Juve reynir að fá Sancho - Man Utd og Arsenal keppa um Brobbey - Man City vill Gordon
Í BEINNI
Lengjudeild karla
Þór
18:00 0
0
Grindavík
ÍBV
1
0
Leiknir R.
Vicente Valor '25 1-0
Arnór Ingi Kristinsson '66
06.07.2024  -  15:15
Hásteinsvöllur
Lengjudeild karla
Aðstæður: 12 stiga hiti og sól og smá vestan gola.
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Vicente Rafael Valor Martínes
Byrjunarlið:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon (f)
5. Jón Ingason ('58)
7. Guðjón Ernir Hrafnkelsson
8. Vicente Valor
14. Arnar Breki Gunnarsson ('78)
16. Tómas Bent Magnússon
22. Oliver Heiðarsson ('85)
24. Hermann Þór Ragnarsson ('58)
31. Viggó Valgeirsson ('58)
45. Eiður Atli Rúnarsson

Varamenn:
12. Hjörvar Daði Arnarsson (m)
3. Felix Örn Friðriksson ('58)
4. Nökkvi Már Nökkvason
11. Víðir Þorvarðarson ('78)
17. Sigurður Grétar Benónýsson ('85)
20. Eyþór Orri Ómarsson ('58)
25. Alex Freyr Hilmarsson ('58)

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Elías J Friðriksson
Mikkel Vandal Hasling
Elías Árni Jónsson
Bjarki Björn Gunnarsson
Henrik Máni B. Hilmarsson
Lewis Oliver William Mitchell

Gul spjöld:
Hermann Þór Ragnarsson ('29)
Jón Ingason ('43)
Guðjón Ernir Hrafnkelsson ('57)
Tómas Bent Magnússon ('82)
Felix Örn Friðriksson ('88)
Jón Kristinn Elíasson ('92)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Góður sigur Eyjamanna gegn spræku Leiknisliði.
94. mín
Víðir í fínu færi. Vicente kemur honum út á vinstri venginn en Víðir setur hann í stöngina.
92. mín Gult spjald: Jón Kristinn Elíasson (ÍBV)
Fyrir að tefja.
92. mín
Alveg eins færi Nákvæmlega eins færi hjá Sigurði Grétari og hann setur hann í markmanninn og aftur fyrir.
90. mín
Dauðafæri Víðir í dauðafæri hjá Eyjamönnum. Hann er sloppinn einn í gegn og reynir að vippa yfir markmann en það er algjörlega misheppnað og boltinn fer aftur fyrir.
88. mín Gult spjald: Marko Zivkovic (Leiknir R.)
Fyrir tuð í dómarar
88. mín Gult spjald: Felix Örn Friðriksson (ÍBV)
Fyrir að brjóta á Róberti.
85. mín
Inn:Sigurður Grétar Benónýsson (ÍBV) Út:Oliver Heiðarsson (ÍBV)
82. mín Gult spjald: Tómas Bent Magnússon (ÍBV)
Fyrir brot á Róberti Quental.
81. mín
Inn:Karan Gurung (Leiknir R.) Út:Aron Einarsson (Leiknir R.)
81. mín
Inn:Þorsteinn Emil Jónsson (Leiknir R.) Út:Shkelzen Veseli (Leiknir R.)
80. mín Gult spjald: Daði Bærings Halldórsson (Leiknir R.)
Fyrir peysutog
80. mín
Oliver með skot utan að velli yfir markið.
78. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (ÍBV) Út:Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV)
73. mín
Leiknismenn láta boltann ganga lengi á milli sín og koma svo með fyrirgjöf sem Eyjamenn ná að bjarga í horn.
67. mín
Inn:Marko Zivkovic (Leiknir R.) Út:Jón Hrafn Barkarson (Leiknir R.)
Fyrsta skipting hjá Leikni.
66. mín Rautt spjald: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Leiknismenn orðnir manni færri Fær hér sitt annað gula spjald fyrir ljótt og frekar heimskulegt brot á Tómasi Bent. Hann hefur þá lokið leik hér í dag.
64. mín
Fínasta færi hjá Leikni. Góð fyrirgjöf inn á teiginn en Omar Sowe skallar boltann yfir markið.
62. mín
Eyjamenn fá horn
60. mín
Aukaspyrna Leiknir eiga aukaspyrnu á hættulegum stað. Shkelzen tekur spyrnuna og setur boltann í samskeytin og aftur fyrir.
58. mín
Inn:Alex Freyr Hilmarsson (ÍBV) Út:Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
58. mín
Inn:Eyþór Orri Ómarsson (ÍBV) Út:Viggó Valgeirsson (ÍBV)
58. mín
Inn:Felix Örn Friðriksson (ÍBV) Út:Jón Ingason (ÍBV)
57. mín Gult spjald: Guðjón Ernir Hrafnkelsson (ÍBV)
Fyrir að brjóta á Omar Sowe. En þeir eru nú báðir komnir á lappir og allr virðist í lagi með þá.
56. mín
Guðjón Ernir og Omar Sowe lenda hér saman og liggja báðir
53. mín Gult spjald: Arnór Ingi Kristinsson (Leiknir R.)
Fyrir að taka Oliver niður
49. mín
Gott færi hjá ÍBV. Arnar Breki með fyrirgjöf en boltinn rúllar fram hjá öllum og aftur fyrir endalínu.
46. mín
ÍBV fær hér aukaspyrnu út til hægri en Leiknismenn ná að hreinsa frá.
45. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur.
45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn leiða í hálfleik en leikurinn hefur verið frekar jafn. Ágætis færi á báða bóga en glæsimark Vicente skilur liðin að.
45. mín
Færi hjá Leiknismönnum Shkelzen Veseli með flotta takta og nær skoti sem fer af varnarmanni til Omars og hann vinnur horn sem ekkert varð úr.
45. mín
Hörkuskot frá Omar Sowe. Jón Kristinn nær ekki að halda honum en Eyjamenn ná að koma boltanum í burtu.
43. mín Gult spjald: Aron Einarsson (Leiknir R.)
Fór harkalega í Sigurð Arnar og fékk verðskuldað gult spjald.
43. mín Gult spjald: Jón Ingason (ÍBV)
Fyrir að biðja um spjald.
40. mín
Oliver nær að keyra upp inn á teig Leiknis en ákvarðanatakan er ekki nægilega góð og hann skýtur í varnarmann.
37. mín
Skot yfir markið frá Jóni Hrafni.
36. mín
Leiknismenn eru að reyna að þræða boltann í gegn á Omar Soww en varnarmenn eru bara að lesa þetta alltof auðveldlega.
35. mín
Færi hjá Eyjamönnum Mjög góð fyrirgjöf hjá Guðjóni Erni en hann setur boltann yfir frá markteig. Þetta var færi.
31. mín
Leiknir fær horn
29. mín Gult spjald: Hermann Þór Ragnarsson (ÍBV)
Skrýtið spjald en þetta virðist bara vera árekstur.
28. mín
Andi Hoti og Hermann Þór lenda hér í árekstri. Andi er staðinn upp en Hermann Þór liggur ennþá niðri.
25. mín MARK!
Vicente Valor (ÍBV)
Stoðsending: Oliver Heiðarsson
Vicente kemur Eyjamönnum í 1-0 Vicente með frá tilþrif. Tekur einn tveir með Oliver og leikur svo fram hjá tveimur varnarmönnum Leiknis áður en hann klárar svo í fjær. Geggjað mark!
21. mín
Dauðafæri hjá Eyjamönnum Arnar Breki gerir mjög vel og kemur með góða fyrirgjöf beint á hausinn á Sigurði Arnari en hann setur hann yfir markið.
16. mín
Vicente með flotta takta og kemur boltanum fyrir og aftur er það Tómas Bent sem á skotið en boltinn í varnarmann og í burtu.
15. mín
Omar Sowe er næstum sloppinn einn í gegn en Guðjón Ernir vinnur vel til baka og kemur til bjargar.
14. mín
Eyjamenn fá horn
13. mín
Fín sókn hjá Leiknismönnum. Omar Sowe keyrir inn völlinn og kemur honum á Hjalta sem leggur hann út á jón Hrafn en skotið beint á Jón Kristinn í marki ÍBV.
11. mín
Flott sending inn á teig frá Vicente. Boltinn kemur til Tómasar Bent en skotið hans er framhjá markinu.
10. mín
ÍBV fékk aukaspyrnu á hættulegum stað. Vicente tók spyrnuna en hún var ekki nægilega góð.
8. mín
Tómas Bent i upplögðu færi á markteig en hittir ekki boltann en þeir fá horn sem ekkert varð úr.
8. mín
Hörkuskot Jón Ingason með ágætis skot. Viktor Freyr ver í horn.
3. mín
Leiknir fær horn
1. mín
Færi Góð sókn hjá Leiknismönnum strax á fyrstu mínútu sem endar með skoti framhjá frá Omar Sowe.
1. mín
Leikur hafinn
Leiknismenn byrja!
Fyrir leik
Leikurinn í beinni á Youtube
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Gengið undanfarið Bæði lið hafa verið á fínu skriði undanfarnar vikur í deildinni en ÍBV vann 5 - 0 heimasigur á Keflavík í síðasta leik og hafa unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Þeir eru í 3. sæti deildarinnar með 16 stig.

Gestirnir í Leikni unnu Dalvík/Reyni 0-1 í síðastsa leik en hafa unnið síðustu þrjá leiki sína undir stjórn Óla Hrannars Kristjánssonar sem tók tímabundið við liðinu og stýrir því eitthvað áfram. Liðið er í 9. sætinu með 12 stig.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Jóhann Ingi Jónsson dæmir leikinn í dag og hann er með þá Þórð Arnar Árnason og Berg Daða Ágústsson sér til aðstoðar á línunum. KSÍ sendir Inga Jónsson til eyja til að hafa eftirlit með störfum dómara og umgjörð leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Leikdagur í eyjum Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum.

Hér eigast við ÍBV og Leiknir í Lengjudeild karla, leikurinn hefst klukkan 15:15.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Daði Bærings Halldórsson (f)
6. Andi Hoti
7. Róbert Quental Árnason
8. Sindri Björnsson
10. Shkelzen Veseli ('81)
19. Jón Hrafn Barkarson ('67)
20. Hjalti Sigurðsson
23. Arnór Ingi Kristinsson
44. Aron Einarsson ('81)
67. Omar Sowe

Varamenn:
12. Bjarki Arnaldarson (m)
18. Marko Zivkovic ('67)
22. Þorsteinn Emil Jónsson ('81)
66. Zachary Chase O´Hare
80. Karan Gurung ('81)
88. Stefan Bilic
92. Sigurður Gunnar Jónsson

Liðsstjórn:
Ólafur Hrannar Kristjánsson (Þ)
Eyjólfur Tómasson
Ósvald Jarl Traustason
Guðbjartur Halldór Ólafsson
Nemanja Pjevic
Kacper Marek Wawruszczak

Gul spjöld:
Aron Einarsson ('43)
Arnór Ingi Kristinsson ('53)
Daði Bærings Halldórsson ('80)
Marko Zivkovic ('88)

Rauð spjöld:
Arnór Ingi Kristinsson ('66)