljónir punda fyrir brasilíska landsliðsmarkvörðinn, sem hefur verið orðaður við Al-Nassr. (Talksport)

Marseille er fullvisst um að skáka Lazio í baráttunni um framherjann Mason Greenwood (22) hjá Manchester United. Ítalska félagið bauð 17 milljónir punda í hann. (Mail)

Flamengo hefur hafið viðræður við West Ham um fyrirhuguð kaup á brasilíska miðjumanninum Lucas Paqueta (26). (Globo)

Barcelona er fremst í flokki til að kaupa Nico Williams (21) kantmann Athletic Bilbao og Spánverja en Arsenal og Chelsea hafa áhuga á honum. (Football Insider)

Marc Cucurella (25) varnarmaður Chelsea segist vera að reyna að sannfæra Williams, liðsfélaga sinn í spænska landsliðinu, um að ganga til liðs við enska félagið. (Sport)

Benfica hefur trú á því að félagið geti endurhemt portúgalska framherjann Joao Felix (24) frá Atletico Madrid en gæti fengið samkeppni frá Aston Villa. (Football Transfers)

Leny Yoro (18), varnarmaður Lille, vill fara til Real Madrid og Frakkinn ungi bíður eftir að félögin komist að samkomulagi. Liverpool og Paris St-Germain eru tilbúin að skerast í leikinn ef það rennur út í sandinn. (Fabrizio Romano)

Fulham hefur spurst fyrir um hvort skoski miðjumaðurinn Scott McTominay (27) hjá Manchester United sé falur. (HITC)

Sífellt ólíklegra er að Matty Cash, hægri bakvörður Aston Villa, gangi til liðs við AC Milan þrátt fyrir fregnir um að hann sé á leið í ítalska boltann. (Birmingham Live)

Barcelona vill fá Joao Cancelo (30) frá Manchester City en portúgalski varnarmaðurinn var á láni hjá katalónska liðinu á síðustu leiktíð. (SportsMole)

Juventus vill styrkja miðjuna sína með kaupum á hollenska landsliðsmanninum Teun Koopmeiners (26) frá Atalanta. (La Gazzetta dello Sport)

Manchester United er að nálgast slóvakíska undrabarnið Samuel Lusale (16) hjá Crystal Palace. (Mirror)

Tilraun Newcastle United til að fá Dominic Calvert-Lewin (27) framherja Everton hefur hrunið eftir að félaginu tókst ekki að selja Callum Wilson. (Telegraph)

Ajax, Nice, Rennes og Olympiakos eru meðal fjölda félaga sem hafa áhuga á portúgalska varnarmanninum Cedric Soares (32) sem er á lausu eftir að samningur hans við Arsenal rann út. (Standard)

Brighton nýtti sér seinagang Liverpool í að innsigla samning við Mats Wieffer (24), miðjumann Feyenoord. Hann er á leið á suðurströndina. (De Telegraaf)

Manchester United vill selja hollenska miðjumanninn Donny van de Beek (27) í sumar frekar en að missa hann á frjálsri sölu þegar samningur hans rennur út. (Manchester Evening News)

Romelu Lukaku (31) framherji Chelsea vill spila undir stjórn Antonio Conte hjá Napoli. Conte þjálfaði belgíska framherjann hjá Inter. (Corriere dello Sport)

Napoli hefur sagt Chelsea að þeir séu tilbúnir að lækka 110,8 milljóna punda verðmiðann á nígeríska sóknarmanninum Victor Osimhen (25). (Metro)

Þýski varnarmaðurinn Waldemar Anton (27) hefur staðist læknisskoðun hjá Borussia Dortmund og mun ganga til liðs við félagið frá Stuttgart eftir EM. (Sky Sports Þýskalandi)
Athugasemdir
banner
banner