Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   þri 29. október 2024 08:20
Elvar Geir Magnússon
Amorim samþykkir að taka við Man Utd - Liverpool vill Murillo
Powerade
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon.
Mynd: Getty Images
Murillo er skemmtilegur leikmaður.
Murillo er skemmtilegur leikmaður.
Mynd: Getty Images
Það stefnir allt í að Amorim verði næsti stjóri Manchester United, Brasilíumaður og Tyrki eru orðaðir við Liverpool og Arsenal íhugar að gera tilboð í sóknarmann Brentford.

Rúben Amorim, stjóri Sporting í Lissabon, hefur samþykkt að verða næsti stjóri Manchester United eftir að Erik ten Hag var rekinn á mánudaginn. (Manchester Evening News)

Að öðrum kosti er Edin Terzic, fyrrum stjóri Borussia Dortmund, næstur á lista Manchester United. Thomas Tuchel hefði verið á blaði en hann var ráðinn stjóri Englands. (Sun)

Arsenal er að íhuga tilboð í Bryan Mbeumo (25), kamerúnskan framherja Brentford. (Football Insider)

Liverpool er að íhuga að fá brasilíska miðvörðinn Murillo (22) frá Nottingham Forest, en gæti fengið samkeppni frá Chelsea um leikmanninn. (Teamtalk)

Thomas Frank, stjóri Brentford, er meðal þeirra valkosta sem Manchester United er að íhuga. (ESPN)

United hefur ekki útilokað að leita til Ole Gunnar Solskjær. (Manchester Evening News)

Sænski framherjinn Alexander Isak (25) gæti þrýst á að fara frá Newcastle United í félagaskiptaglugganum næsta sumar. (Football Insider)

Liverpool fylgist með tyrkneska miðjumanninum Orkun Kokcu (23) hjá Benfica. (Met)

Arsenal hefur hafnað tilboði frá Palmeiras sem reyndi að kaupa brasilíska framherjann Gabriel Jesus (27). (ESPN)

Manchester United hefur áhuga á Geovany Quenda (17), portúgölskum miðjumanni Sporting. (A Bola)

Nottingham Forest hefur hafið viðræður við nýsjálenska framherjann Chris Wood (32) um nýjan samning en hann hefur verið funheitur upp við mark andstæðingana. (Telegraph)

Beto (26), framherji Gíneu-Bissá, íhugar að yfirgefa Everton í leit að reglulegum spiltíma. (Football Insider)
Athugasemdir
banner
banner
banner