Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
Valur
4
0
Fylkir
Gylfi Þór Sigurðsson '34 1-0
Patrick Pedersen '53 2-0
Adam Ægir Pálsson '66 3-0
Patrick Pedersen '75 4-0
06.07.2024  -  17:00
N1-völlurinn Hlíðarenda
Besta-deild karla
Aðstæður: Fínasta veður - Smá blástur en heilt yfir flottar aðstæður í dag
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gylfi Þór Sigurðsson
Byrjunarlið:
1. Frederik Schram (m)
3. Hörður Ingi Gunnarsson ('79)
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson ('50)
9. Patrick Pedersen
11. Sigurður Egill Lárusson
14. Guðmundur Andri Tryggvason ('79)
15. Hólmar Örn Eyjólfsson
17. Lúkas Logi Heimisson
20. Orri Sigurður Ómarsson ('46)
23. Gylfi Þór Sigurðsson ('62)

Varamenn:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Elfar Freyr Helgason
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson ('50)
16. Gísli Laxdal Unnarsson ('79)
21. Jakob Franz Pálsson ('46)
22. Adam Ægir Pálsson ('62)
71. Ólafur Karl Finsen ('79)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Haukur Páll Sigurðsson
Kjartan Sturluson
Halldór Eyþórsson
Einar Óli Þorvarðarson
Örn Erlingsson
Viktor Unnar Illugason

Gul spjöld:
Hörður Ingi Gunnarsson ('38)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Valsmenn fara með sannfærandi sigur hér á N1 vellinum.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
92. mín
Lúkas Logi með skot yfir markið.
91. mín
Hugsa að bæði lið séu bara að bíða eftir lokaflautinu núna.
91. mín
Tvær mínútur í uppbót
87. mín
Fylkir sækir hratt og Þórður Gunnar æðir inn á teig og á skot sem Frederik Schram ver vel.
86. mín
Gísli Laxdal í þröngu færi og Ólafur Kristófer ver.
85. mín
Matthias Præst með tilraun en Frederik Schram grípur boltann.
80. mín
Þórður Gunnar með tilraun sem Frederik Schram ver vel.
79. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Valur) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (Valur)
79. mín
Inn:Gísli Laxdal Unnarsson (Valur) Út:Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
75. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Guðmundur Andri Tryggvason
Patrick Pedersen með tvö! Valsmenn að ganga frá þessu hérna.

Fylkismenn missa boltann á miðjunni og Valur keyra í bakið á þeim. Guðmundur Andri leggur boltann á Patrick Pedersen sem skorar sitt annað mark.
72. mín
Fylkismenn með hörku skot að marki en Frederik Schram ver þetta.
66. mín MARK!
Adam Ægir Pálsson (Valur)
Stoðsending: Sigurður Egill Lárusson
Valsmenn sækja hratt eftir hornspyrnu hjá Fylki.

Jakob Franz lá eftir hornið og voru einhverjir mögulega að bíða eftir að leikurinn myndi stoppa en Valur keyrði upp völlinn og Tryggvi Hrafn átti flottan bolta á Sigurð Egil sem lagði hann fyrir Adam Ægi Pálsson!
65. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Fylkir) Út:Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
63. mín
Inn:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir) Út:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir)
62. mín
Inn:Adam Ægir Pálsson (Valur) Út:Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Addi Grétars farinn að huga að Evrópuleiknum á fimmtudaginn sennilega.
60. mín
Haukur Páll röltir með Adam Ægi á hliðarlínunni og fer yfir málin með honum áður en hann gerir sig svo kláran til að koma inn.
59. mín
Ómar Björn hleypur á vörn Vals og Hólmar Örn hörfar alveg inn að teig og nær að trufla skotið sem Frederik Schram nær svo að verja.
55. mín
Sigurður Egill með flottan bolta fyrir markið en Guðmundur Andri nær ekki að stýra honum á markið.
54. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
53. mín MARK!
Patrick Pedersen (Valur)
Stoðsending: Gylfi Þór Sigurðsson
Frábær bolti á bakvið vörn Fylkis frá Lúkasi Loga í hlaupið hjá Gylfa Þór sem er einn á móti Ólafi Kristófer en leggur hann til hliðar í 'tap in' fyrir Patrick Pedersen!
50. mín
Inn:Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur) Út:Jónatan Ingi Jónsson (Valur)
Jónatan Ingi fór í grasið um leið og leikurinn var stopp og meiðsli sem eru að hrjá hann.
48. mín
Sýnist Tryggvi Hrafn vera gera sig kláran á hliðarlínunni.
46. mín
Benedikt Daríus sparkar þessu svo af stað aftur.
46. mín
Inn:Jakob Franz Pálsson (Valur) Út:Orri Sigurður Ómarsson (Valur)
Breyting í hálfleik hjá heimamönnum.
45. mín
Hálfleikur
Það eru Valsmenn sem leiða í hálfleik eftir mark frá Gylfa Þór Sigurðssyni.

Ekki endilega verið opin og skemmtilegur leikur en það er aldrei að vita hvað seinni hálfleikur býður okkur upp á.
45. mín
Fylkir að ógna örlítið en Ómar Björn nær ekki að skrúfa boltann að marki.
45. mín
Valur fengið þó nokkrar hornspyrnur í þessum fyrri hálfleik.

Gylfi Þór er spyrnumaður góður og Valsmenn ná skalla á nærstöng sem Ólafur Kristófer ver í stöng og hrekkur svo úr teignum aftur í hendurnar á honum. Hvort það var Orri Sigurður eða Patrick sem átti skallan er ég ekki viss.
45. mín
Birkir Eyþórsson með fyrirgjöf sem Frederik Schram er í smá brasi með en heldur þó boltanum.
45. mín
Fjórar mínútur í uppbót
40. mín
Vandræðagangur í vörn Vals og Ómar Björn óvænt heldur boltanum þegar Frederik kemur út í hann en nær ekki að koma honum á markið.
38. mín Gult spjald: Hörður Ingi Gunnarsson (Valur)
Metur það sem svo að hann hafi verið með dýfu þegar hann féll í teig Fylkis og fær gult fyrir það.
36. mín
Lúkas Logi að hóta því að tvöfalda! Fær boltann og veður bara inn á teig í heldur þröngu færi og lúðrar boltanum beint á Ólaf Kristófer.
34. mín MARK!
Gylfi Þór Sigurðsson (Valur)
Stoðsending: Hörður Ingi Gunnarsson
Valur tekur forystuna! Flott sókn hjá Val endar með marki frá Gylfa Þór Sigurðssyni!

Fær góðan bolta inn á teig frá Herði Inga hægra meginn og leggur hann alveg út við stöngina á fjær!
33. mín
Hörður Ingi með flottan bolta inn á teig Fylkis sem Patrick Pedersen stígur yfir og lætur fara til Guðmundar Andra en Orri Sveinn sér við honum.
32. mín
Fylkismenn að komast í hættulegt færi. Arnór Breki með flottan bolta fyrir markið og Matthias Præst reynir að skalla hann á fjærstönginni fyrir markið til Þórodds en hann rétt missir af boltanum.
28. mín
Gylfi Þór með fyrirgjöf fyrir markið sem virðist ætla að detta ofan á þaknetið en Ólafur Kristófer tók enga sénsa og slær hann afturfyrir.
26. mín
Jónatan Ingi prjónar sig í gegn inn á teigi Fylkis og leggut boltann fyrir Guðmund Andra en Fylkismenn ná að koma þessu í horn.
22. mín
Frábær sending Gylfi Þór með sturlaða sendingu á Jónatan Inga sem var kominn í heldur þröngt færi og setti boltann í hliðarnetið.

Þessi sending var úr efstu hillu í gegnum vörn Fylkis.
19. mín
Það mun reyna á sköpunargáfu Valsliðsins í dag þar sem Fylkismenn verjast með þéttum múr fyrir framan markið sitt.
16. mín
Jónatan Ingi með flotta pressu og vinnur boltann hátt á vellinum en sendingin fyrir aftan Patrick Pedersen sem var mættur inn á teig.
10. mín
Færi! Fylkismenn í hörku færi þar sem boltanum er lætt í átt að Ómari Birni sem kemst í flott skotfæri en skotið framhjá.
9. mín
Búið að tjasla Ólafi Kristófer saman og leikurinn fer aftur af stað.
7. mín
Brot dæmt í kjölfar hornspyrnunnar og leikurinn stopp á meðan Ólafur Kristófer fær aðhlyningu.
7. mín
Gylfi Þór með góða hornspyrnu á nærstöngin þar sem Patrick Pedersen mætir og nær skalla á markið en Ólafur Kristófer ver þetta vel.
4. mín
Nikulás Val reynir að koma með fyrirgjöf en Frederik Schram hendir sér á boltann.
1. mín
Það eru heimamenn í Val sem sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár! Valur gerir þrjár breytingar á sínu liði frá bikarleiknum gegn KA. Hörður Ingi Gunnarsson, Bjarni Mark Antonsson og Lúkas Logi Heimisson koma inn í liðið fyrir Birki Már Sævarsson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Tryggva Hrafn Haraldsson.

Fylkir gerir þá eina breytingu á sínu liði. Ómar Björn Stefánsson kemur inn fyrir Þórð Gunnar Hafþórsson sem sest á bekkinn.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Brynjólfur Willumsson nýjasti leikmaður hollenska liðsins Gröningen spáir í umferðina.

Mynd: Groningen


Valur 4 - 0 Fylkir
AP-show.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


Fyrir leik
Innbyrðis viðureignir í efstu deild Þessi lið hafa mæst 44 sinnum í efstu deild karla samkv. vef KSÍ.

Valur er með 25 sigra (57%).
Fylkir hafa tekið 13 sigra (30%).
Liðin hafa skilið jöfn sex sinnum (14%).

Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson

Fyrir leik
Valur Valsmenn hafa átt áhugavert sumar svo ekki sé meira sagt. Flestir sem bjuggust við meira frá þeim rauðklæddu í sumar og þá sérstaklega í ljósi þess að Gylfi Þór Sigurðsson gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Valur situr hinsvegar í 3.sæti deildarinnar með 25 stig, 8 stigum á eftir toppliði Víkinga.

Valur fóru upp á Skipaskaga í síðustu umferð og þurftu að sætta sig við tap þar gegn ÍA með þremur mörkum gegn tveim. Í miðri viku fóru þeir svo til Akureyrar þar sem KA sló þá út úr bikarnum með sömu markatölu svo vikan hefur verið þung fyrir Valsmenn.

Valur hefur skorað 32 mörk á tímabilinu til þessa og fengið á sig 18. Það gera plús 14 í markatölu. Valsliðinu hefur hinsvegar ekki tekist að halda marki sínu hreinu frá því þessi lið mættust í fyrri umferð Bestu deildarinnar.

Mörk Valsmanna hafa raðast niður á:

Patrick Pedersen - 9 mörk
Jónatan Ingi Jónsson - 7 mörk
Tryggvi Hrafn Haraldsson - 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson - 5 mörk
Gísli Laxdal Unnarsson - 2 mörk
*aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fylkir Fylkismenn finna sig á botni deildarinnar með 8 stig. Þeir eru þó ekki nema þremur stigum og markatölu frá öruggu sæti. Fylkir hefur sótt sjö stig í síðustu fimm leikjum.

Fylkir sóttu gott stig á Meistaravelli í síðustu umferð þar sem þeir gerðu 2-2 jafntefli við KR.

Fylkir hafa skorað 18 mörk í deildinni til þessa og fengið á sig 32. Það gera mínus 14 í markatölu. Aðeins Vestri og HK hafa skorað færri mörk í sumar og Fylkir hefur þá fengið á sig flest mörk.

Mörk Fylkismanna hafa raðast niður á:

Matthias Præst - 3 mörk
Þórður Gunnar Hafþórsson - 2 mörk
Þóroddur Víkingsson - 2 mörk
Nikulás Val Gunnarsson - 2 mörk
Halldór Jón Sigurður Þórðarson - 2 mörk
*Aðrir minna

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson fær það verkefni að halda utan um flautuna hér í dag. Honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.
Helgi Mikael Jónasson verður á milli boðvanga að stilla til friðar og tilbúin á skiltinu þegar það á við.
Hjalti Þór Halldórsson er þá eftirlitsmaður.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá N1 vellinum á Hlíðarenda þar sem heimamenn í Val mæta Fylki í 13.umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson (f) ('63)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst
10. Benedikt Daríus Garðarsson
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson ('65)
22. Ómar Björn Stefánsson
25. Þóroddur Víkingsson ('54)
27. Arnór Breki Ásþórsson

Varamenn:
30. Hilmar Þór Kjærnested Helgason (m)
3. Unnar Steinn Ingvarsson
11. Þórður Gunnar Hafþórsson ('65)
15. Axel Máni Guðbjörnsson
16. Emil Ásmundsson ('54)
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('63)
70. Guðmundur Tyrfingsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Daði Ólafsson
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Smári Hrafnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: