Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Valur
1
0
Þróttur R.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '90 1-0
03.07.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá rigning og um tíu stiga hiti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir ('60)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('60)
29. Jasmín Erla Ingadóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('76)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Camryn Paige Hartman
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Kate Cousins ('76)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('60)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('60)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valur vinnur dramatískan sigur eftir afskaplega leiðinlegan seinni hálfleik. Valur og Breiðablik eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Þróttur er áfram með tíu stig í sjöunda sæti.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
91. mín
Ragnheiður Þórunn gerði mark Vals Fædd árið 2007
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
90. mín
Fimm mínútum bætt við
90. mín MARK!
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Stoðsending: Anna Rakel Pétursdóttir
MARK!!!!! Þegar 90 mínútur lenda á klukkunni þá tekur Valur forystuna.

Fyrirgjöf inn á teiginn, Ragnheiður Þórunn nær að taka við boltanum og leggur hann í markið. Alltof einfalt eftir alla þá vinnu sem Þróttur hefur lagt í leikinn.
89. mín
Smá hætta eftir aukaspyrnu Vals, en Mollee á svo sem ekki í neinum vandræðum með blaka boltanum frá.
88. mín
Inn:Brynja Rán Knudsen (Þróttur R.) Út:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
88. mín
Fanndís með fast skot en það fer vel yfir markið.
86. mín
VÁÁÁAÁ Frábær hornspyrna hjá Sæunni skapar mikla hættu. Boltinn dettur fyrir Sóleyju í teignum og hún á skot, en leikmenn Vals henda sér fyrir. Þetta var svo sannarlega tækifæri fyrir Þrótt.
85. mín
Caroline vinnur hornspyrnu. Meira líf í Þrótturum núna.
84. mín
Ágætis sókn hjá Þrótti en Freyja Karín á skalla frekar langt fram hjá markinu eftir sendingu frá Caroline.
80. mín
Leikurinn er stopp á meðan María Eva fær aðhlynningu. Ég man ekki eftir einu góðu færi í þessum seinni hálfleik. Úff.
78. mín
Amanda að leika sér með boltann á vítateigslínunni. Hún reynir að komast í skotfæri en það gengur ekki hjá henni.
77. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.) Út:Ísabella Anna Húbertsdóttir (Þróttur R.)
76. mín
Inn:Kate Cousins (Valur) Út:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Valur)
72. mín
Stuðningsmenn Þróttar láta vel í sér heyra núna, standa vel við bakið á liði sínu.
67. mín
Rosalega er lítið búið að gerast í seinni hálfleiknum. Ég held að Þróttarar sé mun sáttari við það en Valskonur.
63. mín
Inn:Sigríður Theód. Guðmundsdóttir (Þróttur R.) Út:Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
62. mín
Sigríður Theódóra að koma inn á gegn sínum gömlu félögum.
61. mín
Fanndís að vesenast með GPS-kubbinn sinn. Nær ekki að koma honum í vestið og hendir honum í grasið. Drífur ekki af vellinum og þarf því að sækja hann. Frekar fyndið.
60. mín
Inn:Fanndís Friðriksdóttir (Valur) Út:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Valur)
60. mín
Inn:Amanda Jacobsen Andradóttir (Valur) Út:Nadía Atladóttir (Valur)
60. mín Gult spjald: Lillý Rut Hlynsdóttir (Valur)
Fyrsta gula spjaldið í þessum leik.
59. mín
Berglind Björg að komast í skotfæri á vítateigsboganum en Ísabella Anna á þá frábæra tæklingu og nær að komast í boltann.
58. mín
Fanndís og Amanda að gera sig klárar. Ágætt að eiga svona leikmenn á bekknum.
56. mín
Leah Pais fær boltann á fjærstönginni eftir hornspyrnu en Berglind Rós stoppar hana.
54. mín
María Eva með ótrúlega tæpa sendingu til baka en Mollee nær að bjarga þessu. Munaði litlu að Þróttur væri að gefa mjög svo klaufalegt mark.
53. mín
Þessi seinni hálfleikur ekki að fara af stað með miklum látum.
50. mín
Freyja Karín við það að sleppa í gegn en Málfríður Erna á frábæra tæklingu.
47. mín
Hailey með sendingu fyrir sem Mollee nær að kýla frá.
46. mín
Seinni hálfleikur er farinn af stað
45. mín
Hálfleikur
Jæja, búið að flauta til hálfleiks hér á Hlíðarenda. Bara nokkuð skemmtilegur leikur þó staðan sé enn markalaus. Valskonur kannski aðeins sterkari en Þróttarar hafa fengið sín færi og þær áttu að fá vítaspyrnu.
45. mín
Leah reynir skot af löngu færi en það fer langt yfir markið.
45. mín
Einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn
44. mín
Hættuleg sókn hjá Val sem endar með því að Mollee grípur boltann. Ísabella Sara fór illa með varnarmenn Þróttar þarna.
42. mín
Freyja Karín í ágætis færi en skot hennar er ekki gott. Beint á Fanneyju.
42. mín
Caroline með ágætis bolta fyrir markið en Kristrún Rut rétt missir af honum. Aðeins of hár fyrir hana.
40. mín
Bæði lið að hóta því að skora síðustu mínútur.
40. mín
FRÁBÆR VARSLA!! Leah Pais gerir frábærlega inn á teignum, fer illa með Lillý og er komin í ansi gott færi. Hún lætur vaða en Fanney Inga, landsliðsmarkvörðurinn, ver stórkostlega!
37. mín
SÆUNN BJARGAR Á LÍNU! Mollee algjör klaufi og missir boltann frá sér eftir að hún virtist vera búin að grípa hann. Ragnheiður Þórunn nær að pota boltanum að marki og hann virðist vera að leka inn en Sæunn kemur á síðustu stundu og bjargar á línu. Frábær björgun!
36. mín
Sæunn með hornspyrnu sem endar ofan á slánni.
35. mín
Stuðningsmenn Þróttar láta vel í sér heyra. Valshlutinn talsvert rólegri.
32. mín
Anna Rakel með fínan bolta inn á teiginn en Sóley María skallar í burtu úr teignum.
29. mín
Óli í hrókasamræðum við Jakub Marcin Róg, fjórða dómara, á hliðarlínunni.
29. mín
Fínasti bolti en Berglind Rós skallar frá.
28. mín
Ég held að það sé óhætt að segja að Óli Kristjáns sé ekki sérlega ánægður með dómgæsluna til þessa. Valur fær aukaspyrnu og Anna Rakel ætlar að setja boltann inn á teiginn.
26. mín
Anna Rakel með aukaspyrnu inn á teiginn sem Mollee handsamar auðveldlega.
21. mín
DAUÐAFÆRI!!! Frábær sókn hjá Val; Ísabella Sara á þá sendingu fyrir markið á Nadíu sem er í mjög góðri stöðu en hún setur boltann fram hjá markinu. Þetta var eiginlega bara algjört dauðafæri!
18. mín
Lillý Rut kemur boltanum úr teignum og svo á María Eva skot sem fer bara út á lóð Háskóla Íslands.
17. mín
Þarna átti Þróttur að fá víti! Þróttur gerir tvö tilköll til að fá vítaspyrnu í sömu sókninni. Fyrst er Leah Pais ýtt í teignum. Það hefði verið mjúk vítaspyrna að mínu mati en svo fer boltinn í höndina á leikmanni Vals og niður í jörðina. Það var afskaplega mikil vítaspyrnulykt að því. Valskonur heppnar.
15. mín
Það er afskaplega lítið að frétta úr þessum leik. Mjög rólegt yfir þessu.
10. mín
Mollee með slaka spyrnu frá marki sem fer beint á Önnu Rakel. Hún lítur strax upp og sér opið mark, en skotið frá miðju fer fram hjá. Það var heldur ekki nægilega mikill kraftur í því.
8. mín
Fyrsti leikurinn sem Berglind byrjar Er komin til baka eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Þetta er hennar fyrsti byrjunarliðsleikur með Val í sumar.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
7. mín
Svona er Þróttur að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
5. mín
Valskonur með hættulegan bolta inn á teiginn og hann dettur næstum því fyrir Berglindi, en Þróttarar koma boltanum frá.
4. mín
Það er mikill kraftur í Þrótturum í byrjun leiks og þær eru að stjórna ferðinni.
3. mín
Svona er Valur að stilla upp
Mynd: Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
1. mín
Freyja Karín er komin í ágætis stöðu inn á teig Val og ætlar að leggja hann fyrir en Berglind Rós er mætt til baka og kemst fyrir sendinguna.
1. mín
Leikur hafinn
Þessi leikur er byrjaður!
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og leikurinn fer senn að hefjast.
Fyrir leik
Afar sterkur bekkur hjá Val Katie Cousins og Amanda Andradóttir, tveir af bestu leikmönnum Bestu deildarinnar, eru á bekknum hjá Valskonum. Þar eru líka frábærir leikmenn eins og Elísa Viðarsdóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir og Fanndís Friðriksdóttir. Bekkur í hæsta klassa.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Jón Stefán spáir í leikina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Jón Stefán Jónsson er spámaður umferðarinnar á Fótbolta.net.

Valur 3 - 0 Þróttur R.
Erfiður leikur fyrir Þróttara vægast sagt. Valskonur með svindlkonuna Amöndu Andradóttur í fararbroddi eru alveg í þann veginn að verða óstöðvandi og vinna sannfærandi 3-0 sigur. Amanda lætur sér nægja að skora eitt en leggur upp annað fyrir Lillý Rut sem skorar með flugskalla eftir horn. Ísabella Sara innsiglar svo sigurinn í lokin með poti af stuttu færi.

Fyrir leik
Þróttur fundið betri takt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mótið byrjaði afar erfiðlega hjá Þrótti en þær hafa fundið betri takt að undanförnu og eru komnar af fallsvæðinu. Fyrir þennan leik eru þær tíu stig í sjöunda sæti. Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur komið inn með nýjar hugmyndir og það hefur gengið betur að útfæra þar að undanförnu.
Fyrir leik
Valur getur komist á toppinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Valskonur geta komist aftur á topp Bestu deildarinnar með sigri í kvöld. Breiðablik vann 0-1 sigur gegn Tindastóli í gær og er núna með þriggja stiga forskot. Ef Valur vinnur með fjórum mörkum í kvöld þá fara þær á toppinn með jafnmörg stig og Blikar en með fleiri mörk skoruð.
Fyrir leik
Þessi lið mættust síðasta laugardag Þessi lið mættust síðasta laugardag í Mjólkurbikar kvenna og þá vann Valur 3-0 sigur. Valskonur munu mæta Breiðbliki í úrslitaleiknum í Mjólkurbikarnum.

Fyrir leik
Góðan daginn! Og verið velkomnir kæru lesendur í beina textalýsingu frá leik Vals og Þróttar í Bestu deild kvenna.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('88)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('77)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('63)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('88)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('77)
14. Hekla Dögg Ingvarsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('63)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: