Fernandes og De Bruyne til Sádí-Arabíu? - Salah fær nýjan samning - Calafiori til Arsenal
Fjölnir
0
0
Keflavík
04.07.2024  -  18:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Dómari: Gunnar Oddur Hafliðason
Maður leiksins: Baldvin Berndsen (Fjölnir)
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
5. Dagur Austmann
7. Dagur Ingi Axelsson ('69)
9. Máni Austmann Hilmarsson
10. Axel Freyr Harðarson ('86)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('86)
16. Orri Þórhallsson ('69)
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
6. Sigurvin Reynisson ('86)
8. Óliver Dagur Thorlacius
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('86)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
20. Bjarni Þór Hafstein ('69)
88. Kristófer Dagur Arnarsson ('69)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Gunnar Sigurðsson ('84)
Bjarni Þór Hafstein ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gunnar Oddur flautar af, sem er bara fínt... ekki var þetta nein flugeldasýning.

Viðtöl og skýrsla!
94. mín Gult spjald: Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir)
92. mín
Nú reyndi Valur Þór skot af 30 metrunum en það fór í Parka (Dalvegi) skiltin sem eru við hornfánann.
91. mín
Bogi Berndsen með frábæran bolta á fjær og Dagur Austmann í frábærri stöðu setur þetta framhjá.
90. mín
Axel Ingi reyndi skot af 35 metrum, það fór sirka í skíðalyftuna.
86. mín
Inn:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir) Út:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
86. mín
Inn:Sigurvin Reynisson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
84. mín
DANÍEL INGVAR MEÐ HRIKALEG MISTÖK EN BJARGAR SÉR FYRIR HORN! Fjölnir átti horn, Keflvíkingar hreinsa og Daníel Ingvar er aftasti maður en hittir ekki boltann, Axel Ingi sleppur einn í gegn af 50 metra færi en Daníel Ingvar nær að hlaupa hann uppi, tækla boltann í Axel og í markspyrnu.

Þetta var rosalegt!
84. mín Gult spjald: Gunnar Sigurðsson (Fjölnir)
Kóngurinn með æsing á bekknum eins og honum einum er lagið.
83. mín
Fjölnismenn vilja víti! Reynir Haralds með takta inná vítateignum, skallar boltann og er hlaupinn niður af Keflvíking en Goddurinn dæmir ekkert.

Þetta er svona klassískt moment sem maður vill fá dæmt á en tryllist ef maður fær dæmt gegn sér.
81. mín
Fjölnismark liggur í loftinu... Dagur Austmann fer af harðfylgi upp hægra megin, sendir fyrir og vinstra megin sækir Bjarni Hafstein horn.
78. mín
Inn:Kári Sigfússon (Keflavík) Út:Ari Steinn Guðmundsson (Keflavík)
77. mín
Fjölnismenn farnir að banka! Bjarni og Reynir spila vel upp vinstra megin og Reynir sendir boltann núna þvert fyrir en Kristófer Dagur nær ekki til boltans, þarna hefði Fjölnir átt að skora.
76. mín
Dauðafæri! Gummi Kalli finnur Reyni Haralds í dauðafæri sem tekur þrumuskot í hliðarnetið!

Þarna gat Reynir lagt boltann fyrir markið á fjær en valdi skotið frekar.
70. mín
Keflavík fær horn sem Sami Kamel tekur að sjálfssögðu.

Ásgeir Helgi nær skalla en ekki á markið og það gerist ekkert úr þessu.
69. mín
Inn:Kristófer Dagur Arnarsson (Fjölnir) Út:Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
69. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Orri Þórhallsson (Fjölnir)
66. mín
Fjölnir brunar í skyndisókn eftir misheppnaða sendingu Vals í góðri sókn Keflvíkinga.

Axel Freyr fær boltann, fer inn á völlinn og notar svo utanáhlaupið frá Reyni sem lyftir boltanum á fjær en Oleksii bjargar.
62. mín
Fjölnismenn að vakna til lífsins og náð góðum sóknarlotum.

Fá núna horn frá vinstri sem Gummi Kalli tekur, Ásgeir Páll skallar frá, Dagur Ax skilar aftur inn og Reynir Haralds kemst í skot en Keflvíkingar henda sér fyrir.
60. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
55. mín
Fjölnir nær að leysa pressuna frábærlega, Orri Júra battar boltann á Mána sem finnur Dag Axels upp hægra megin, er kominn í frábæra stöðu og þarf bara að rúlla boltanum fyrir markið en setur hann í hliðarnetið.

Illa farið með frábæra stöðu!
54. mín
Dagur Ingi með frábæra takta, finnur Ara Stein sem snýr og reynir að skrúfa boltann í fjær en hittir ekki rammann.
52. mín
Keflvíkingar byrja seinni hálfleikinn talsvert betur, en lítið þó að gerast þannig.
48. mín
Ásgeir Páll sækir horn vinstra megin.

Sami Kamel tekur enn eina spyrnuna.

Ömurleg og Fjölnismenn sparka í innkast.
46. mín
Sami Kamel setur leikinn af stað aftur!
45. mín
Hálfleikur
Goddurinn flautar til hálfleiks.

Tíðindalítið, meira fjör í seinni takk.
45. mín
Fjölnismenn með sóknarlotu sem endar með skoti frá Gumma Kalla en það laust, framhjá og hættulítið.
43. mín
Sami Kamel með hornspyrnu sem Júlíus Mar jarðar Oleksii í loftinu og Oleksii vælir og liggur eftir.

Svo tekur Dagur Ingi fínan leikþátt og hendir sér niður en Goddurinn fellur ekki í þá gildru.
40. mín
Eitthvað rólegt yfir þessu hérna, liðin skiptast bara á að tapa boltanum um allan völl.
33. mín
Sami tekur aftur, Keflvíkingar setja þéttan pakka inn á Dósina í markinu.

Svakaleg útfærsla endar með skoti frá Ara Stein en varnarmúrinn ver í annað horn.

Þá skallar Oleksii framhjá.
32. mín
Keflvíkingar með fína sókn upp vinstra megin en Dagur Axels með tæklingu sem bjargar í horn.

Sami Kamel með spyrnuna, Oleksii nær skallanum og Dagur hreinsar í annað horn.
28. mín
Júlíus með vond mistök í vörn Fjölnis og sendir boltann beint á Keflvíking á miðjunni sem finnur Dag Inga í góðri stöðu sem tekur skotið en Dóri í markinu ver og bjargar Júlla þarna.
26. mín
Daníel Ingvar í færi! Tekur gott hlaup á bakvið og fær boltann, kemur sér á hægri fótinn en skrúfar boltann framhjá.
22. mín
HVAR ER VAR? Fjölnismenn virðast frá mínu sjónarhorni skora mark sem Keflvíkingar hreinsa frá en dómarateymið dæmir ekki mark.

Þarf að skoða þetta aftur!

Edit* - Við nánari athugun er þetta talsvert tæpara en mér sýndist, ætla ekki að setja áfellisdóm á Magga Garðars fyrir þessa ákvörðun, ég er ekki viss!

Baldvin Berndsen tók skallann á fjær og fær ekki mark.
20. mín
Dauðafæri! Vel spilað hjá Fjölnismönnum þar sem Daníel Ingvar finnur Reyni Haralds upp endalínuna, Reynir sendir fyrir og Keflvíkingar komast fyrir, boltinn á fjær og þaðan sendir Dagur Ingi aftur fyrir og Keflvíkingar koma boltanum í horn.
17. mín
Baldvin Berndsen hamraði einhverri 80 metra sendingu frá vinstri yfir til hægri beint á Dag Inga sem kemst upp að endamörkum og sendir fyrir en þar vantar fleiri Fjölnismenn til að slútta þessari sókn.

Þessi sending frá Berndsen var algjört Van Dijk stöff, sexy!
15. mín
Sami Kamel fær tíma við teiginn og tekur hörku skot sem Halldór ver. Sami kom þessum ekki í hornið.
11. mín
Oleksii er í lagi og leikurinn kominn af stað.

Stefán á gulu fer í hörku tæklingu sem mér finnst hann vinna en Daníel Ingvar liggur og öskrar, Goddur dæmir og því Stefán á tæpasta vaði á sínu gula spjaldi.
8. mín
Oleksii liggur og þarf aðhlynningu.

Fjölnismenn verið aðgangasharðari í byrjun án þess þó að skapa nokkra teljandi hættu.
4. mín Gult spjald: Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
Stoppar upphlaup á miðjunni, Keflvíkingar ekki sáttir með hvað Goddur er fljótur í spjaldið.
3. mín
Lið Keflvíkinga: Ásgeir Orri
Axel Ingi, Ásgeir Helgi, Oleksii, Ásgeir Páll
Stefán Jón, Sindri Snær
Edon Osmani, Dagur Ingi, Ari Steinn
Sami Kamel
2. mín
Lið Fjölnis: Halldór dós
Dagur Austmann, Júlli Mar, Bogi Berndsen, Reynir Sælirbois
Gummi Kalli, Daníel Ingvar
Dagur Ingi, Orri Júra, Axel Freyr
Máni Austmann
1. mín
Keflvíkingar byrja á stífri pressu sem Fjölnismenn leysa þokkalega en spila boltanum svo útaf á hægri vængnum.
1. mín
Leikur hafinn
Máni setur þennan leik í gang!

Fjölnir sækir í átt að Gryfjunni og Keflavík sækir í átt að kirkjugarðinum.
Fyrir leik
Liðin ganga út á völl og KX ómar í græjunum! Gulir drekar eru svangir.
Bogi Berndsen er með myndavélina að festa allt á filmu.
Sólin er að steikja mig, finn kollvikin byrja að brenna.

Goddur og hans menn fallega appelsínugulir í gegnum sólgleraugun mín, held þetta sé samt bara rauða dómarakittið sem við þekkjum öll, nettara svona orange!

Gummi Kalli og Sami Kamel taka hlutkestið og Sami vinnur það, velur sér vallarhelminginn sem þeir Keflvíkingar eru á og Fjölnismenn munu því byrja með boltann.
Fyrir leik
Liðin eru að ljúka upphitun! Sólin er farin að skína svo við erum með eins góðar aðstæður og mögulegt er fyrir áhorfendur.

Grillið er sjóðandi heitt á Kárapalli og fólk á svæðinu.

Eini mínusinn hérna skrifast á Reykjavíkurborg fyrir að vera búin að rífa niður fjölmiðlaaðstöðuna en ekki gera neinar ráðstafanir í staðinn, ég er heppinn að veðrið er gott, rífa sig í gang Reykjavíkurborg.
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Toppaðstæður! Vissulega, þegar þetta er skrifað einhverjum rúmum 3 klst fyrir leik, þá eru toppaðstæður til knattspyrnuiðkunar í Grafarvoginum. Nánast logn, ekki kalt, ekki heitt og skýjað. Ef völlurinn verður vökvaður sem ég geri fastlega ráð fyrir þá verða aðstæðurnar nákvæmlega eins og Baldvin Berndsen myndi velja sér þær.

Svo vissulega erum við á Íslandi og þetta gæti allt verið komið í apaskít þegar leikurinn er að byrja.
Fyrir leik
Stöðutaflan
Mynd: Af vef KSÍ

Fyrir leik
Tríóið Goddurinn geðugi fær það hlutverk að flauta þennan leik í kvöld, honum til aðstoðar verða Leiknismaðurinn Hreinn Magnússon og Ægismaðurinn Magnús Garðarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski

Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur og verið velkomin í þráðbeina textalýsingu frá Extra - vellinum í Grafarvogi.

Hér eigast við topplið Fjölnismanna og fallbaráttulið Keflvíkinga, sem er tveimur stigum fyrir ofan Þróttara í 11. sætinu en samt sem áður líka bara tveimur stigum frá Grindavík sem situr í 5. sætinu eða umspilssæti um sæti í Bestu deildinni.

Þetta er gjörsamlega galin deild og við öll elskum það!
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon ('60)
8. Ari Steinn Guðmundsson ('78)
10. Dagur Ingi Valsson
19. Edon Osmani
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel (f)
26. Ásgeir Helgi Orrason
50. Oleksii Kovtun

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
9. Gabríel Aron Sævarsson
14. Guðjón Pétur Stefánsson
17. Óliver Andri Einarsson
21. Aron Örn Hákonarson
28. Kári Sigfússon ('78)
99. Valur Þór Hákonarson ('60)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Stefán Jón Friðriksson ('4)

Rauð spjöld: