Man City býr sig undir tilboð frá Sádi-Arabíu - Marseille bjartsýnt á að fá Greenwood - Barcelona leiðir í baráttu um Williams
Valur
1
0
Þróttur R.
Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir '90 1-0
03.07.2024  -  18:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Smá rigning og um tíu stiga hiti
Dómari: Gunnar Freyr Róbertsson
Maður leiksins: Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Byrjunarlið:
1. Fanney Inga Birkisdóttir (m)
2. Hailey Whitaker
10. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
11. Anna Rakel Pétursdóttir
13. Nadía Atladóttir ('60)
14. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Ísabella Sara Tryggvadóttir ('60)
29. Jasmín Erla Ingadóttir
40. Málfríður Erna Sigurðardóttir
92. Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('76)

Varamenn:
20. Íris Dögg Gunnarsdóttir (m)
3. Camryn Paige Hartman
7. Elísa Viðarsdóttir
8. Kate Cousins ('76)
9. Amanda Jacobsen Andradóttir ('60)
18. Málfríður Anna Eiríksdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('60)

Liðsstjórn:
Pétur Pétursson (Þ)
Jóhann Emil Elíasson
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir
María Hjaltalín
Gísli Þór Einarsson
Guðrún Halla Guðnadóttir
Hallgrímur Heimisson

Gul spjöld:
Lillý Rut Hlynsdóttir ('60)

Rauð spjöld:
@gummi_aa Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skýrslan: Leikmaður sem við eigum líklega eftir að heyra mikið meira af
Hvað réði úrslitum?
Það var afskaplega fátt sem skildi þessi lið að í kvöld. Mér fannst þetta bara mjög jafn leikur sem hefði getað dottið báðum megin. Tempóið var ekki mikið í seinni hálfleik og það stefndi allt í markalaust jafntefli, en það var Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir sem potaði boltanum yfir línuna undir lokin.
Bestu leikmenn
1. Berglind Rós Ágústsdóttir (Valur)
Var virkilega öflug á miðsvæðinu hjá Val. Vann ófá einvígi og gerði sitt bara mjög vel, líkt og venjulega.
2. Ragnheiður Þórunn Jónsdóttir (Valur)
Þessi 16 ára stelpa gerði sigurmarkið í þessum sigri. Spilaði allan leikinn og var hættuleg.
Atvikið
Auðvitað sigurmarkið sem Ragnheiður Þórunn skoraði. Leikmaður sem á svo sannarlega framtíðina fyrir sér. Það er alls ekki auðvelt að komast í þetta Valslið og hvað þá þegar þú ert á þessum aldri. Um að gera að leggja þetta nafn á minnið því þetta er eflaust leikmaður sem við eigum eftir að heyra meira af.
Hvað þýða úrslitin?
Valur er með jafnmörg stig og Breiðablik á toppi deildarinnar. Þróttur er áfram í sjöunda sæti með tíu stig.
Vondur dagur
Lengst af var þetta ekkert rosalega skemmtilegur leikur fyrir þá áhorfendur sem lögðu leið sína á völlinn. Það var greinileg þreyta í liðunum í seinni hálfleik sérstaklega og það hafði mikil áhrif á leikinn. Það var sofandaháttur í vörn Þróttar í markinu, einbeitingarleysi í nokkrar sekúndur sem kostaði þær stig í þessum leik.
Dómarinn - 4,5
Mér fannst Þróttur eiga að fá vítaspyrnu og mér fannst dómarateymið klikka þar. Annars fannst mér leikurinn bara nokkuð vel dæmdur, en þetta var stórt atvik.
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir ('88)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir ('77)
16. María Eva Eyjólfsdóttir
18. Kristrún Rut Antonsdóttir ('63)
23. Sæunn Björnsdóttir

Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen ('88)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir ('77)
14. Hekla Dögg Ingvarsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir ('63)
29. Una Sóley Gísladóttir

Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Árný Kjartansdóttir

Gul spjöld:

Rauð spjöld: