PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 06. júlí 2024 11:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes ræðir við félög í Sádi-Arabíu
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Slúðrið er komið í hús. Tekið saman af BBC af öllum helstu miðlum heims. Stórstjörnur koma við sögu. Eru Bruno og De Bruyne á leið til Sádí-Arabíu?

Man Utd hefur gefið Bruno Fernandes, 29, leyfi til að ræða við félög í Sádí-Arabíu en tvö lið í sádí-arabísku deildinni hafa áhuga á portúgalska landsliðsmanninum. (TeamTalk)

Kevin de Bruyne, miðjumaður Man City, 33, hefur gert munnlegt samkomulag við sádí arabíska liðið Al-Ittihad og nú er það í höndum enska félagsins að leyfa honum að fara. (TeamTalk)

Liverpool vonast til að egypski framherjinn Mohamed Salah, 32, skrifi undir nýjan samning en núgildandi samningur hans rennur út árið 2025. (Mirror)

Philippe Coutinho, 32, miðjumaður Aston Villa mun bráðlega ganga til liðs við uppeldisfélagið sitt Vasco da Gama í Brasilíu eftir langar viðræður um riftun á samningi hans. (Birmingham Live)

Arsenal hefur náð samkomulagi við ítalska landsliðsmanninn Riccardo Calafiori um að hann skrifi undir samning til ársins 2029 en enska félagið á eftir að ná samkomulagi við Bologna um verð á þessum 22 ára gamla miðverði. (Fabrizio Romano)

Arsenal, Tottenham og Chelsea eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á hinum 14 ára gamla Harley Emsden-James, leikmanni Southampton. (Mail)

Basel hefur samþykkt 14 milljón evra tilboð frá Chelsea í hinn 20 ára gamla Renato Veiga en hann er portúgalskur varnamaður. (Athletic)

West Ham villfá norska framherjann Alexander Sörloth, 28, frá Villarreal en hann er með riftunarákvæði í samningi sínum sem hljóðar upp á 32 milljónir punda. (AS)

42 milljón punda tilboði Chelsea í Samu Omorodion, 20, framherja Atletico Madrid, hefur verið hafnað en spænska félagið vill fá a.m.k 70 milljónir punda fyrir spænska framherjann. (Sun)

Luton, Oxford United og Bristol City vilja öll fá Jamie Donley, 19, á láni frá Tottenham út næsta tímabil. (Football Insider)

Arsenal mun selja danska u-21 árs landsliðsframherjann MIka Biereth, 21, fyrir 4 milljónir punda til austurríska félagsins Sturm Graz. (Standard)

Man Utd, Crystal Palace og Tottenham eru meðal þeirra félaga sem hafa áhuga á enska miðjumanninum Jaden Philogene, 22, leikmanni Hull City. (TeamTalk)

Barcelona íhugar að fá brasilíska varnarmanninn Emerson Royal, 25, aftur frá Tottenham. (Mundo Deportivo)


Athugasemdir
banner
banner
banner